Stigagjöf aðdáenda hér á Allt um Júróvisjón!

Nú hafa 243 atkvæði fengist frá ykkur, lesendur góðir, í kosningunni um þau lönd sem komast áfram úr fyrri keppninni, 25. maí. Þessi úrslit eru algjörlega frá ykkur komin og við þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna! 🙂

Á toppnum trónir hún Hera okkar, með 16% atkvæða (38).

Síðan komast hressu dansandi Grikkjarnir áfram með 9% atkvæða (23), albanska söngdrottningin með 8% (20), Belginn hugljúfi með 8% (20) og lettneski heimspekingurinn með 8% (20). Hin grænklædda Kristina frá Slóvakíu kemst einnig áfram samkvæmt spám með 7% atkvæða (16) og 90’s danspoppið frá Moldavíu með 7% (16).

Að lokum eru það Finnland með 6% atkvæða (15) og Eistland og Serbía með 5% atkvæða hvort, eða 12 og 11 atkvæði.

Þau lönd sem sitja því heima skv. spám ykkar eru: Rússland, Pólland, Malta, Portúgal, Bosnía Hersegóvína, Makedónía og Hv-Rússland.

Endilega takið þátt í nýju könnuninni hér til hægri þar sem við spáum í síðari undankeppnina!! 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s