Júró-nörd dagsins / Euro-nerd of the day

Júró-nörd dagsins er Sunna Mímisdóttir.

1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? Hólí mólí… þetta er nú dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. Hold me now með Johnny Logan er eitt af þeim bestu að mínu mati. Ef ég dvel lengi við þessa spurningu enda ég sjálfsagt með 20 lög sem mér finnst vera best þannig að það er vissara að ég setji bara punkt hér.

2. Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár? Ég er mjög hrifin af lagi Azerbaijan og svo finnst mér danska lagið mjög grípandi og skemmtilegt þótt ég hafi heyrt það áður í flutningi Sting og The Police. Ég á erfitt með að gera upp á milli þessara laga.

3. Hver er uppáhalds Júróvísjon flytjandinn þinn? Úff… þessi spurning er dálítið eins og sú fyrsta. Fyrsta nafnið sem poppar upp er Sergio Dalma sem keppti fyrir Spán 1991. Svo var ég eldheitur aðdáandi Josteins Hasselgårds sem keppti fyrir Noreg 2003. Hann sjarmeraði ansi marga með frábærum flutningi og ekki spillti fyrir að ég var á keppninni í Riga og hitti hann eftir keppnina. Af íslensku flytjendunum er Eiríkur Hauksson í sérstöku uppáhaldi. Hann var helsta stjarna landsins þegar ég var 6 ára og í mínum huga var hann guð. En ég gæti haldið endalaust áfram að þylja upp uppáhalds flytjendur.

4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon-hefðir? Undanfarin ár hef ég farið í Júróvisjon-partý hjá vinkonu minni sem er jafn biluð í Júró-nördismanum og ég. Þangað koma fleiri vinir okkar, við grillum og horfum saman á keppnina. Vinir okkar eru ekki alveg jafnforfallnir aðdáendur og við þannig að eftir að hafa prófað okkur áfram með partý-þemu og leiki höfum við fundið einn leik sem allir geta tekið þátt í, hvort sem þeir vita eitthvað um keppnina eða ekki. Leikurinn felst í því að giska á röð allra laganna í keppninni. Sá sem er með flest rétt hlýtur að launum farandkórónu sem heitir Silvían og var fyrst veitt árið 2006.

Stundum hefur blandast inn einhvert landa-þema ef maður heldur með ákveðnu landi. 2008 fékk ég nafnið Kafteinn Portúgal þar sem ég hélt með þeim. Ég var með portúgalska fánann á eins og skikkju. Í fyrra hélt kærastinn minn með gríska laginu. Hann fann frauðplast heima, skellti því á hausinn á sér og sagðist vera feta ostur. Mér fannst þetta agalega fyndið og ákvað að vera í stíl við hann í partýinu. En ég hélt með Noregi þannig að ég þurfti að gera hugmyndina norska. Ég tók því fram norska ullarpeysu og brúnan pappakassa og sagðist vera norskur geitaostur. Þetta uppátæki okkar vakti mikla kátínu.

Þegar ég var yngri bjó ég mér til þá hefð að fara alltaf í Kolaportið að kaupa lakkrís. Þessi hefð varð til þegar ég og mamma fórum í Kolaportið á Júróvisjon-dag 1990 alveg sannfærðar um að Eitt lag enn myndi sigra. Við röktum svo velgengnina beint til lakkríssins og pössuðum upp á í mörg ár að halda þessa hefð.

5. Hvernær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? Fyrsta skiptið sem ég man eftir var 1986. Ég hef ekki misst úr keppni síðan.

6. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum. Gleði, húmor og skemmtun.

________________________________________________________________________________________________________

Euro-nerd of the day is Sunna Mimisdóttir

1. What is your all time favorite Eurovision song? Jiii.. this is choosing one of your children over an other. In my oppinion Hold me now sung Jonny Logan is one of the best Eurovision songs. If I start to think more about this I will probably end up choosing 20 songs so I will just stop now.

2. What is your favorite song this year? I really like the Azerbaijan song and I also think the Danish song is catcy and fun eventhough I heard it before with Sting and the Police. I have a hard time choosing between these songs.

3. Who is your all time favorite performer? Puff, this question is like the first one. The first name that pops in to my mind is Sergio Dalma that competed for Spain in 1991. I was also a big fan of Josteins Hasselgård that song the Norweigian entry in 2003. He charmed many people with his performance and it was even better that I was in Riga in 2003 and met him after the show. Of the Icelandic performers I have to say that Eiríkur Hauksson is my favorite. He was the star of Iceland when I was six years old and in my mind he was god.  I could count many more favorite performers.

4. Do you have any special Eurovision traditions? For the past years I have gone to a party at a friends house that is as much Eurovision fan as I am. More friends gather there and we bbq and watch together. Our friends aren’t as enthusiastic fans as we are so we have tested various party themes and games over the years. We have found one game that everyone can participate in eventhoug they don’t know anything about the contest. In the game everyone guess the row of the songs in the contest. The one with most rights answars wins a crown that we pass around every year. The crown is calld the Silvia and was first given in 2006.

Somtimes we have country themes, then everyone is supposed to cheer for one special country. In 2008 got to by Captein Portugal and I wore the portugees flag. Last year my boyfriend cheered for the Greek song. To prepare himself he found styrofoam and put it on his head and told everyone he was a feta cheese. I thought it was very funny and decided to do the same. I was cheering for Norway so I had to make the ide Norwegian. I found my self Norwegian sweater and brown paperbox and told everyone I was Norwegian goatcheese. Everyone thought this was very funny of us.

When I was younger I made the tradition of going to Kolaportið and buy some licorice. This tradtion came around in 1990 when me and my mother went to Kolaportið sure that Eitt lag enn (the Icelandic entry) would win. The song came 4th and we were absolutly sure that us buying licorice was their key to sucess so for many years we never forgot to go to Kolaportið and buy it.

5. When did you watch ESC for the first time? First time I remember watching it was in 1986 and I haven’t missed a contest since.

6. Describe Eurovision in three words!  Joy, humor and entertainment.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s