Umfjöllun er sannarlega umfjöllun!

Hérna í Júróvisjón-landi leggja menn ýmislegt á sig til að koma sér á framfæri. Sé miðað við spár og gengi laga og flytjenda meðal blaðamanna og aðdáenda er það ósköp skiljanlegt að fólk vilji festa sig í sessi ef gengið er ekkert voðalega gott!

Keppendur hér í Osló hafa framið ýmsa fréttagjörninga. Það er náttúrulega klassískt að koma fram á mörgum stöðum og hefur t.d. úkraínski flytjandinn gert það. Hún hefur komið fram í rússneska partíinu, partíi með Heru Björk í sal sem kallast Ballroom og í kvöld verður hún í Euro-klúbbnum ásamt Lenu frá Þýskalandi. Svona krefst náttúrulega heilmikils úthalds!

Sumir flytjendanna hafa einnig verið í kynningarherferðum. Nefna má að Safura frá Azerbaídjan tók sig til fyrir keppnina og ferðaðist um Evrópu þvera og endilanga. Hennar fólk tók líka netið föstum tökum og heimasíðan hennar er á öllum tungumálum Evrópu! Hún tók m.a. upp balkanska útgáfu af laginu sínu Drip Drop með velþekktri serbneskri stórstjörnu, Zeljko Joksimovic.

Hann Míró vinur okkar frá Búlgaríu er líka í svona „last minute“-kynningarherferð. Honum er ekki spáð neitt svakalega góðu gengi og hann ákvað á síðustu stundu að bæta enskum orðum inn í lagið sitt og verður það flutt þannig. Hann frumsýndi líka nýtt myndband við lagið sem er talsvert grófara og við höfum talað um áður hér.

Hann tók sig líka til og gerði lag með króatísku keppendunum í Feminnem. Lagið má finna hér.

Stúlkunum er spáð góðu gengi og lagið þeirra nýtur frekar mikilla vinsælda hjá aðdáendum. Í partíinu þeirra í króatíska sendiráðinu var afhjúpað málverk af þeim! Það er ansi langt seilst… enda Eurovision svo sannarlega listakokteill!

Hápunktur fjölmiðlafíknarinnar hlýtur að vera hjá hvítrússnesku flytjendunum en í partíinu þeirra TRÚLOFUÐU tveir flytjendur sig!
Hvað er það???

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s