Yfirferð laga 2010 II

Lettland – What For? – í flutningi Aisha

Hildur segir: Lettar spyrja stórra spurninga í ár og telja þann eini sem veit svörin sé Herra Guð! Ég veit nú ekki alveg hvað mér finnst um þá heimspeki þeirra. Hins vegar finnst mér lagið vera nokkuð gott og grípandi burtséð frá textanum. Í myndbandi lagsins er hún Asiha með sterka rödd, hins vegar er hún ekki alveg jafn örugg í live-útgáfum sem finna má á netinu.  Ég held að ef hún nær góðum söng á sviðinu þá sé hún örugg áfram. Og ég ætla rétt að vona að hún mæti með þvottakonurnar með sér á sviðið í Osló!

Eyrún segir: Popp/r ´n´b-ballaða  þar sem ljóshærð söngkona Aisha syngur á barnalegri ensku um spurningar lífsins. Lagið er frekar afleitt og flatt, það gerist ekkert í því! Myndbandið er close up af henni allan tímann og hún grætur og hlær og ég veit ekki hvað. Spurning hvað gerist á sviðinu. Ég vil minna lesendur á að Lettar hafa sent sjóræningja, hvað kemur núna? Held að þetta komist ekki áfram.

Serbía – Ovo Je Balkan í flutningi Milan Stankovic

Hildur segir: Er sko enginn annar en Goran Bregovic sem semur framlag Serba í ár. Eflaust spyrja einhverjir hver Goran Bregovic sé og þá svara ég: hann er einn af allra frægustu tónlistarmönnum Serba, þekktur víða í Evrópu fyrir þjóðlagatónlist sína. Þetta lag er mikið í hans stíl en er þó samið alveg sérstaklega fyrir Júróvísjon. Milan flytur lagið vel finnst mér og hann hefur brag hinna karlmannlegu balkan-raddar þótt hann sé langt frá því að vera karlmannlegur sjálfur. Mér finnst lagið best ef ég þarf ekkert að horfa á Milan eða dansarana hans sem mér finnst afleiddir; það er fátt minna smart en að fara í íþróttaskó og þjóðbúning og dansa videodans! Ég held þó að Serbar komist áfram á góðum flutningi, pínu grípandi lagi og fyrir að vera Serbar!

Eyrún segir: Serbar sendu djóklag í fyrra með söngvara með stórt hár sem söng um strigaskó. Ég er ekki alveg búin að gera upp við mig hvort lagið í ár sé líka djók. Það er samið af engum öðrum en Goran Bregovic sem er þekktur fyrir balkanballöðurnar sínar. Í ár var hann fenginn til að semja þrjú lög fyrir undankeppnina sem ungir serbneskir söngvarar fluttu og valdi hann Milan Stankovic til að fara til Oslóar. Milan, sem lítur út eins og Anime-persóna og er stífmálaður í lúðrasveitarbúningnum sínum, syngur texta um fólkið á Balkanskaganum og líkir brjóstum kærustunnar við fallbyssur!

Við hér á Allt um Júróvisjón komum okkur saman um að þetta væri Skelfing eða Snilld! Og okkur finnst þetta snilld og teljum að það komist bókað áfram í úrslitin! (og það er eiginlega betra ef maður horfir ekki á söngvarann)!

Bosnía HersegóvínaThunder and Lightning í flutningi Vukašin Brajić

Hildur segir: Þetta er eitt af þessum lögum sem ég get aldrei munað hvernig er. Þegar ég hlusta á það þá finnst mér það allveg sæmileg rokkballaða. Mér finnst hún þó of iðnaðarvæn til þess að þykja eitthvað varið í hana og þeir fara alveg með það með að hafa fiðlur í undirspilinu! Ég segi bara HALLÓ, þó að fiðlur hafi slegið í gegn í fyrra er alls ekki víst að þær geri það núna!! Ég spái því að Bosníumenn sitji eftir í ár.

Eyrún segir: Vukasin þessi var í hljómsveitinni OT Bend sem keppti til úrslita í bosnísku undankeppninni í fyrra en beið lægri hlut fyrir hljómsveitinni Reginu með Bistra Voda, eitt flottasta lag síðasta árs fannst mér. Hann er nú kominn með rokklagið Thunder and Lightning sem fengi verðlaun fyrir bjánalegasta titilinn! Lagið fjallar að sögn lagahöfundar um „samveru og þolinmæði“. Ég hef enga þolinmæði fyrir þessu lagi, hoppa alltaf yfir það og spái því ekki áfram!

Pólland – Legenda í flutningi Marcin Mroziński

Hildur segir: Í ár bjóða Pólverjar upp á þjóðlagaskotið popplag í rólegri kantinum. Marcin Mrozinski er víst mjög þekktur í Póllandi og hann flytur lagið mjög vel. Eins og mér finnst viðlagið grípandi og skemmtilegt þá er ég ekki alveg að kaupa laglínuna. Byrjunin er líka skemmtileg og endirinn er kraftmikill. Ég á mjög erfitt með að spá fyrir um þetta lag þó að ég hallist frekar að Pólverjar sitji heima því miður. Enda hefur aðeins verið horft um 85 þúsund sinnum á videoið hans á youtube samanborið við þýska videoið sem búið er að horfa á yfir 3 milljón sinnum.

Eyrún segir: Pólverjar sendu ameríska drama-ballöðu í fyrra, í ár senda þeir þjóðlagaballöðu og svei mér ef hún virkar ekki. Viðlagið er mjög fallegt og líklega það eina í keppninni sem líkja mætti við balkan-ballöðu! Hins vegar er laglínan hvorki fugl né fiskur.  Ég hefði samt haldið pólskunni allt lagið en ekki bara í viðlaginu, það er dálítið undarlegt að skipta yfir í enskuna… Mér finnst Pólverjar eiga möguleika á að komast áfram.

BelgíaMe and my Guitar í flutningi Tom Dice

Hildur segir: Belgar bjóða upp á ójúróvísjonlegt lag í ár. Tom kemur hér einn fram með gítarinn sinn og syngur um hann í Damian Rice líku lagi. Mér finnst lagið krúttlegt og laglínan falleg. Ég fer ósjálfrátt að rugga mér í takt við lagið þegar ég heyri það. Hins vegar er lagið á einhvern hátt ekki eftirminnilegt. Ég held þó að Tom komist áfram fyrir það að vera svolítið öðurvísi en hinir.

Eyrún segir: Í fyrra sendu Belgar Elvis-eftirhermu, í ár senda þeir Damien Rice- og færeyska Teits-eftirhermu! Mér finnst þetta afskaplega lítið spennandi lag, svona ágætis biðtónlist í síma en ekki mikið meira. Tom syngur ágætlega, komst langt í hinum belgíska X-faktor og er að vinna að fyrstu sólóplötu sinni. Ég held hins vegar að hann eigi lítið erindi í Eurovision!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s