Önnur æfing og móttaka í íslenska sendiráðinu!

Önnur æfing íslenska hópsins var fyrr í dag og gekk alveg glimrandi vel eins og hin fyrri. Blaðamenn hafa líkt sviðsetningunni við sviðið þegar Eurobandið keppti 2008 og það er svo sannarlega ekki fyrsta líkingin við Eurobandið, því að mjög mörgum finnst lagið sláandi líkt This Is My Life. Æfingin gekk mjög smurt og myndatakan var fín.

Á blaðamannafundinum kvaðst Hera ekki ætla láta það stíga sér til höfuðs að hún væri efst á listum aðdáenda yfir lög til að komast upp úr undankeppninni á þriðjudag. Hún sagðist bara vera ánægð með að fá að keppa fyrir Íslands hönd og þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn! Við óskum þess auðvitað að hún standi sig eins vel á keppninni sjálfri og á æfingunum!

Í gær var móttaka hjá íslenska sendiherranum í Noregi sem var vel sótt af erlendum fjölmiðlum og komust færri að en vildu. Þar steig Hera auðvitað á stokk og söng. Meðal annars lagið Knock on Wood sem þið getið litið á hér fyrir neðan:

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s