SPÁIN OKKAR FYRIR 1. SEMI-FINAL!!

Nú er stóra stundin við það að renna upp!

Við vorum samferða íslenska hópnum í rútu upp í höll í morgun og það var mikil stemming í hópnum. Kristjana bakraddasöngkona á afmæli í dag og afmælissöngurinn var sunginn. Hún vildi ekkert frekar í afmælisgjöf en að við kæmumst áfram úr undankeppninni! Mikið var hlegið og sungið og hópurinn er gífurlega vel samstilltur!

Við höfum orðið varar við gríðarlegan stuðning frá aðdáendum og fjölmiðlafólki hér í Osló og allir eru mjög hrifnir af Heru og Íslandi. Við vitum því frá fyrstu hendi að það eru mjög margir sem ætla að vera með íslenska fána í kvöld og kjósa Heru, t.d. svissneski keppandinn sem er mjög mikill stuðningsmaður Íslands! 🙂

Við geymdum fram á síðustu stundu að birta endanlega spá okkar fyrir kvöldið og vildum sjá búningaæfingu fyrst. Hana sáum við í gær og því hefur spáin verið að mótast þar til núna.

Við höfum nú þegar birt dóma um alla keppendur og lög sem þú, lesandi góður, ættir endilega að renna yfir; þar eru líka linkar á myndböndin. Við höldum okkur að mestu við þá dóma í spánni. Hins vegar hefur skoðun okkar breyst  á a.m.k. þremur lögum. Eftir búningarennslið í gær fannst okkur stemmingin í kringum belgíska, rússneska og finnska framlagið vera nægilega mikil til að þau fari áfram og er það þvert á spár okkar um Finnland, en við vorum alls ekki hrifnar af myndbandinu. Þetta sýnir auðvitað að ekki öll stemming skilar sér í sjónvarpi.

Við erum nokkuð vissar um 9 lönd en eru ekki eins vissar um 10. landið þar sem okkur finnst tvö lönd koma til greina.

SPÁ HILDAR OG EYRÚNAR fyrir 1. SEMI-FINAL er eftirfarandi:

 • Moldavía
 • Rússland
 • Slóvakía
 • Finnland
 • Serbía
 • Belgía
 • Albanía
 • Grikkland
 • ÍSLAND

10. landið inn í aðalkeppnina gæti verið annaðhvort Malta eða Pólland

 – Við munum að sjálfsögðu fara á keppnina í kvöld og póstum úrslitum eins fljótt og auðið er! En við ætlum líka að mæta í eftirpartíið á Euro-klúbbnum í kvöld og því gæti bloggið vikið fyrir Júró-djamminu, vonandi sýnið þið okkur skilning með það! 🙂

Auglýsingar

6 athugasemdir við “SPÁIN OKKAR FYRIR 1. SEMI-FINAL!!

 1. Inga Rós skrifar:

  Mín spá:

  Albanía
  Eistland
  Grikkland
  Belgía
  Slóvakía
  Moldavía
  Malta
  Portúgal
  Ísland
  Lettland
  Makedónía

  Lettland og Makedónía eru svona á botninum, annað hvort þeirra kemst inn sem tíunda landið skv. minni spá:)

 2. Lísa Þórðardóttir skrifar:

  Sælar stúlkur! Æðislegt framtak hjá ykkur að blogga svona beint frá keppninni, það er svo gaman að geta fylgst með. Þið eruð með nærri nákvæmlega sömu lög og ég nema ég spái því að Malta og Portúgal fari áfram. Svo mín röð er svona og ég held að sætin raðist svona líka upp úr undankeppni!

  Ísland
  Belgía
  Albanía
  Grikkland
  Portúgal
  Rússland
  Malta
  Moldavía
  Serbía
  Finnland

  Svo sjáumst við bara kannski, við erum að fara til Noregs í fyrramálið!
  Lísa

 3. Helga skrifar:

  mín röð er svipuð, semsagt:

  Moldavía
  Slóvakía
  Finnland
  Lettland
  Belgía
  Malta
  Albanía
  Grikkland
  Portúgal
  Ísland

 4. Ýrr skrifar:

  Nokkuð gott hjá öllum! 🙂 Nema enginn spáði Bosniu Herzegovinu áfram! ….wonder why??? 😉 Hlýtur að hafa verið síðasta lagið inn.

 5. Heiða skrifar:

  Hæ! Ég var að pæla, búið þið nokkuð á Baldursgötu? Tók eftir að myndin er tekin þar, ég bý á Baldursgötu 25, rauða húsið sem sést þarna efst;)

  Frábær síða hérna hjá ykkur btw 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s