Júró-nörd dagsins / Euro-nerd of the day

Júró-nörd dagsins er Hreiðar Már Árnason, framkvæmdastjóri  SÍF.

1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? Ég held að hvert einasta Júróvisjón-lag sé jafn afstætt og árið sem það keppir. En nokkur hafa þó hlotið óumdeilanlega hylli mína í gegnum árin og ber þar helst að nefna:

  • Athena – For real Þetta lag sem er skemmtileg blanda af ska/popp músík var framlag Tyrklands til keppninnar árið 2004. Afar líflegur og metnaðarfullur flutningur skilaði þeim í 4 sæti. Þess má til gamans geta að bandið er í dag enn eitt allra stærsta hljómsveitin í Tyrknesku tónlistar senunni og skora ég á alla sem hafa gaman af þessu að kynna sér bandið frekar. http://www.youtube.com/watch?v=FBYlEPwAFyM
  • Alf Poier – Weil der Mensch zählt Þessi furðulegi maður tók þátt fyrir hönd Austurríkis árið 2003 og fátt annað sagt en að hann hafi komið í einum tilgangi, að skemmta og tókst honum svo sannarlega ætlunarverk sitt. Alf mætti með band skipuðu pappaspjöldum ásamt 2 bakraddasöngkonum. Laginu verður líklega best lýst sem einskonar samsuðu margra afar ólíkra tónlistarstefna. Í eðli sínu er Júróvisjón skemmtiefni, og Alf kann vel að skemmta. http://www.youtube.com/watch?v=G-Qj5FVK5Cg
  • Dana International – Diva. Síðast en alls ekki síst langar mig til að telja upp dívuna Dönu. Dana Inernational (fn. Yaron Cohen)  einsog hún/hann kýs að kalla sig var framlag Ísraela til keppninnar árið 1998 og einsog flestir vita, sigurlag þess árs. Í mínum huga er margt í fari Dönu ásamt lagasmíð sem kristallar fyrir mér það sem Júróvisjon stendur fyrir. Lagið er einstaklega einfalt, jafnvel óspennandi útfærsla af klassísku Euro-popp lagi en hún skilaði sínu og vakti verðskuldaða athygli fyrir. En það sem stingur samt kannski vafalítið mest er að þarna er á ferðinni kynskiptingur frá zionista-ríki Ísraelsmanna. Án þess að hafa frekari orð um það, þá vekur það undrun mína en kátínu um leið að vita að guðhræddir Ísraelar geti komið sér saman um að fólk sem mun koma til með að brenna í helvíti megi þó fara í Júróvisjón. http://www.youtube.com/watch?v=85TkeK80koo&feature=related

2. Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár? Það verður tæplega sagt að það sé úr mörgu að velja. En lag Tyrkja hefur orðið fyrir valinu.

3. Hver er uppáhalds Júróvísjon flytjandinn þinn? Alf Poier, stutt og gott !

4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon hefðir? Ætli Júróvísjon-hefðir mínar snúist ekki aðallega um afneitun. Alveg þangað til að keppninni kemur, nema í þessu tilfelli, nýt ég þess að tala illa um keppnina og hæðast að keppendum. En þegar á hólminn er komið þá er þetta allt spurning um góðan félagsskap og afurðir Bakkusar.

5. Hvenær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? Áður en að ég áttaði mig á hugtakinu, ár eða tími.

6. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum. Gott/vont, gott.

______________________________________________________________________________________________________

Euro-nerd of the day is Hreiðar Már Árnason.

1. What is your all time favorite Eurovision song? I think that every Eurovision song is as relative as the year it competes. Over the years some song though have got my attention and of them I would like to mention these threeÞ

  • Athena – For real This song is a fun combination of ska/pop music and was the song from Turkey in 2004. The performance was very lifely and ambitious and got them to the 4th place. Some interesting point, the band is still today one of the biggest in the Turkeys music scene. I urge everyone to check this band out!  http://www.youtube.com/watch?v=FBYlEPwAFyM
  • Alf Poier – Weil der Mensch zählt This weird man competed for Austria in 2003 and it seems he had only one goal, to entertain and that he did! Alf came on stage with band made of paper along with two backing vocials. The song is combination of all kinds of music. Eurovision is entertainment and that is something tha Alf knows how to do. http://www.youtube.com/watch?v=G-Qj5FVK5Cg.
  • Dana International – Diva Last but not least I want to talk about the diva Dana. Dana International (before Yaron Cohen) as she calles herself,  competed for Israel in 1998 as most people know she won. In my mind there is lot in Dana’s song and her caracter that just is excally what Eurovision is all about. The song is simple, even uninteresting version of classic Euro-pop but she did what was needed and got what she deserved. Though it is something to think about that transsexual from the ziontist country Israel. It surprises my but at the same time makes my glad to know that god-fearing Israelis could accept to send someone to Eurovision that should according to thei belive burn in hell.
    http://www.youtube.com/watch?v=85TkeK80koo&feature=related

2. What is your favorite song this year? I can’t be said that many good songs are in the contest this year, but I have to choose the song from Turkey.

3. Who is your all time favorite performer? Alf Poier, short and simple!

4. Do you have any special Eurovision traditions? I suppoes my Eurovision traditions are all about denial. Untill the ESC starts, not this time though, I love talking ill about it and make fun of the participants. But when it all starts it is only question of good company and Bakkus’ products!

5. When did you watch ESC for the first time? Before I learnd the concept of time and year.

6. Describe Eurovision in three words! Good/bad, good.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s