Dúndrandi partýstemmning í gærkvöldi

Eins og sönnum aðdáendum sæmir þá skelltum við okkur í nokkur  Júróvísjon Partý í gær. Eins og margir kannski vita þá er mikið um partýhöld hjá hinum ýmsu keppendum og en er misjafnt hvað þau leggja mikið í þau. Við hófum leik í Smugunni, opinbera júróvísjon klúbbnum hér í Osló. Þar stóðu Þýskaland og Úkraína fyrir partýi og tróðu þær Lena og Alyosha að sjálfsögðu upp. Klúbburinn opnaði klukkan níu og strax klukkan hálf tíu þegar við mættum á svæðið var troðið út úr dyrum. Alyosha byrjaði á að troða upp, hún var örugg í framkomu sinni og söng tvö lög ásamt júrvísjon framlagi sínu Sweet people. Það var þó enginn gríðarleg stemmning fyrir Alyoshu.

Hins vegar ætlaði allt um koll að keyra þegar Lena hin þýska gekk á svið. Flutti einnig tvö lög ásamt júróvísjon laginu sínu Satelitte. Mikið af Þjóðverjum voru í salnum og kunnu þeir alla textana hennar Lenu og sungu hástöfum með. Mikið var af blaðamönnum og sjónvarpsfólki sem fylgdist vel með framgangi hennar. Þrátt fyrir að Lena syngi öll sín lög á ensku talar hún litla sem enga ensku og sagði heilmikið á þýsku sem við skildum mismikið. Safura frá Azjerbaijan lét sjá sig í partýinu og kom upp á svið til að færa Lenu lukkuskeifu frá Azerbaijan að gjöf.  Eftir þessa dagskrá fækkaði í klúbbnum enda hætt að veita frítt áfengi!

Næsta partý sem við sóttum var haldið af Ísraelum í jazzklúbbi í aðalgötunni Karl Johan. Þegar þangað var komið þurftum við að bíða í röð enda aðeins um 500 manns hleypt inn á staðinn. Sem betur fer ákváðum við að bíða því þegar inn var komið tók á móti okkur geðveikt partý. Harel sjálfur söng lagið sitt ásamt einu öðru lagi. Hann lét sig þó ekki hverfa eins Lena og Alyosha gerðu að loknum flutning sínum í Smugunni. Harel lék við hvern sinn fingur, dreyfiði orkudrykkjum leyfði myndatökur, greip í dj græunar og brosti sínu fallega brosi allstaðar.

Partýið var sérlega vel heppnað og mikil stemmning á staðnum. Fyrir utan Harel tróð hinn breski Josh upp með júróvísjon lagi sínu auk hins svissneska Michal, tveimur úr litháensku hljómsveitinni InCulto og Marcin hinum pólska. Sofia hin georgíska lét líka sjá sig og söng hlut úr lagi a capella enda var hún ekki með neitt playback með sér. Hún var hress á sviðinu og hélt uppi góðri stemmningu. Lykilinn að þeirri gríðarlegu stemmingu sem var í partýinu var auk viðveru Harels klappstýran þeirra. Hún er miðaldra karlmaður sem stóð á sviðinu og söng með júróvísjonlögum frá öllum heimshornum á milli þess sem hann peppaði mannskapinn. Þetta var allveg dásamlegt áhorfs.

Það var greinilegt að í báðum partýum var mikil stemmning fyrir Íslandi og Heru Björk. Við tókum með okkur íslenska fánann og komu mjög margir til okkar til að lýsa yfir ánægju sinni með framlag Íslendinga í ár. Við vonum svo sannarlega að það skili sér í kvöld og allt þetta fólk og allir hinir kjósi Heru áfram í úrslitin!

Færðu inn athugasemd