Yfirferð laga 2010 IV… komnar í seinni undanúrslitin

Hvíta-RússlandButterflies í flutningi 3+2

Hildur segir: Hér er mættur tvífari Jakobs Frímanns á yngri árum með fjóra aðra söngvara með sér í ljúfri Disney-ballöðu. Ballaðan er einkar hugljúf og fallega útsett og þau eru agalega falleg fólkið sem flytur. Smá kynjamismunun er þó í gangi þar sem aðeins karlmennirnir í þessum kvintett fá að syngja einsöng! Ég hefði haldið að það hefði gert ballöðuna sterkari að láta að minnsta kosti eina af þremur konunum syngja smá ein. Þær radda hins vegar afskaplega vel í viðlaginu. Það er alveg dásamlegt þegar söngflokkurinn leysist upp í fiðrildi á sviðinu! Hvít-Rússar hafa allt frá því þeir tóku fyrst þátt stefnt að því að vinna keppnina og í ár er engin undantekning á því; allt er lagt í sölurnar! Ég spái Hvít-Rússum áfram upp úr riðlinum þó að ég sé þess ekki viss að þeir muni vinna keppnina frekar en fyrri daginn!

Eyrún segir: Euro-spekingarnir okkar kölluðu hvítrússneska lagið Disney-legt. Það má alveg taka undir það. Það er allavega nóg af væmni og fiðrildum í myndbandinu! 🙂 Heiti söngflokksins kemur til af því að hann skipa þrjár stúlkur og tveir piltar. Þau hittust öll í þáttunum New Voices of Belarus (nokkurs konar Idol) og voru valin í þættinum Musical Court til að flytja lag Hv-Rússlands. Reyndar var fyrsta val annað lag; Far Away. Því var svo skipt út fyrir Fiðrildalagið mikla. Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að ég fíla ekki svona óperugutl í Eurovision, það þarf e-ð svo lítið til að það verði kjánalegt og þetta finnst mér bara vera pínu kjánalegt. Held að það komist ekki áfram!


Ísland Je Ne Sais Quoi í flutningi Heru Bjarkar

Hildur segir: Ég spái Íslandi að sjálfsögðu áfram í keppninni í ár. Hera og flokkurinn hennar hefur allt með sér, hressilegt lag (sumir segja þó kannski aðeins of formúlulegt), pottþéttan flutning og gríðarlega útgeislun. Og síðast en ekki síst eru þau síðust á svið á eftir þremur rólegum lögum.  Ég segi svo bara ÁFRAM ÍSLAND!

Eyrún segir: Oooog þá er það Hera Björk! Lagið er náttúrulega hresst og skemmtilegt og útgeislunin mælist í 300 km radíusi! Við komumst heillangt á því! Við erum síðust á svið og Portúgal, Makedónía og Hvíta-Rússland á undan okkur sem vinnur með okkur (öll frekar róleg/leiðinleg). Það er þó aðeins búið að breyta kosningafyrirkomulaginu þannig að nú má kjósa eftir hvert lag og það er spurning hvað verður um lögin sem eru þá síðust á svið! Við komumst áfram úr riðlinum, sérstaklega ef tekið er mið af spám aðdáendaklúbba þar sem Hera er í 7.-8. sæti! Go Hera!! 🙂


Litháen – East European Funk í flutningi In Culto

Hildur segir: Jæja það hlaut að koma að því að eitthvað smá grín kæmi í keppnina í ár. Sumir kalla lagið flipp en ég vil frekar meina að hér sé smá grín og glens í gangi frekar en flipp enda margt ólíkt með þessu og helstu flippum síðustu ára eins og Dustin the Turkey og Silvíu Nótt.  InCulto er frægt band í Litháen og hafa unnið til verðlauna og eru líka afskaplega hressir gaurar. Lagið sjálft finnst mér ekki sérlega gott, það er bara allt of langt og allt of mikið eins. Undirtónninn í því er nokkuð gott funk en laglínan er svo leiðinleg að hún fær mig til að skreppa frá bara. Ég held að þrátt fyrir að InCulto séu frægir, sætir og allr í köflóttum buxum eins og Hvanndalsbræður þá komist þeir ekki áfram.

Eyrún segir: Ég er alltaf til í gott grín ef lagið er í lagi og ég fíla þetta lag svona lúmskt. InCulto er litháensk fushion-hljómsveit sem er örugglega ferlega skemmtileg í partíum. Þessir gaurar tóku þátt í undankeppninni 2006 heima fyrir og lentu í 2. sæti og voru sama ár tilnefndir sem besta eystrasaltsbandið á MTV Music Awards. Það er alveg spurning hvort InCulto nær að koma Litháen á sama stall og Lettlandi og Eistlandi sem hefur yfirleitt gengið frekar vel en besti árangur Litháens var 6. sæti árið 2006. Ég fíla flippið í þessu og þetta verður vafalaust skemmtilegt á sviðinu en það er ekki gott að segja hvort það kemst áfram.


Armenía – Apricot Stone í flutningi Evu Rivas

Hildur segir: Armenar hafa gert það gott í Eurovision frá því þeir tóku fyrst þátt árið 2006. Í ár koma þeir með nokkuð grípandi poppballöðu með ótrúlega furðulegum titli ef maður veit ekki betur. Gegn vilja mínum þá fæ ég þetta lag oft á heilann og syng viðlagið alveg látlaust. Mér finnst þetta svona frekar leiðinlegt lag en ég spái því samt áfram upp úr undankeppninni.

Eyrún segir: Armenía er öll í táknfræðinni í ár. Lagið heitir Apríkósusteinn og vísar þar til þess að heimalandið sé Evu Rivas eins og kjarni ávaxtarins sem hún geymir í hendi sér eftir að hafa fengið hann að gjöf frá móður sinni. En ef maður veit þetta ekki (eða t.d. skilur ekki framburð enska textans…) þá er titillinn og laglínurnar pínulítið skrítnar. Lagið fær maður alveg á heilann. Armeníu hefur gengið mjög vel frá því hún fór að taka þátt 2006 og ég held að sú staðreynd, grípandi laglína og myndarlegur flytjandi skili þeim í úrslitin.


ÍsraelMilim í flutningi Harel Skaat

Hildur segir: Þegar kemur að Ísrael í Júróvísjon, veit ég aldrei hversu mikla pólitík maður á að setja í þetta.  Það er nokkuð ljóst að í gegnum tíðina hafa þeir sent fínustu lög sem spáð hefur verið langt en ekki komist sérlega langt þegar að atkvæðagreiðslu kemur.  Ég held að það snúist að vissu leyti um pólitík. En ef ég spái ekkert í pólitík þá er hér á ferðinni gullfallegt lag sem venst mjög vel við frekari hlustun. Mér fannst það leiðinlegt í byrjun en finnst það dásamlegt núna. Harel Skaat syngur líka af mikilli innlifun og skilar algjörlega tilfinningunni þrátt fyrir að maður skilji ekkert í textanum. Ég held að þrátt fyrir alla pólitík þá komist Ísraelar áfram.

Eyrún segir: Hér er enn einn Pop Idol-keppandinn en mjög hæfileikaríkur. Lagið venst ofsalega vel og melódían er ákaflega falleg. Ég er mjög klofin í afstöðu minni til Ísraels. Stundum hefur þjóðin sent alveg yndisleg lög en inn á milli eru hrútleiðinleg „Peace-on-earth“-lög sem ekki nokkur maður kaupir! Það hefur líka verið mjög umdeilt að Ísrael skuli vera með í Eurovision og þar með í Evrópska sjónvarpsbandalaginu (EBU) t.d. vegna landfræðilegrar legu. En Harel er ekki mikið að pæla í því heldur er aðallega í því að heilla stúlkurnar (og ekki síður strákana!) með fallegri rödd sinni. Gæti alveg trúað því að hann komist áfram – aðdáendur spá Ísrael 2. sæti í keppninni!

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Yfirferð laga 2010 IV… komnar í seinni undanúrslitin

 1. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

  Mér finnst ísraelska lagið ofmetnasta lagið by far. Svo hallærislega gamaldags að bara æl æl æl æl.

 2. Ýrr skrifar:

  Hvað sem má segja um Ísraelska lagið, pólitík, ofmetið eða vanmetið – þá er er það nógu grípandi til að ég er með það á heilanum í dag – hlustaði á það í gær!!!
  Arrggghhh!!

  Elohiiiiim, hesh’art li rak milim!!

  Pleh.

 3. jurovision skrifar:

  hahah Ýrr, reyndu að syngja á herbresku :o)

  Sjálf er ég alltaf að skipta um skoðun á þessu lagi, frábært yfir í leiðinlegt!

  Hildur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s