Æfingar halda áfram – stóru löndin æfa!

Nú hafa öll löndin sem taka þátt í undankeppnunum náð að æfa tvisvar sinnum á sviðinu og eru orðin vel sjóuð í hreyfingum, kamerustaðsetningum og fleiru sem taka þarf tillit til. Á síðari æfingunni æfðu flestir flytjendur í þeim búningum sem þeir verða í á keppnunum en sumir hafa þó ekki enn afhjúpað klæðnað eða lokaútfærslu á sviði. Eitthvað á að koma á óvart.

Í dag fengu stóru löndin fimm, sem keppa á lokakvöldinu á laugardaginn eftir viku, að æfa í fyrsta sinn. Æfingarnar gengu misvel.

Uppáhaldið mitt, Lena frá Þýskalandi, var ágætlega örugg en lítið hefur verið brugðið út frá stíl myndbandsins, þar sem hún er ein fremst á sviðinu með nokkrar bakraddir til hliðar. Hún dansar frjálslega eins og í myndbandinu. Vonandi bregst röddin henni ekki á lokakvöldinu því að hún hefur ekkert ofsalega sterka rödd!

Spánn kom mér skemmtilega á óvart með dálítinn sirkús á sviðinu – og Lína fékk að vera með! Konseptið virðist vera að dansararnir séu ekki alveg í takt og það kemur ágætlega út. Söngvarinn er sterkur en lagið finnst mér enn vera of söngleikjalegt til að það blandi sér í toppbaráttuna.

Vonbrigðin voru með Frakkland. Nú er ég ekki sérfræðingur í dönsum og ber ekkert sérstakt skynbragð á fínan hip-hop dans. En þetta er nú algjör hörmung! Ef mér skjátlast ekki er dansinn sambland af Macarena og Saturday Night-dansinum með Whigfield, með nokkrum nýjum hip hop-sporum. Bakraddasöngkonan stóð sig heldur ekki sem skyldi og hennar hlutur er nokkuð stór í laginu.

Bretland stóð undir væntingum, hvorki gott né verulega slæmt – og Noregur verður flottur gestgjafi en ekkert mikið meira…

Eyrún Elly

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s