Fyrsti í Júróvisjón! :)

Nú er hópurinn kominn út til Oslóar og fyrsta rennsli á Je ne sais quoi verður á morgun, mánudag. Kl. 16:15 að staðartíma verður sumsé atriðið frumflutt en búningarennslið verður á mánudag eftir viku! Við ætlum að sjálfsögðu að fylgjast vel með!  Í dag hefjast fyrstu æfingar listamannanna og nú þegar hafa fyrstu æfingar þeirra þjóða sem eru snemma á fyrra undankvöldinu farið fram. Hægt er að skoða klippur af æfingunum á síðu keppninnar og það getur verið skemmtilegt fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá atriðin í keppninni. Atriðin eiga nefnilega að vera tilbúin með öllum hreyfingum og staðsetningum á sviði.

Hvet ykkur til að kíkja á eurovision.tv þar sem hægt er að fylgjast mjög vel með öllu!

Í kvöld verður svo Euro-klúbburinn opnaður en þar troða listamennirnir upp og aðdáendur og blaðamenn hittast og skemmta sér. Euro-klúbburinn er staðsettur í Smuget, Rosenkrantzgate 22, í hjarta miðbæjarins í Osló rétt við þinghúsið. Þangað geta allir með Eurovision-passa eða OGAE-skírteini farið.

Eftir rétta viku förum við síðan út, Eyrún og Hildur, sem Eurovision-bloggarar og munum fjalla um keppnina á meðan. Að sjálfsögðu viljum við líka gefa ykkur lesendum tækifæri á því að kynnast því sem gerist baksviðs og fyrir utan keppniskvöldin sjálf, sjá aðdáendurna og blaðamennina og flytjendur þegar þeir eru ekki á sviði! 🙂

Þið verðið því að fylgjast vel með!

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Fyrsti í Júróvisjón! :)

  1. Halla Rún Tryggvadóttir skrifar:

    Þið talið um Eurovision passa og OGAE-skírteini, getur maður fengið sér svoleiðis? Er sko á leið til Oslóar til að horfa á keppnina:) Hlakka mikið til:)

  2. jurovision skrifar:

    Eurovision-passar eru fyrir blaðamenn, aðdáendur og bloggara sem sóttu sérstaklega um þá á eurovision.tv. OGAE-skírteini eru fyrir skráða meðlimi í opinberum aðdáendaklúbbum Eurovision sem starfandi eru. Því miður er enginn slíkur á Íslandi – ennþá! Við stefnum að því að stofna klúbb hér með fulltingi íslenskra aðdáenda og þá verður hægt að nálgast svona skírteini hér! Vonandi hittum við þig í Osló, Halla! 🙂

  3. Inga skrifar:

    Góð síða hjá ykkur. Er daglegur gestur hér:) hlakka til að lesa bloggin frá Osló:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s