Spá sænsku spekinganna

Sænsku Eurovision spekirnarnir, þau Maria, Thomas, Kayo, Lena og Rene ásamt Christer þeirra ágæta stjórnanda,hafa lokið yfirferð sinni á lögum keppninnar í ár. Við höfum áður sagt frá því hvaða löndum þau spá upp úr fyrri undanriðlinum og er Ísland í þeim hópi.

Yfirferð þeirra félaga í seinni riðlinum er ekki eins afgerandi og í þeim fyrri og ekki endanlega ljóst hvaða tíu löndum þau spá áfram. Það kemur til sökum þess að þátturinn er þannig upp settur að hver og einn spekingur gefur hverju lagi stig og svo eru það stiga hæstu lögin sem komast áfram. Að þessu sinni var niðurstaðan sú að Þrjú lönd voru með 13 stig sem jafngilti því sem þurfti til að ná 10. sætinu. Þau telja því tólf lönd sem eiga möguleika á að komast áfram. Lagið sem fékk flest stig var þó afgerandi hæst í kosningu þeirra hlaut 24 stig af 25 mögulegum. Það var lagið Milim frá Ísrael.

Svona lítur spá þeirra sænsku út:

10. sæti – Gerogía, Írland og Sviss.

9. sæti – Búlgaría

8. sæti – Rúmenía

7. sæti – Litháen

6. sæti – Tyrkland

5. sæti – Danmörk

4. sæti – Armenía

3. sæti – Króatía

2. sæti – Svíþjóð

1. sæti – Ísrael.

Þau sænsku hafa einnig farið yfir löndin fimm sem keppa sjálfkrafa á úrslitakvöldinu. Stigagjöf þeirra var á þann hátt að Þýskaland fékk 20 stig, Noregur 18, Frakkland og Spánn 11 og Bretland 0. Þegar var svo búið að reikna saman hæstu stigagjöf þeirra var ljóst að samkvæmt einkunagjöf þeirra munu úrslitin í eurovision verða eftirfarandi:

4.-5. sæti Króatía

4.-5. sæti Lettland

3. sæti Þýskaland

2. sæti Svíþjóð

1. sæti Ísrael.

Það verður spennandi að sjá hversu sannspá þau sænsku verða!

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Spá sænsku spekinganna

  1. Doddi Jonsson skrifar:

    Þau spá semsagt ekki Asserbædjan áfram??? Jæja, eitthvað finnst mér speki þeirra slöpp … og einnig út af því að þau spái Lettlandi fjórða sætinu. Þ.e. skv. þeirra stigafjölda. Og ég hef enga trú á því að Svíþjóð endi svona ofarlega…

  2. Hildur skrifar:

    Það er satt Doddi, það er undarlegt að þau spái ekki Adsjerbaidjan áfram og þau voru furðulega hrifin af því lettneska. En það er spennandi að bera saman ýmsar svona spár við úrslitin sem verða!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s