Júró-nörd dagsins / Euro-nerd of the day

Júró-nörd dagsins er Ársæll Hjálmarsson.

1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? Ég er svo mikið Eurovision fan að ég get lítið gert upp á milli laganna… það væri eins og þurfa að velja uppáhaldsbarn úr barnahópnum sínum!!! En hér eru þau lög sem ég kemst ekki af að hlusta á reglulega:

  • Eres tú með Moceadades. Lenti í 2. sæti árið 1973. Hljómsveitn var þá háskólahljómsveit á Spáni sem ákvað að slá til og taka þátt í Eurovision á Spáni, þau unnu þá keppni og tóku þátt í Luxembúrg. Lúxembúrg vann það árið með lagið Tú te reconnetrais sem Anne-Marie David söng.
  • Svo finnst mér Poupé de cire, Poupé de son algjört æði. France Gall braut blað í sögu Eurovision með þessu lagi 1965. En áður hafði tónlistin verið nánast lyftutónlist!! Poupée de cire, poupée de son var mun rokkaðra og fjörugra en fólki fannst við hæfi. Samt sem áður fannst dómnefndinni það skara framúr.
  • Diggy-Loo, Diggy-Ley er bara stuðlag sem ég get ekki sleppt að hlusta á reglulega. Enda elsta minning mín frá Eurovision að sjá þá Herrey’s bræður dansa og syngja í gylltum skóm og rauðum, grænum og bláum silkiskyrtum! Eitt af eftirminnilegustu vinningslögum að mínu mati.
  • Stop með Omar Naber frá Slóveníu er líka eitt allra besta lag sem ég hef heyrt í keppninni. Fallegur söngur, magnþrungið undirspil, gott samspil klassískrar og nútímatónlistar. Fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri þetta lag… fannst skrítið að hann komst ekki einu sinni áfram.
  • Un, deux, trois með söngkonunni Catherine Ferry er líka æðislegt. Lagið keppti 1976 í Hollandi og lenti í 2. sæti.
  • Að lokum finnst mér lagið Dile que la quere með David Civera frá 2001 æðislegt. Civera er geggjaður söngvari og mjög virtur sem slíkur á Spáni.

2. Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár? Mér finnst keppnin í ár skara framúr hvað leiðinleg lög varðar. Það verða ansi margar og langar pissupásur í ár. Mér finnst hins vegar Þýskaland vera með æðislegt lag og tími kominn á að Þýskaland vinni. Eins finnst mér Grikkland vera með mjög einfalt og grípandi lag. Svo getur þetta allt breyst á keppninni sjálfri þar sem sviðsframkoma getur gert svo mikið fyrir lögin.

3. Hver er uppáhalds Júróvísjon-flytjandinn þinn? Omar Naber frá Slóveníu!! Lagið hans Stop gaf mér gæsahúð sem mjög fá Eurovision-lög gera. Svo er líka hann David Civera í uppáhaldi ásamt Beth sem söng Dime 2003 fyrir Spán.

4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon hefðir? Þar sem keppnin hefur breyst undanfarin ár þá hafa hefðirnar breyst líka. Fyrsta undankeppnin: Maður vaknar og hugsar um lögin í keppninni allan daginn og spyr sig hver eigi möguleika á að komast áfram. Allan daginn er ég raðandi í hausnum á mér hver fer áfram og hver ekki. Svo kíkir maður trilljón sinnum inn á esctoday.com til að sjá hvort að það séu einhverjar nýjar fréttir, einhver skandall eða bara eitthvað djúsí. Borða svo um 5 eða 6 leytið til að vera alveg örugglega búinn að borða… svo er skrjáf í sælgætispokum BANNAÐ á mínu heimili. Ég vil geta heyrt í lögunum!!!! Sama gerist um næstu undankeppni en á lokakvöldinu þá er farið í sturtu og gert sig fínan fyrir keppnina. Svo situr maður með blað þar sem maður gefur hverju lagi fyrir sig stig frá 1-8, 10, 12. Þegar koma auglýsingar fyrir stigagjöfina þá reiknar maður út hvaða þjóðir fengu flest stig frá öllum á staðnum og svo er hringt og kosin 3 efstu lögin!!

5. Hvenær horfðirðu í fyrsta skipti á Júróvísjon? 1984 er fyrsta keppnin sem ég sá, en það var í raun bara endurflutningurinn af sigurlaginu þar sem ég var 7 ára og upptekinn að vera úti að leika mér. 1985 var sama upp á teningnum hjá mér sá eitt og eitt atriði. 1986 horfði ég í fyrsta skiptið á alla keppnina, enda orðið svo mikið hype að Ísland væri að taka þátt í fyrsta skipti. Ég man að DV hafði sett heilopnu í DV með keppendum ársins og ég og systir mín fórum yfir listann og við bentum bæði á Söndru Kim og sögðum að hún myndi vinna… af því hún væri yngsti keppandinn! Viti menn… hún vann og eftir það varð maður húkkt á keppninni og geta spáð fyrir um mögulegan vinningshafa.

6. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum. Glamúr, hallæri og Johnny Logan!!

Euronerd of the day is Ársæll Hjálmarsson.

1. What is your all time favorite Eurovision song? I really can’t pick one, I’m such a fan! It’s like choosing between your children! I listen frequently to the Spanish Eres tú (1973), Poupé de cire, Poupé de son (1965), the memorable Diggy-Loo, Diggy-Ley, Stop with the Slovenian Omar Naber, Un, deux, trois (1976) and Dile que la quere (2001).   

2. What is your favorite song this year? Although I think there are a lot of bad songs this year Germany has a good song and it’s time they win. I also like Greece’s simple and catchy tune. But this can of course change on the night of the contest.

3. Who is your all time favorite performer? Omar Naber from Slovenía!! His song, Stop, gave me the rare goose-bumps! But also David Civera with the Spanish Beth who sang Dime 2003.

4. Do you have any special Eurovision traditions? I wake up on the day of the competition and reflect on the songs. Check esctoday.com a million times to see the latest news. I want to listen to the songs so any ruffle in plastic candy wrappers is strictly forbidden! At the Finals I vote myself for each song, points from 1-8, 10 and 12. And then I call and vote for my top 3!

5. When did you watch ESC for the first time? 1984 I saw for the first time the re-run of the contest. 1986 I saw Eurovision in whole for the first time. Then it was a big hype in Iceland. One of the local newspapers printed pictures of all  the contestants and me and my sister both pointed at Sandra Kim and said that she would win… because she was the youngest!! Since then I’ve been hooked!

6. Describe Eurovision in three words! Glamur, tacky and Johnny Logan!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s