Júró-nörd dagsins/Euro-nerd of the day!

Júró-nörd dagsins í dag er Hildur Magnúsdóttir, líffræðingur.

1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra! Ég held að ég verði eiginlega að fá að velja heila keppni sem mitt uppáhald og það er sko Júróvisjon 2000. Þá fannst mér vera svo mörg skemmtileg lög, íslenska lagið það árið var hresst (Tell me með Telmu og Einari Ágústi), sænska  (The spirits are calling my name) með Roger Pontare , danska  (Fly on the wings of love með Olsen bræðrum)  og eistneska lagið (Once in a lifetime með Ines)  voru mjög eftirminnileg.  Sem og franska lagið og og og, æi, þau voru bara öll eitthvað svo frábær!

  2. Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár? Sænska og þýska lagið eru eiginlega að berjast um fyrsta sæti hjá mér þetta árið. Ég dýrka Satellite með hinni þýsku Lenu, finnst þessi breski Kate Nash-fílingur í laginu mjög flottur en ég held að hið sænska This is my life með Önnu Bergendahl eigi vinninginn í ár, hjá mér alla vega! Finnst það eitthvað svo einlægt og skemmtilegt og ég fíla röddina í henni og finnst frábært að sjá hana syngja á sviðinu með kassagítarinn.

   3. Hver er uppáhalds Júróvísjon flytjandinn þinn? Það eru svo margir flytjendur á hverju ári! Ætli Chiara frá Möltu standi ekki upp úr, hún syngur mjög vel og svo hefur hún tekið það oft þátt að maður man vel eftir henni. Samt er ég nú yfirleitt mest fyrir hressari lögin og grísku lögin höfða mjög oft til mín.

   4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon hefðir? Ég horfði mikið á Júróvisjón með foreldrum mínum og systkinum á yngri árum. Við gáfum alltaf hverju lagi stig og athuguðum hvaða lag hefði unnið hjá okkur.  Eftir að ég „fullorðnaðist“ hafa þessar hefðir minnkað en ég horfi alltaf á Júróvisjón og þá yfirleitt með dóttur minni sem dýrkar að sjálfsögðu keppnina og stundum með foreldrum mínum líka.

   5. Hvernær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? Man ekki nákvæmlega hvenær það var en geri ráð fyrir því að það hafi verið fylgst með Júróvisjón á mínu heimili frá því að Ísland fékk að vera með. Mig dreymdi oft um að syngja í Júróvisjón og setti mér einhvern tímann það markmið að læra nógu mörg tungumál til að geta skilið öll tungumálin sem sungið var á í keppninni… er ekki enn þá búin að ná því takmarki þrátt fyrir allan þann fjölda sem syngur á ensku þessa dagana…

   6. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum. Flott, skemmtileg, fjölbreytileg!

   Euro-nörd of the day is Hildur Magnúsdóttir, biologist.

   1. What is your all time favorite Eurovision song? It is really difficult to pick one! I would have to choose my favorite contest the contest in 2000. It had so many great songs; the Icelandic  (Tell me with Telma and Einar Ágúst), the Swedish  (The spirits are calling my name with Roger Pontare) , the Danish  (Fly on the wings of love with the Olsen-brothers)  and the Estonian song (Once in a lifetime with Ines) – they are all memorable. And also the French – they were just all so great!

   2. What is your favorite song this year? I am torn between the Swedish and the German song.  I love Satellite with Lena the German, and I think the Kate Nash-feel of the song is very nice but I think the Swedish This is my life with Anna Bergendahl is number one this year, at least with me! It’s so sincere and fun and I like her voice and her standing on stage with her guitar.

   3. Who is your all time favorite performer? They are so many each year! I think Chiara from Malta is my all time favorite, has a great voice and has taken part so often that you remember her! I usually go for the up beat tempo songs and the Greek songs are usually my cup of tea.

   4. Do you have any special Eurovision traditions? I used to watch Eurovision with my parents and siblings when I was young. We would keep score and each give our favorite song our votes. After I „grew up“ I always watch and usually with my daugther which of course loves Eurovision and sometimes with my parents too.

   5. When did you watch ESC for the first time? I don’t remember exactly but we used to watch Eurovision ever since Iceland could participate. I dreamt of singing in the competition and made it my goal to learn enough foreign languages to understand all the languages sung in Eurovision! But I haven’t yet reached that goal inspite many countries now sing in English…

   6. Descripe Eurovision in three words! Fantastic, fun and diverse!

   Færðu inn athugasemd

   Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

   WordPress.com Logo

   You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

   Twitter picture

   You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

   Facebook photo

   You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

   Google+ photo

   You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

   Tengist við %s