Bað móður náttúru um að stöðva gosið!

Þrátt fyrir mikla gleði og sigurvímu Íslendinga í gærkvöldi var Hera ekki ein um það að komast í úrslitin í gær. Níu aðrar þjóðir fylgdu henni áfram, nefnilega Bosnía, Moldavía, Rússland, Grikkland, Portúgal, Hvíta-Rússland, Serbía, Belgía og Albanía. Eitthvað af þessum atriðum kann að koma á óvart en í heildina litið var þetta að mestu leyti í líkingu við spár. Það er einkum gott gengi Bosníumanna sem kemur á óvart enda lítið verið talað um þeirra framlag og kynningarherferðir þeirra hafa að minnsta kosti ekki náð okkar eyrum.

Mjög mismikil stemmning var fyrir framlögum keppenda í höllinni í gærkvöldi. Ásamt Íslandi hlutu Grikkir og Belginn Tom Dice langbestu viðtökur salarins. Finnsku stelpurnar fengu einnig mjög góðar viðtökur og eru afskaplega vinsælar á meðal blaðamanna og aðdáenda en það skilaði sér ekki í kosningu. Grikkir eru afar vinsælir hér og mikil stemming ríkir í kringum þá. Dansararnir fimm þreytast seint á því að láta taka myndir af sér og sjálfur Giorgos var gersamlega umkringdur blaðamönnum og aðdáendum að lokinni keppni.

Að lokinni keppni í gær héldu fulltrúar þeirra tíu landa sem komust áfram blaðamannafund. Þétt var setið í salnum þar sem fundurinn var haldinn og var mikil stemming á meðal blaðamanna meðan beðið var eftir að fundurinn hæfist. Mikill fjöldi grískra blaðamanna var á staðnum og þeir sungu og kölluðu OPA í tíma og ótíma. Blaðamannafundurinn fór þannig fram að stjórnandi fundarinns spurði einnar spurningar til hvers lands og voru svo leyfðar tvær spurningar á land; ein frá heimapressu og ein frá alþjóðlegri pressu. Að lokum dró hvert land fyrir sig um það hvar í röðinni þau myndu stíga á svið á úrslitunum.

Ýmsar spurningar voru bornar upp til keppenda á blaðamannafundinum. Flestar snerust um líðan keppenda og voru allir voða sælir og glaðir og hissa og ánægðir o.s.frv. með árangur sinn. Með áhugaverðari spurningum voru t.d. til Grikkja um hvort OPA myndi efnahags- og stjórnmálaástandinu í Grikklandi og sameina Evrópu. Giorgos sagði að menn ættu ekki að blanda saman tónlist og stjórnmálum, OPA væri gleðin og efnahagsvandinn væri ekki eingöngu bundinn við Grikkland. Hinn serbneski Milan var einnig spurður af fjölmiðli frá Ástralíu hvaða ráð hann gæfi ungum drengjum sem vildu líta út eins og hann. Milan varð örlítið vandræðalegur við þessa spurningu og sagði bara það sem hann hefur oft sagt áður; að í Serbíu væru margir ungir krakkar sem vilja fá klippingu eins og hans og klæðast eins fötum. Tom Dice mætti á fundinn einn síns liðs með gítarinn sinn sem fékk eigið sæti á fundinum. Tom vék umræðunni einnig að stjórnmálum og tónlist og sagði að tónlist væri yfir stjórnmál hafin.

Hún Hera okkar stóð sig að sjálfsögðu eins og hetja á blaðamannafundinum og lék við hvurn sinn fingur. Hera var að vonum ánægð og sagði að hún hefði grátið eins og fegurðardrottning þegar úrslitin voru loks tilkynnt þrátt fyrir að hún hafi verið þess fullviss að þau kæmust áfram. Gísli Kristjánsson, fréttaritari RÚV í Osló átti þó líklega spurningu kvöldsins þegar hann spurði Heru hvort hún hefði sjálf stöðvað eldgosið í Eyjafjallajökli. Gísli uppskar hlátur og gleði við spurninguna og Hera svaraði því til að hún hefði fengið góða hjálp við að stoppa gosið og hún hefði beðið til móður náttúru um hjálp við að stöðva það!

Í lok fundarins kom svo í ljós röð þeirra landa sem komust upp úr undankeppninni á laugardaginn og  er röðin eftirfarandi:

4. Modavía
7. Belgía
6. Bosnía
8. Serbía
9. Hvíta-Rússland
11. Grikkland
15. Albanía
16. Ísland
20. Rússland
23. Portúgal

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Bað móður náttúru um að stöðva gosið!

  1. Hildur M skrifar:

    Mikið eruð þið heppnar að vera þarna úti! Það er rosalega gaman að fá Eurovision beint í æð hjá ykkur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s