Júró-nörd dagsins / Euro -nerd of the day

Í dag störtum við nýjum lið hér á síðunni okkar sem kallast Júró-nörd dagsins.  Fram að keppnninni sjálfri munum við birta reglulega svör júróvísjon áhugafólks við sex spurningum sem við höfum lagt fyrir þau.

Fyrsti Júró-nördinn er Ýrr Geirsdóttir, tölvunafræðingur.

1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? Waterloo – klárlega! Hin fullkomna júró-uppskrift: Abba, diskó og geggjaðir búningar!

2. Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár? Vanalega er ég hrifnari af „hressu“ lögunum en í ár eru það krútt ballöðurnar sem heilla mig! Einlægu krúttin í sænsku poppballöðunni og belgíska gítarslagaranum ná að heilla mig upp úr skónum!

3. Hver er uppáhalds Júróvísjon flytjandinn þinn? Konan sem hoppaði og skoppaði óð um sviðið í villimanna búningi, blés varla úr nös og söng kröftuglega allan tímann. Það mun vera Ruslana sjálf, sigurvegari 2004. Þvílíkur „performer“!

4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon hefðir? Nei, engar sérstakar hefðir skapast á mínu heimili kringum keppnina…aðrar en að ég má alls ekki missa af keppninni! Systir mín vann miða fyrir tvo á keppnina í Finnlandi 2007 en ég komst því miður ekki með vegna barneigna. Ég var að vonast til að það yrði að hefð að hún myndi vinna miða en það gerðist víst ekki… (bömmer!!)

5. Hvernær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? Fyrsta skiptið sem ég man eftir var þegar ég var 10 ára. Ég bjó með foreldrum mínum í Svíþjóð á þessum tíma og við vorum í vorferðalagi Íslendingafélagsins þessa helgi. Það voru allir (fullorðna fólkið) með stórar yfirlýsingar um að nenna ekki að fylgjast með þessari leiðinda söngvakeppni en að sjálfsögðu gat enginn staðið við það. Hver einasti íslendingur á svæðinu fylgdist spenntur (og stoltur) með og við vildum öll vera jafn hamingjusöm og Sigga og Grétar í Stjórninni! Þetta var semsagt árið 1990.

6. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum! Fjölbreytni, glimmer og GLEÐI!

_________________________

Today we start a new thing here on All about Eurovision in Iceland. It is called The Euro nerd of the day. Untill the big night in Oslo we will regularly ask eurovision enthusiasts six question and publish their answares. The first euro-nerd is Ýrr Geirsdóttir.

1. What is your all time favorite Eurovision song? Wtaterloo – no doubt! It is the perfect Eurovision combo: Abba, disco and fantastic costums!

2. What is your favorite song this year? Usually I like the upbeat song best but this year are the cute ballads that gets to me! The honest and true hearted girl in the Swedish song and the Belgian guitarplayer charm my away!

3. Who is your favorite performer in Eurovision? The women that jumped a bounced around the state in savage costume while singin and didn’t seem to have trouble with it at all! Of course I am talking about Ruslana, the winner of 2004 Eurovision. What a performer!

4. Do you have any Eurovision tradition? No, no special tradition are around ESC in my home other than I can miss it! My sister won two tickets to Helsinki in 2007 but I couldn’t go then. I was hoping that it will be a tradition that she will win tickets every year but unfortunately  that hasn’t happen……

5. When did you first watch Eurovision? I remember watching for the first time when I was 10 years old. I lived with my parents in Sweden at that time and we were travelling with other Icelanders on the Eurovision weekend. All of the grownups said they wouldn’t watch that stupid competition but in the end everyone were glued to the screen watching Sigga and Grétar take the 4th place!

6. Describe Eurovision in three words! Diversity, glitter and JOY!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s