Júró-nörd dagsins/ Euro-nerd of the day!

Júró-nörd dagsins er Erla Jónatansdóttir, söngkona og dægurfluga 🙂

1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? Það eru ótrúlega mörg flott lög sem hafa tekið þátt í gegnum árin og nokkur gömul sem ég held upp á eins og Poupee De Cire, Poupee De Son eftir Serge Gainsbourg sem Frans Gall söng en þar sem ég hef starfað sem plötusnúður síðasta árið þá verð ég að nefna Waterloo sem besta lagið. Um leið og það byrjar að hljóma þá komast allir í dans gírinn, hvort sem þeir fíla ABBA eða ekki og það syngja allir með. Það er einfaldlega frábært lag.

2. Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár? Ég er ekki búin að kynna mér nógu vel öll lögin í ár en af þeim sem ég hef hlustað á finnst mér Þýska lagið flott og það gæti orðið vinsælt hérna heima í sumar. Það gæti samt verið of nýtískulegt til að geta unnið keppnina en maður veit aldrei. Ég er líka hrifin af Belgíska laginu, það er einfallt og látlaust. Svo er alltaf eitthvað sem nær mér ekki fyrr en á kvöldinu þegar allt er komið saman, flott lag, frábær flytjandi og góð sviðsframkoma.

3. Hver er uppáhalds Júróvísjon-flytjandinn þinn? Verð að segja Sigga og Grétar. Sigruðu hjörtu allra í Evrópu í aðalkeppninni með Siggu í rauða kjólnum, eins og þau höfðu verið púkaleg hérna heima í gardínunum. Ég held því enn fram að við hefðum unnið ef lagið hefði verið á ensku.

4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon-hefðir? Get ekki sagt að ég eigi mér neinar hefðir í kring um Júróvísjón. Hef horft á keppnina með mömmu og bróður mínum síðustu ár, pabbi hefur ekki verið á landinu á þessum tíma þar sem hann hefur verið fararstjóri íslenska júróvísjón hópsins. Það gerir upplifunina enn meira spennandi. Í ár ætlum við bróðir minn að fara til Noregs og sjá þetta með eigin augum.

5. Hvenær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? Man ekki hvenar ég horfði á keppnina í fyrsta skipti. Ætli það hafi ekki verið 1986 þegar Ísland tók fyrst þátt. Hef a.m.k. fylgst vel með frá því að ég man eftir mér.

6. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum. Algjörlega frábær skemmtun.

—-

Euro-nerd of the day is Erla Jónatansdóttir, singer and DJ.

1. What is your all time favorite Eurovision song? There ar so many marvelous songs and a few old ones that I prefer such as Poupee De Cire, Poupee De Son by Serge Gainsbourg sang by Frans Gall. I have worked as a DJ for the past year and I have to say that now the best song must be Waterloo. As soon as it starts everyone start to dans whether they like ABBA or not. It’s simply a good song. 

2. What is your favorite song this year? I haven’t really looked into the songs this year but of those I have seen I like Germany and I think that Lena could be popular here in Iceland this summer. I also like the Belgian song, simple and plain. But there is always that special something on the big night when the song is good, performer great and the performance flawless.

3. Who is your all time favorite performer? I have to say Sigga og Grétar from Stjórnin (1990). They captured the hearts of Europe with Sigga in her red dress. I think they would have won if the song had been in English.

4. Do you have any special Eurovision traditions?  No, not really. I have watched the contest with my family the last years, though my father has not been here in Iceland since he is the head of the Icelandic delegation. That makes all this all the more exciting. This year me and my brother are going to Oslo to join him and the Icelandic group!

5. When did you watch ESC for the first time? I think it was in 1986 when Iceland compeeted for the first time.

6. Describe Eurovision in three words!  Totally awesome entertainment!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s