Rennt yfir fyrstu búningaæfingu

Við vorum viðstaddar fyrstu búningaæfingu fyrir fyrra undanúrslitakvöldið fyrr í dag. Að lokinni æfingunni höfðum við því séð hvernig keppninn annað kvöld mun líta út. Það var fátt sem kom mikið á óvart á æfingunni ef miðað er við undangengnar æfingar og frammistöðu á sviði í heimalandinu. Hins vegar var gaman að sjá hvernig kynnarnir plumuðu sig en í ár eru þeir þrír. Þau voru á köflum ansi væmin  en við fjöllum nánar um kynnana í færslu hér síðar.

Mikið var af fólki í höllinni á æfingunni en aðeins svæði C var opið svo það var þétt setið og staðið. Af þeim sökum sást lítið á sviðið sjálft og því erfitt að taka myndir en einnig var óheimilt að taka myndir með flassi á æfingunni.

En lítum á hvert og eitt atriði fyrir sig í þeirri röð sem þau stigu á stokk.

Moldavía– Það var mikið fjör í laginu Run away á sviðinu í dag. Saxafónleikarinn fór á kostum og söngkonan Olia Tira var mun öruggari í söng sínum en búast mátti við. Nokkur stemmning var í kringum lagið á æfingunni og fólk dillaði sér aðeins í stólunum. Söngur karlsöngvarans var heldur slakari en búast mátti við og var eini veiki bletturinn.

Rússland – Rússland kom skemmtilega á óvart með fyrstu æfingum sínum hér í Osló og nú þegar komið var að fyrstu búningaæfingu var eins og áhorfendur væru búnir að fatta grínið. Flutningur texta var skýr og gerði grínið því sterkara. Atriðið er vel útfært og kom vel út á sviði og heyrist fliss víða um salinn meðan á laginu stóð.

Eistland – Fyrir þá sem ekki hafa lagt það á sig að fletta söngvaranum Malcom Lincoln upp á netinu einhverstaðar sáu þeir hann í fyrsta skipti í dag á sviðinu og viti menn: hann er ekki með of stóran haus í alvörunni! Lagið kom ágætlega út á sviði en lítið annað gerðist en að Malcom fór um sviðið og söng og oft ekki alveg nógu vel. Hljóðið var einnig skrýtið og var eins og bakraddir væru stilltar allt of hátt.

Slóvakía – Slóvakar halda sig við trébúningana sína eins og í undankeppninni heima fyrir svo ekkert kom á óvart á sviðinu. Æfingin var fín en söngur Kristinu virtist örlítið of veikur í þessari stóru höll.

Finnland – Þegar tilkynnt var að Finnland væri næst á svið byrjðu fagnaðarlæti fyrir alvöru í höllinni. Margir klöppuðu enda nokkuð margir Finnar í salnum. Mikil stemmning skapaðist við flutning lagsins og Finnarnir sungu með. Finnsku keppendunum var klappað lof í lófa að loknum flutningi sínum og sáust nokkrir finnskir fánar á lofti meðal blaðamanna.

Lettland – Það kom endanlega í ljós í dag, þar sem þetta er búningaæfing, að hin lettneska Aisha mun syngja í stuttum náttslopp á sviðinu annað kvöld. Hún hlaut ekki mikið klapp og virtust ekki margir áhugasamir um lag hennar eða flutning.

Serbía – Aftur færðist nokkuð líf í salinn þegar Milan steig á svið og var rennslið þeirra mjög gott. Mikið var klappað fyrir serbneska hópnum að loknum flutningi þeirra og greinilegt að nokkur stemmning ríkir á meðal blaðamanna á Milan og framlagi hans.

Bosnía – Lítll áhugi var á framlagi Bosníu sem gekk þó ljómandi vel í rennsli. Það kom á óvart hvað búningar bakraddanna voru í litlu samhengi við rokkað lag þeirra Bosníumanna. Lítið var klappað í lok lagsins.

Pólland – Byrjun pólska lagsins er mjög sterk og kemur mjög vel út á sviðinu. Stígandi í laginu passar vel við sviðsframkomuna og var gaman að horfa á atriðið. Á köflum var þó dansinn eitthvað skrítinn. Marcin fékk engar glimrandi móttökur en augljóslega meira klapp en Bosníumenn fengu.

Belgía – Hann Tom fékk svolítið klapp þegar hann steig á svið og virtist sem margir kynnu að meta framlag hans til keppninnar í ár. Menn fylgdust vel með atriði hans en Tom stendur aleinn á sviðinu með gítarinn sinn og nær samt sem áður að heilla áhorfendur. Klappað var í miðju lagsins og uppskar hann mikið klapp að loknum flutningi sínum. Það kom skemmtilega á óvart að Tom er svolítið smámæltur sem greinilega hefur verið lagað í upptöku lagsins.

Malta  – Maltverjar halda sig algjörlega við það atriði sem þeir settu á svið í undankeppninni heima fyrir. Rennslið var gott en kom svolítið á óvart hvað rödd Theu hljómar öðruvísi live en í upptöku eða á youtube. Það er þó einstaklega skemmtilegt að heyra hvernig hún skiptir yfir í óperusöngstíl á köflum í laginu, einkum undir lokin. Meðal stemmning var fyrir laginu og aðeins klappað fyrir því.

Albanía –  Júliana hélt sig bæði við hárgreiðsluna og framsetningu atriði síns eins og það var heima fyrir. Rennslið var gott en ekkert sem kom á óvart eða til þess að tala um það. Júlíana og hennar fólk uppskáru meðal klapp í lokin.

Grikkland –  Mikil stemmning virðist vera fyrir Grikkjum meðal blaðamanna. Mikið var klappað þegar þeir stigu á svið og var mikil stemmning alveg frá upphafi lagsins þar sem fólk söng með OPA á viðeigandi stöðum.  Giorgos virtist þó örlítið þreytulegur, sérstaklega í röddinni sem virtist örlítið rám. Í lok lagsins var mikið klappað eftir grísku gleðina.

Portúgal – Hún Filipa er nú komin í síðkjól og stendur kyrr allt lagið. Hún söng hins vegar af meiri innlifun en heima fyrir og aðeins meira líf var í andliti hennar. Hópur Portúgala var í salnum sem fagnaði vel að loknum söng hennar sem var góður en að öðru leyti var ekki mikil stemmning fyrir lagi hennar.

Makedónía – Ekki er nóg með að makedónska lagið hafi upphaflega ekki verið gott heldur lítur út fyrir að með atriði sínu séu Makedónar að gera örvæntingafulla tilraun til að safna sér stigum. Það gera þeir ekki á aðlaðandi hátt. Gjoko sem syngur Ég hef valdið hefur fengið til liðs við sig afar fáklæddar konur sem dillar sér í kringum hann. Atriðið er í alla staði afar ósmekklegt. Í lokin fékk lagið aumt skylduklapp.

Hvíta Rússland – Hin nýtrúlofðu og restin áttu ágæta æfingu. Söngur Jakobs Frímanns yngri var þó ekki nægilega góður á sviðinu en sviðsetning er nákvæmlega eins og í myndbandinu. Nokkra kátínu vakti þegar söngkonum þrem uxu skyndilega fiðrildavængir þegar líða tók á lagið. Svolítið var klappað fyrir Hvít-Rússum við lok lagsins og ábyggilega að mestu fyrir fiðrildavængina.

Ísland – Eins og við sögðum frá strax að loknu búningarennslinu þá var mikil stemmning fyrir framlagi Íslendinga og tóku margir að klappa um leið og hópurinn steig á svið. Á meðan á laginu stóð var athyglin á sviðinu og margir stóðu upp til að reyna að sjá betur. Í lok lagsins var mikið klappað og heyrðu ánægjuhljóð víða úr salnum.

Síðar í dag mun birtast spá okkar hér á Allt um Júróvísjon um hver kemst áfram úr undankeppninni á morgun.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Rennt yfir fyrstu búningaæfingu

  1. Ýrr skrifar:

    Stelpur, þið eruð frábærar! Gaman að fá stemninguna svona „beint í æð“. Ég er að deyja úr spenningi fyrir morgundaginn!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s