Fjórir dagar af æfingum – há(og lág)punktar!

Nú er lokið fyrstu æfingum allra keppenda í undanúrslitunum og önnur atrenna hafin. Það má með sanni segja að æfingarnar hafi gengið mis vel, allt frá því að vera frábærar og koma á óvart til þess að vera hreinlega falskar og leiðinlegar. Eftir fyrstu æfingarnar er ljóst að sumir hafa breytt atriðum sínum talsvert frá því sem þeir gerðu heima fyrir meðan aðrir hafa haldið óbreyttu atriði.

Eins og við höfum áður sagt frá þá gekk íslenska hópnum vel á æfingunni og atriðið kom vel út á sviðinu. Það sama má segja um króatísku stöllurnar í Feminnem en söngur þeirra var óaðfinnanlegur og atriðið greinilega vel æft.  Æfingar þeirra komu þó ekki á óvart enda eru þær Feminne- stúlkur þaulvanar að syngja saman.

Nokkur atriði komu á óvart bæði hvað varðar góða og slæma frammistöðu á æfingum. Tyrkland kom hvað mest á óvart með afar slakri æfingu en þeir félagar í hljómsveitinni maNga eru bæði reyndir á sviði og vel þekktir í poppheiminum. Söngvarinn var falskur og í vondu formi og hljóðið var ekki gott.

Þátttakendurnir frá Moldavíu komu hins vegar skemmtilega á óvart.  Sunstroke Project & Olia Tira voru hress og mikið líf var á sviðinu þar sem saxafónleikarinn fór á kostum. Auk þess var söngur þeirra mun sterkari en live video hafa gefið til kynna hingað til.

Peter og vinir hans frá Rússlandi áttu hressilega æfingu þar sem snjóaði á Peter sem var kominn úr náttfötunum sem hann flutti framlag sitt í í undankeppninni í Rússlandi. Flutningur Peter var einnig óaðfinnanlegur og búið að poppa svolítið upp á endann á laginu.

Serbar áttu einnig góða æfingu eins og við var að búast. Atriði þeirra hefur þó breyst talsvert frá því sem var í heimalandinu. Kvendönsurunum í þjóðbúningunum hefur verið skipt út fyrir tvo karldansara sem eru allt í lagi og tvo kvendansara sem dilla á sér rassinum í MTV video-stíl. Ekki alveg kannski í stíl við lagið þó. Eins mættu hinir nýju dansarar æfa sig aðeins betur að vera í takt!

Við vorm spenntar að sjá hvað Miro hin búlgarski myndi taka til bragðs á sviðinu. Í myndbandi sínu flaug hann til himins með vængi eftir að hafa safnað saman alls konar fólki með sér í gönguferð. Í myndbandi ensku útgáfunnar er hins vegar á ferðinni mikill ástarþríhyrningur þar sem ekkert er skafið utan af neinu. Miro flýgur þó hvorki til himins né setur á fót ástarþríhyrning á sviðinu. Hann hefur sér til halds og trausts fjóra dansara sem virðast aldrei hafa dansað fyrir utan dansskólann sinn. Miro átti samt fína æfingu sjálfur, söng afar vel og virtist líða vel á sviðinu.

Hér höfum við aðeins fjallað um örfáa flytjendur en hægt er að fylgjast með öllum flytjendum á æfingum bæði á vefsíðunni ESCtoday.com og á opinberri heimasíðu keppninnar eurovision.tv.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Fjórir dagar af æfingum – há(og lág)punktar!

  1. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

    Þið gleymduð klárlega bestu æfingunni og það var hjá svissneska hópnum. Sænska stelpan átti líka góða æfingu en verst bara hvað lagið er leiðinlegt og söngstíll hennar bara „æl“. Ég er ennþá sannfærðari nú en áður eftir að hafa séð Sieneke á sviðinu að Hollendingar eiga eftir að koma rosalega á óvart. Þetta er að verða mitt uppáhalds lag í keppninni. Manni langar strax út á dansgólf þegar maður heyrir í þessari einlægu söngkonu.

  2. jurovision skrifar:

    Það er satt, svisslendingar áttu mjög fína æfingu! Fjöllum kannski bara um þeirra æfingu eftir að æfingaruna tvö klárast.

    ÉG er allveg sammála þér með Hollenska lagið, mér finnst það algjört æði og á örugglega eftir að koma á óvart.

    Hildur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s