Hera efst í undanriðlinum skv. OGAE-kosningu!

Úrslit í OGAE-kosningunni liggja nú fyrir. Að þeirri kosningu koma meðlimir allra opinberu aðdáendaklúbbanna (OGAE) í hverju landi fyrir sig.

Í fyrri undanriðlinum er Hera Björk okkar efst með 51 stig, en það þýðir að hún kemst að öllum líkindum beint í úrslitin!

Á eftir henni fylgja Serbía, Moldóva, Belgía, Grikkland, Albanía, Slóvakía, Finnland, Hvíta-Rússland og Bosnía Hersegóvína. Þau lög sem OGAE spá því að sitji eftir með sárt ennið eru Malta, Lettland, Rússland, Eistland, Portúgal, Makedónía og Pólland í þessari röð.

Í síðari undanriðlinum situr hún Safura frá Azerbaídjan á toppnum en Danmörk fylgir fast á hæla henni. Síðan koma Tyrkland, Armenía, Króatía, Írland, Ísrael, Rúmenía, Svíþjóð og Georgía. Þau lönd sem ekki komast áfram skv. OGAE eru Búlgaría, Sviss, Kýpur, Litháen, Holland, Úkraína og Slóvenía.

Mikið væri nú gaman ef úrslitin yrðu eftir þessu! 🙂

3 athugasemdir við “Hera efst í undanriðlinum skv. OGAE-kosningu!

  1. Doddi skrifar:

    Sem Íslendingur yrði ég ofboðslega stoltur að sjá Heru sigra undanriðilinn og komast áfram. Sagan segir hins vegar að OGAE vinsældir tryggi ekki lag áfram – við Íslendingar ættum að minnast „yfirburða“ Selmu 2005 þegar hún á ESCToday var efst í kjörinu en komst svo ekki áfram.

    Sjálfur myndi ég spá 2-3 breytingum á þessum lista yfir þau lönd sem kæmust áfram. Ég er ekkert viss um að Finnland og Hvíta-Rússland komist áfram og held að Bosnía sé í smá hættu líka. Rússarnir eru með ömurlegt lag en ég held að þeir komist áfram. Annað hvort Eistar eða Lettar hljóta líka að komast áfram. – Í seinni riðlinum myndi ég halda að Úkraína gæti komist hærra og mögulega áfram, en hvaða lög ættu að sitja eftir? 🙂 Eru Danmörk og Svíþjóð svona rosalega algjörlega örugg áfram? Ætli Danir geti mögulega fengið sömu örlög og Ísland 2005? Seinni riðillinn er miklu meiri hausverkur að spá í, en sannarlega er þessi OGAE spá skemmtileg á að líta.

  2. jurovision skrifar:

    Jújú, þetta er náttúrulega bara spá aðdáenda! Þetta veltur allt á lokakvöldinu! Það kæmi mér ekki á óvart ef Danmörk lenti harkalega eftir að hafa verið hafin svona til skýjanna! Og það er rétt, seinni riðillinn er dálítið óskrifað blað. Er sammála þér með Hvíta-Rússland, Finnland og Bosníu. Að mínu mati ættu þau að vera mun neðar. Rússarnir verða bókað mun ofar og Lettar og Maltverjar líka (vona ég) 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s