Flash mob-dans við Perluna í kvöld!

Eins og flestir sáu í Fréttablaðinu í morgun verður í kvöld, mánudaginn 10. maí, tekinn upp Flash Mob-dans Eurovision-keppninnar á Íslandi.

Fyrir þá sem ekki vita, munu hefðbundnar landkynningarmyndir frá Noregi víkja fyrir þessum dansi í keppninni og með því vill NRK, gestgjafasjónvarpsstöðin, sýna fram á að Evrópubúar geti allir sameinast á einn veg; í dansi og tónlist – alveg frá Íslandi í norðri til Azerbaídjans í suðaustri. Markmiðið er að safna nokkrum fjölda fólks saman sem dansar allur sama dansinn í takt. Þessi myndbrot verða svo sýnd í keppninni og þá getur maður öðlast nokkurra mínútna frægð þar sem 120 milljónir Evrópubúa eru að horfa!

Þetta getur orðið verulega skemmtilegt og við hér á Allt um Júróvisjón hvetjum alla aðdáendur til að mæta og skemmta sér saman í kvöld. Mæting er kl. 21 fyrir utan Perluna!

Til að gefa dæmi skellum við hér inn tveimur myndbrotum af stemmingunni í London og Vilnius.

Í London:

Í Vilnius:

Fyrir þá sem vilja undirbúa sig sérstaklega heima, eru svo leiðbeiningar um dansinn frá aðstandendum keppninnar sjálfrar:

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s