Yfirferð laga 2010 III

Malta – My Dream í flutningi Theu Garrett

Hildur segir: Malta býður upp á ballöðu í ár. Það er svo sem ekki nýtt  fyrir Maltverja að senda ballöður með kraftmiklum söngkonum eins og í ár.  Lagið er ljómandi fínt og venst vel og fröken Thea kemst vel frá flutningnum. Það er samt ekkert skemmtilegra í þessu lagi en mikilfenglegur kjóll söngkonunnar sem tekur á sig nýja mynd þegar líða tekur á lagið. Þrátt fyrir að vera minnsti fuglaaðdáandi í heimi þá er ég alveg að fíla fuglana í þessu lagi! Ég held að Malta vinni ballöðukeppnina þetta árið og komist áfram í úrslitin.

Eyrún segir: Malta er ein af mínum uppáhaldsþjóðum í keppninni. Svolítið eins og Íslendingar; lítil þjóð, byrjaði reyndar á undan okkur (1971) og er alltaf bjartsýn. Í fyrra sendu þau áskrifanda að keppninni, dásemdina hana Chiöru, sem komst þó ekki nema í 22. sæti aðalkeppninnar. Í ár er það Liza Minnelli, tja eða fjarskyldur maltverskur ættingi hennar. Lagið er falleg ballaða þar sem þjóðarfugl Möltu, mávurinn, kemur fyrir. Hann kemur einnig fyrir í myndbandinu. Fréttir herma að 1. apríl-gabbið hjá Ríkissjónvarpinu á Möltu hafi verið að mávurinn fengi ekki að fara með í Eurovision vegna mótmæla dýraverndunarsinna, hehe! Vonandi kemur hann á svið í Osló og vonandi kemst þetta lag áfram!


Albanía – It’s All about You í flutningi Juliönu Pasha

Hildur segir: Albanía er eitt af mínum uppáhaldslöndum í Júróvísjon-keppninni. Þeim tekst oft að bjóða upp á eitthvað skemmtilegt og hresst. Í ár er engin undantekning þar á þó að þetta lag sé langt frá því að vera þeirra besta í þessari keppni. Lagið er hressilegt europopp með sætri söngkonu sem kann að dilla sér á sviðinu! Viðlagið festist allveg við heilann á manni svo að ég held að það sé bókað að Albanir komist upp úr riðlinum. Ég vona samt að söngkonan greiði sér betur um hárið áður en hún fer á svið í Osló en hún gerði fyrir úrslitin í heimalandi sínu! Það má svo ekki gleyma að segja frá því að myndbandið er snilld þar sem söngkonan situr í sófa sem búið er að festa milli trjáa í band milli þess sem hún faðmar lestarvörð eða hermann!

Eyrún segir: Albanir sendu hresst danspopp í fyrra sem gekk vel í Eurovision-áhorfendur þar sem Kejsi Tola söng um draumaheima með dansara í grænum glimmer-heilgalla. Þeir ætla ekki að klikka á því í ár og senda annað danslag með sérstöku myndbandi! Ég býst fastlega við að Albanir komist áfram í ár og atriðið á eftir að vera kraftmikið á sviðinu!

Grikkland – Opa í flutningi Giorgos Alkaios og vina

Hildur segir: Grikkir eru eina þjóðin sem getur státað sér af því að hafa komist í top 10 öll árin síðan undankeppnafyrirkomulagið var sett á í Júróvísjon 2004! Aldeilis góður árangur það. Ég er ekki viss um að Grikkir komist í top 10 í ár en tel það næsta víst að þeir komist í úrslitakeppnina. Þeir bjóða upp á hresst þjóðlagapopp sem er til þess ætlað að hressa Grikki við úr því ömulega ástandi sem ríkir í þjóðfélagi þeirra. Mér finnst lagið hrikalega skemmtilegt en er alls ekki viss um að söngvarinn sjálfur sé þar sammála því að hann virðist afar þreyttur á sviðinu, greyið. Hann er líka voða stirður eitthvað í hreyfingum. Hann hefur þó með sér fjóra hressa karldansara sem lífga upp á atriðið bæði með dansi sínum og tíðum „hú“-um. Ætli það væri ekki best hjá Grikkjum að láta Giorgos bara standa til hliðar og syngja meðan dansararnir fá að njóta sín betur?

Eyrún segir: Grikkir klikka yfirleitt ekki á góðu danslagi! Í fyrra var það náttúrulega hinn goðumlíki Sakis sem gerði færiband að einu eftirminnilegasta atriði keppninnar í fyrra 🙂 Í ár er það gríski söngvarinn Giorgos sem vill losa grísku þjóðina undan eilífum efnahagsáhyggjum með því að syngja „OPA“ sem hann segir vera orð gleðinnar og með því á fólk að gleyma hinu liðna, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og fjárhagsaðstoð Evrópusambandsins, dansa og brjóta diska. Þetta er voða grískt allt saman og þeir komast bókað áfram á hressleikanum.

Portúgal –Há Dias Assím í flutningi Filipu Azevedo

Hildur segir: Portúgalir eru líklega þeir sem hefur gengið hvað verst samanlagt í Júróvísjon hingað til þó að þeim hafi tekist að komast upp úr úrslitunum síðastliðin tvö ár. Í ár bjóða þeir upp á ballöðu sungna af ungri söngkonu á frummálinu. Ég á voða erfitt með að gera upp hug minn þegar kemur að þessu lagi. Eina stundina finnst mér það frábært og til þess fallið að ná langt en aðra finnst mér það afspyrnu leiðinlegt. Það er án efa vel flutt og af mikilli innlifun og verður ábyggilega gaman að sjá hvort píanóleikarinn hverfur á sviðinu í Osló eins í undankeppninni í Portúgal. Þori ekki að segja til um árangur lagsins að svo stöddu!

Eyrún segir: Ég fílaði portúgalska lagið í hitteðfyrra, Senhora del Mar, í ræmur en það lenti í öðru sæti. Lagið í fyrra, Todas As Ruas Do Amor)  var líka skemmtilega hresst og lenti í  8. sæti. Fyrir 2008 höfðu Portúgalir aldrei komist í topp fimm og ég hef ekki mikla trú á atriðinu í ár en lagið heitir „Einn af þessum dögum“. Lagið er svosem hljómfagurt en dálítið endasleppt og hún aðeins of mikið í krúsídúllunum. Kemst ekki áfram.


Makedónía Jas Ja Imam Silata í flutningi Gjoko Taneski

Hildur segir: Eitt sinn var haft eftir Loga Bergmanni að maður væri orðin of innvolveraður í Júróvísjon þegar manni þætti makedónska lagið vera orðið gott. Í ár get ég að fullu tekið undir þetta enda bjóða Makedónar upp á leiðinlegasta lag keppninnar. Bara nenni ekki að segja meira, það er svo leiðinlegt og spái því að Makedónar sitji eftir í ár.

Eyrún segir: Úff, hef ekki nokkra trú á þessu lagi. Heiti lagsins þýðir „Ég hef valdið“ og er lagið alveg jafnmikið karlpungalegt og titillinn. Pissupása.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Yfirferð laga 2010 III

 1. Margrét Snæfríður skrifar:

  Malta: Ég reyni að láta mér líka við þetta lag, en mér finnst það bara alveg hræðilega leiðinlegt. Vona að stórfyglið taki á loft á sviðinu og hressi aðeins upp á þetta.
  Albanía: Mér líkar yfirleitt við svona lög, en það er eitthvað við þetta sem fer í taugarnar á mér. Samt alveg ágætt.
  Grikkland: Ég elska hú-in!
  Portúgal: Það er ekkert nýtt að Eurovision lög hljómi kunnuglega, en þetta minnir mig alveg svakalega á eitthvað annað lag sem ég kem ekki fyrir mig. Sérstaklega þegar hún er við það að renna sér inn í viðlagið.
  Makedónía: Hef enga trú á að þetta komist áfram. Hefði samt kannski átt séns ef það hefði verið sungið á ensku af einhverjum ungum hjartaknúsara.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s