Yfirferð laga 2010 VI

Holland – Ik Ben Verliefd (Sha-la-lie) í flutningi Sieneke

Hildur segir: Holland hefur ekki verið sigursælt í Eurovision, né yfir höfuð gengið vel undanfarin ár og svo virðist sem Eurovision sé bara ekki yfir höfuð neitt vinsælt meðal Hollendinga því það er ekki fyrr en núna árið 2010 að hollenska framlagið kemst á topp vinsælda lista í heimalandinu! Mér finnst það ekki skrítið að framlagið sé á toppnum í ár enda er þetta allgjör snilld! Lagið er gamaldags Geirmundarsveifla sungin af 18 ára gamalli söngkonu sem lítur út fyrir að vera 35 ára frekar en 18ára! Þar að auki er sungið á hollensku sem gerir hinn  gamaldags anda sem svífur yfir laginu enn meiri. Lagið er gleðilegt og með hrikalega katsí viðlagi sem ég fæ iðulega á heilann. Ofan á allt saman eru bakraddirnar alveg dásamlegar, hreyfingarnar sem þær gera eru eins og upp úr handbók fyrir klisjukenndar bakraddahreyfingar og þær gera  þær allar!! Þetta er klárlega mikil snilld og ég er þess fullviss að Evrópa fíli þessa endurkomu hins gamla í keppninni og spái Hollendingum áfram.

Eyrún segir: Í ár senda Hollendingar mjög svipað lag og lagið 2009, þegar De Toppers sungu Shine með ljósið í lófunum. Það er greinilegt að Hollendingar hafa fengið annað viðhorf til keppninnar og sumir gætu kallað þetta ástand þeirra Eurovision-fýlu. En þeir eru þó allavega með og lagið Ik ben verliefd er svo sannarlega einstakt! Lagið er samið af Pierre Kartner sem hefur unnið sér til frægðar að semja Strumpalagið!! Lagið er gamaldags swing og þeir sem fíla það segja það vera Bobbysocks 21. aldarinnar og mjög „back to basics“! Ég vil nú ekki taka undir það og finnst þetta eitt af kjánalegri og leiðinlegri lögum síðari ára í Eurovision. Ég get ekki einu sinni horft á myndbandið sökum kjánahrolls! Þetta er því sannarlega eitt af Skelfing eða Snilldar-lögum ársins. En ég spái því ekki áfram!

Rúmenía – Playing With Fire í flutningi Paulu Seling & Ovi

Hildur segir: Mér finnst eitthvað ekki skemmtilegt eða ekki passa við þetta lag. Rúmenar bjóða hér upp á eins og svo oft áður, hressilegt europopp en ég verð að segja að það hefur oft verið betra en í ár. Myndbandið er skemmtilegt að hluta en þegar tölvuleikjapersónur þess fara í skotbardaga hætti mér að finnast þetta skemmtilegt. Útsetning lagsins og flutningurinn er góður í myndbandi og upptöku en þegar hlustað er á þau live finnst mér ekki vera það sama upp á teningjum. Flytjendunir tveir, þau Paula og Ovi, eru fölsk á köflum og bara alls ekki sami kraftur og í upptökunni. Ég held því miður að Rúmenar sitji eftir í ár.

Eyrún segir: Ég var himinlifandi að Páll Óskar fílaði rúmenska lagið í ár því að ég fíla það í botn. Þau eru þó vissulega falskari á sviði en í útgefna laginu en hversu hresst er það að hafa tvöfalt píanó á sviðinu??! Lagið er létt og grípandi, sérstaklega byrjunin og ég er viss um að sviðsframkoman verður skemmtileg. Held að Rúmenía komist áfram!

Slóvenía – Narodnozabavni Rock í flutningi Ansambel Žlindra & Kalamari

Hildur segir: Slóvenar reyna í ár að blanda saman rokki og þjóðlögum með afar vondum hætti. Lagið er svo leiðinlegt að maður bara veit ekki hvaðan á mann stendur veðrið. Hugmyndinn um að setja fram sæta stelpu í þjóðbúning (með rödd sem fer óskaplega í taugarnar á mér) og ofurglaðan hallærisrokkara er bara alls ekki að virka. Slóvenar verða örugglega í síðasta sæti í þessum riðli.

Eyrún segir: Þetta lag er hreinlega of leiðinlegt. Það hafa svo margir reynt að blanda saman þjóðernislegum tónum og rokki – OG ÞAÐ HEFUR ALDREI VIRKAÐ Í EUROVISION… húff… bara slæmt, sorrí Slóvenía!

Írland –  It’s For You í flutningi Niamh Kavanagh

Hildur segir: Niamh er komin aftur í Júróvísjon! Hún hefur áður tekið þátt og unnið með ballöðunni In your eyes á 10. áratugnum.  Í ár flytur hún einnig ballöðu sem mér finnst miklu skemmtilegri en sú sem hún sigraði með. Það er samt eitthvað voðalega líkt með þessu lagi og framlagi Norðmanna í ár að minnsta kosti á köflum. Lögin eru jú gerólík þó að bæði séu ballöður en það er einhver hljómagangur sem er ofsalega líkur á köflum. Niamh syngur lagið mjög vel og flutningurinn verður án efa fölskvalaus á sviðinu.  Ég held að Niamh sé með ballöðu þessa kvölds og komist því örugg áfram í úrslitin.

Eyrún segir: Mér leist fyrst ekkert á að gamall sigurvegari væri mættur aftur – sérstaklega Íri sem söng lag sem enginn man eftir! 🙂 En lagið hennar Niamh vex sannarlega við hverja hlustun. Lagið er yndislega írskt en látlaus og falleg ballaða. Hún er mjög professional söngkona með fallega rödd og á sannarlega ekki eftir að sjokkera neinn (ekki eins og Charlotte Pirelli gerði þegar hún mætti aftur í Eurovision óþekkjanleg). Írar eru nokkuð öruggir áfram, held ég.


Búlgaría – Angel Si Ti í flutningi Miro

Hildur segir: Það er eitthvað við þetta lag sem fékk mið til að fíla það alveg frá fyrstu hlustun.  Lagið byrjar á laglínu þar sem eingöngu er sungið á a-ið þ.e. enginn texti. Þessi laglína er gegnum gangandi í gegnum lagið og er alveg hrikalega grípandi. Þegar laginu lýkur langar mig alltaf að það sé aðeins lengra svo ég geti heyrt þessa línu einu sinni enn. Búlgarar eru metnaðarfullir í ár með myndband sem mér finnst skemmtilegt þó ég skilji það ekki allveg. Nýja myndbandið þeirra er reyndar öllu klikkaðara en það er önnur saga. Miro syngur mjög vel og það er síður leiðinlegt að horfa á hann svo ég held að með því og þessari grípandi laglínu sé lagið bókað áfram í úrslitin.

Eyrún segir: Búlgarar ætluðu að gera góða hluti í ár eftir skandalinn með Krassimír í fyrra. Góður söngvari, Míró, var fenginn til að syngja popp-ballöðuna Þú ert engill (Angel si ti). Þrátt fyrir mikla kynningarherferð hefur Míró þó ekki verið að skora hátt hjá aðdáendum. Því greip kynningardeildin inn í og smellti nokkrum enskum setningum inn í lagið og tilkynnt hefur verið að lagið verði þannig á sviðinu. Míró gaf lagið einnig út á ensku og nýtt og sláandi myndband var gert til að höfða til yngri hóps. Nú skulum við sjá hvað verður gert á sviðinu. Búlgarar hafa ekki verið alveg jafnfarsælir í keppninni og aðrir nágrannar þeirra og sátu t.d. eftir í fyrra. Lagið er ágætt en sviðsframkoman verður eitthvað skrautleg, það þori ég að veðja. Ég hef annars ekki trú á að lagið eitt og sér komi Míró í úrslitin.

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Yfirferð laga 2010 VI

 1. jurovision skrifar:

  Hún hlýtur að fást á sama stað og handbókin fyrir lélegar dansrútínur. Örugglega í næsta rekka við Allt um asnalega sviðsmuni og props! 😉

 2. Doddi skrifar:

  Hollendingar hafa náttúrlega unnið keppnina fjórum sinnum (ekki síðan 1975 að vísu) en teljast þar af leiðandi vera með sigursælli þjóðum í sögu keppninnar (svona eins og Liverpool er eitt sigursælasta liðið í enska boltanum, þó svo að meistaratitillinn hafi ekki komið þangað í 20 ár).

  Ég veit ekki með Holland – hvort það komist áfram – er ansi hræddur um ekki. Í þessari yfirferð hjá ykkur myndi ég kjósa Rúmeníu, Írland og Búlgaríu áfram.

 3. jurovision skrifar:

  Það er alveg rétt hjá þér Doddi, takk fyrir ábendinguna. Hins vegar eru fjórir sigrar ekki mjög mikið fyrir þjóð sem hefur tekið þátt frá 1956 🙂 En þeir eru vissulega sigursælir!

 4. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

  Ég verð að taka undir með Páli Óskari varðandi Hollenska framlagið. Í þessu ótrúlega leiðinlega ári þá er þetta algjörlega ljós í myrkri. Sýnist hún Sieneke líka vera nokkuð öruggur flytjandi. Skemmtilegasta og frumlegasta stuðlagið í lengri tíma. Á Rás 2 með það takk fyrir 🙂

 5. Doddi skrifar:

  Ég skil ekki hvað margir eru að tala um „ótrúlega leiðinlegt ár“!!! Auðvitað er þetta mismunandi smekkur en eftir hverju dæma menn?

  Belgía: Þó svo að ég hafi verið smá hrifinn af Elvisnum í fyrra þá eru flestir á því að lagið í ár sé betra.
  Hvíta-Rússland: Illskárra í ár held ég nú!
  Svíþjóð: persónulega fannst mér lagið í fyrra betra en nú en almennt virðast flestir á því að sænska lagið í ár sé æðislegt.
  Armenía: betra í ár finnst mér.
  Sviss: betra í ár.
  Tyrkland: miklu betra í ár.
  Ísrael: stórkostlega miklu betra í ár.
  Búlgaría: betra í ár!
  Ísland: ég reita lögin álíka …
  Rúmenía: í ár miklu betra (Balkan girls vs. Playing with fire …? Ekki spurning!)
  Finnland: skemmtilegra í fyrra.
  Portúgal: skárra í ár finnst mér.
  Malta: skárra í fyrra.
  Bosnía: betra í fyrra.
  Króatía: frábærlega betra í ár.
  Írland: mun betra í ár.
  Serbía: skárra í ár.
  Noregur: æði í fyrra, frábært í ár… 2009 hefur vinninginn hér sennilega.
  Slóvakía: mun betra í ár.
  Danmörk: betra í ár.
  Asserbædjan: betra í ár.
  Úkraína: betra í ár.
  Eistland: betra í fyrra.
  Holland: betra í ár.
  Bretland: skárra í fyrra.
  Spánn: betra í fyrra.
  Frakkland: betra í fyrra.
  Rússland: betra í ár.
  Þýskaland: miklu miklu miklu betra í ár.
  Man ekki fleiri lönd í bili…

  En ég skil ekki af hverju þetta þykir svona slappt ár. Ef eitthvað er, þá er þetta framför. Æðisleg skemmtun auðvitað og mun mun mun mun meiri spenna í ár.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s