Kynnar Eurovision-keppninnar!

Kynnarnir sem halda utan um keppnina í ár eru þrír og allt þaulvant sjónvarpsfólk hér í Noregi. Þetta eru þau Haddy Jalou N’je, Erik Solbakken og Nadia Hanaoui. Haddy er þekkt söngkona en jafnframt dagskrárgerðarmaður og þáttastjórnandi. Erik hefur lengi séð um barnatímann á NRK og er einnig blaðamaður. Nadia er reynsluboltinn í hópnum og hefur yfir 20 ára reynslu í sjónvarpi, í öllu nema íþróttum eins og hún segir sjálf.

Við fyrstu sýn virðast kynnarnir ekki allir líta út fyrir að vera „venjulegir“ Norðmenn. Nadia er ættuð frá Marokkó og Haddy á gambískan föður og vilja þau meina að með valinu sé verið að sýna fram á fjölbreytileika norsku þjóðarinnar. Svo séu þau mjög góðir vinir og skemmti sér stórvel á bak við tjöldin.

Það er óvenjulegt að kynnarnir séu þrír og hafa þau öll sitt hlutverk í keppninni. Nadia sér um kosninguna á öllum kvöldunum og Haddy og Erik eru mest baksviðs í græna herberginu.

Ekkert af þeim vill falla í þá grifju sem kynnar í Eurovision hafa svo oft dottið í: að fara að hrópa á sviðinu, t.d. í upphafi Hello Europe! Þau fóru einnig í sérstaka ensku- og frönskuþjálfun til að reyna að koma í veg fyrir klaufalegar villur og hreim.

Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að þau verða ögn væmin á sviðinu og á búningarennslinu voru þau dálítið stíf en það er kannski bara skiljanlegt. Þið megið engu að síður eiga von á krúttilegum Norðmanni með tveimur skvísum. Jah, það mætti svo sem líkja þessu við að Sveppi, Heiða Ólafs og Elín Hirst myndu kynna Eurovision fyrir Ísland á næsta ári! 🙂

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Kynnar Eurovision-keppninnar!

  1. Pálína skrifar:

    vá hvað það myndi aldrei gerast að Sveppi, Elín og Heiða myndu kynna saman! Myndi helst giska á Ragnhildi Steinunni, Unni Birnu og Pál Óskar! …ja eða Sigmar…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s