Ísland áfram í þriðja sinn í röð!

Eins og alþjóð veit komst Ísland með Heru Björk í fararbroddi áfram á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi. Hún flutti lagið óaðfinnanlega og hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Svo góðar að hávaðinn í höllinni var gjörsamlega ærandi og fólk flykktist út á gólfið og veifaði íslenskum fánum og söng með!

Þó að ekki hafi kannski borið á því í sjónvarpinu var Telenor-höllin alls ekki þéttsetin og mikið af lausum sætum inn á milli, t.d. voru hliðarvængirnir meira og minna tómir. Þetta varð til þess að það var svolítið skrítin stemming; hin mikla stemming var nokkuð staðbundin við fremsta svæði hallarinnar þar sem aðdáendaklúbbarnir sátu þétt með stóra fána. Þrátt fyrir það var mikil stemming þegar Ísland steig á svið og helstu stuðningsmenn Íslendinga flykktust út á gólfið. Þar mátti sjá Michael frá Sviss sem heldur mikið upp á íslenska hópinn.

Tilfinningarnar báru marga ofurliði þegar loks var tilkynnt í síðasta umslaginu (eins og fyrra) að Ísland kæmist áfram. Hera Björk sagði sjálf að hún hefði aldrei efast um að komast áfram, en Íslendingarnir í salinum fengu hjartsláttartruflanir og brustu margir í grát. Þetta var því algjör rússíbani og upplifunin þegar Ísland var nefnt var eins og að stíga út úr líkamanum!!

Að lokinni keppninni komu margir að máli við Íslendingana í salnum til að lýsa ánægju sinni yfir framgangi íslenska lagsins – og ekki síst til að spyrja um íslenska fánann því að margir vilja halda honum á lofti á laugardaginn!

Íslenski hópurinn var að vonum ánægður og skálað var í freyðivíni í rútunni á leiðinni til baka og sungið Til hamingju Ísland og til hamingju Hera!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Ísland áfram í þriðja sinn í röð!

  1. Ýrr skrifar:

    Það heyrðist allavega í sjónvarpinu að fólk í salnum var farið að kalla „Iceland! Iceland!“ þegar líða fór á umslögin! Gaman þegar stemningin er svona góð!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s