Meira um veðbankaspár – og Lena frá Þýskalandi!

Veðbankaspár sýna um þessar mundir að dregið hefur sundur með efstu tveimur löndunum, Azerbaídjan og Þýskalandi, og þeim sem á eftir koma. Samkvæmt veðbönkunum er það því barátta milli þessarra tveggja, dívunnar Safuru frá Azerbaídjan og Lenu þýsku. Eins og lesendur hafa réttilega bent á hér er þetta auðvitað bara veðbankaspá  – og alls ekki á hana að treysta í einu og öllu! En hún gefur ákveðnar vísbendingar samt sem áður, og sannir aðdáendur hafa vissulega gaman af að velta sér upp úr slíkum pælingum!

Eftir að hafa horft á æfingu hjá Safuru í gær, urðum við þó fyrir nokkrum vonbrigðum. Hún hefur fækkað hinum sterku karldönsurum og mætir með fjórar bakraddir og einn hálfberan karldansara. Hún var alls ekki örugg á æfingunni, og frekar stirð í hreyfingum. Hún klikkaði svo út með því að henda sér á hnén, sem er nú ein Eurovision-klisja! En vonandi liðkast atriðið og við sjáum stjörnu-performance á fimmtudaginn eftir viku! Hérna er m.a. hægt að horfa á Safuru æfa.

Nú gengur eins og eldur í sinu á Youtube myndbrot úr þýskum spjallþætti þar sem Lena þýska lýsir skoðun sinni á Safuru. Gott að stúlkan hefur smá húmor, það verður gaman að sjá hana á sviði! 🙂

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Meira um veðbankaspár – og Lena frá Þýskalandi!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s