Fyrstu búningaæfingu lokið

Fyrsta búningaæfing af þremur fyrir fyrra undanúrslitakvödið er nú lokið í Telenor höllinni í Bærum. Æfingin var opin fyrir blaðamenn og aðdáendur með passa og var þétt setið á því litla svæði sem opið var. Búningaæfingar eru í raun rennsli á öllu saman og er þetta því eins og horfa á sjálfa keppnina.

Að vanda voru atirðin misjöfn en flestum gekk vel á æfingunni. Hins vegar var mjög mismunandi stemmning í salnum fyrir hverju og einu atriði. Hera kom sá og sigraði en hún steig síðust á svið og fékk mikið klapp bæði þegar hún kom inn og í lok lagsins og stóðu sumir upp af hrifningu. Ásamt Íslandi var mikil stemmning fyrir framlögum Finna, Serba, Grikkja og Belga.

Á myndinni hér til hliðar má sjá hluta af þeim blaðamönnum sem voru viðstaddir í dag. Ekki mátti taka myndir með flassi inni í höllinni á æfingunni sem gerði erfitt fyrir að taka góðar myndir!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s