Silvía Nótt reyndi að rústa Eurovision!/ Silvia Night tried to destroy Eurovision!

(english below)

Ég fer ekki leynt með það að mér þótti Silvía Nótt dásamleg í Aþenu 2006. Ég fagnaði ákaft þegar hún sigraði í undankeppninni hér heima; „hinar tíkurnar eru bólugrafnar en ég er hrein mey“.

Og sprakk líka úr hlátri þegar salurinn í Grikklandi púaði á hana. Þrátt fyrir það lenti hún í 13. sæti í sinni undankeppni og var því 3. land frá því að komast áfram í lokakeppnina.

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Ágústu Evu þar sem hún útilokar endurkomu Silvíu og segir að með henni hafi hún verið að reyna að rústa Eurovision um leið og hún vildi rústa skinkuímyndinni. En það gekk ekki því að: “ þetta er bara of sterkt afl. Það ræður enginn við þetta.“

Dásamlegt, ekki satt?

Eftir keppnina 2006 hafa grínatriðin stöðugt verið á dagskrá í Eurovision, Verka Serduchka árið eftir og kalkúnninn Dustin árið 2008. Þetta getum við þakkað vaskri framgöngu Silvíu/Ágústu. Og það er greinilegt að þrátt fyrir að Íslendingar hafi kannski ekki komist á spjöld Eurovision-sögunnar fyrir gott gengi í keppninni megum við eiga það að í djókinu höfum við sett mark okkar á hana!

Í fyrra var greinilegt að djókið gengur ekki endalaust í evrópska sjónvarpsáhorfendur því að tékkneski djókarinn í Gipsy.cz var sendur heim með skömm úr fyrri undankeppninni.

Ætli yfirlýst grínatriði fyrirfinnist í keppninni í ár? Sumir vilja meina að Rússarnir hafi loksins fundið djókið í sjálfum sér og sendi þess vegna Pietr hinn týnda og gleymda.

Við hér á Allt um Júróvisjón ætlum að líta örlítið til baka á næstunni og rifja upp gömul og góð djók. Þ.e.a.s. djók fyrir tíma Silvíu Nætur. Fylgist endilega með og komið með ábendingar um uppáhalds djókin ykkar!

The reason I love Silvia Night is because although she was bad-mouthed alot in 2006 she landed 13th in the Semi-Final. She has also had really big influenses on the development of Eurovision jokes. If it’s one place where Iceland has set it’s mark on the Eurovision Song Contest, it is with the Silvia Night joke! They were a few before her but since 2006, they have been, at least one in each competition, from Verka Serduchka to Gipsy.cz last year. Some say that the Russian entry this year is also a joke.

In Iceland’s newspaper Fréttablaðið Ágústa Eva, the creator of Silvia Night says that the character will not be brought to live again. With her she tried to „destroy“ Eurovision but admits that she has failed: „it’s just too strong a force. No one can mess with it“.

We will continue to cover the earlier Eurovision jokes pre-Silvia later.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Silvía Nótt reyndi að rústa Eurovision!/ Silvia Night tried to destroy Eurovision!

 1. Doddi Jonsson skrifar:

  Ég get nú ekki verið sammála því að Silvía Nótt hafi verið einhver djókur sem greiddi leið fyrir öðrum djókum. Þetta framlag Íslendinga var okkur til skammar og var akkúrat ekkert fyndið! Ég skammaðist mín hrikalega og fannst lagið „Þér við hlið“ eiga miklu fremur skilið að vera fulltrúi Íslands.

  Ekki eigna Silvíu eitt eða neitt varðandi hvað síðar kom í keppninni. Hvað með Alf hinn austurríska 2003? Eða húbba húlle húlle húlle hér um árið frá Ísrael??

  Frekar myndi ég eigna Páli Óskari hluta af heiðrinum við góðan árangur í símakosningu, því ef minnið svíkur ekki þá voru stigin sem Ísland fékk 1997 að mestum hluta frá þeim löndum sem prófuðu símakosninguna (í tilraunaskyni). Frábær sviðsetning og góður flutningur skila nefnilega miklu.

  Silvía Nótt er fyrirbæri sem mætti fara varanlega í gröfina … á ekki heima í einhverri upptalningu á stoltum framlögum okkar í keppnina.

 2. jurovision skrifar:

  Þér við hlið er stórkostlegt lag og hefði sannarlega átt skilið að fara fyrir Íslands hönd, ég er þar alveg sammála.
  Silvía var umdeild og við kjósum að líta á þetta sem ekkert alltof heilagan hlut, og það er mín skoðun að vegna þess hvað hún var litríkur karakter hafi hún sett ákveðinn svip á keppnina. Auðvitað voru djók og flipp fyrir hennar tíð og verða eftir hana. Það er það skemmtilega við Eurovision! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s