Alla leið; 2. þáttur

Nú á laugardaginn var 2. þáttur Páls Óskars, Alla leið þar sem spáð var í spilin varðandi keppnina í ár.

Spekingarnir fóru yfir 10 lög og kláruðu fyrra undankvöldið. Svona voru þeirra spár:

Bosnía-Hersegóvína: Ekki áfram
Pólland: Ekki áfram
Belgía: Áfram
Malta: Ekki áfram
Albanía: Ekki áfram
Grikkland: Áfram
Portúgal: Áfram
Makedónía: Ekki áfram
Hv-Rússland: Áfram
ÍSLAND: Áfram (en ekki hvað?)

Hversu sammála erum við?
Ég get að sjálfsögðu bara talað fyrir sjálfa mig en mér líst ekki alveg á þessa spá þeirra. Að sjálfsögðu trúi ég og treysti að Hera komist áfram, á pottþéttum flutningi hennar og af því að lagið er dálítið öðruvísi en hin í riðlinum. Grikkland er líka nokkuð „safe“. Hins vegar er ég ekki viss með Portúgal og Hvíta-Rússland. Portúgal þarf algjörlega að ráðast á sviðsframkomunni þrátt fyrir fallegt lag og svo er það líka beint á eftir Grikkjunum! Hvíta-Rússland er ég bara ekki viss um… Belgía er líka lag sem ég held að eigi eftir að týnast í keppninni…

Hins vegar finnst mér líklegt að Makedónía detti út og líka Bosnía, en maður veit þó aldrei.

Mestu mistökin held ég að þau hafi gert með að spá ekki Albaníu áfram, það er nokkuð pottþétt að hún fer áfram í úrslitin. Ég held líka að Malta og Pólland komi á óvart!

Nú líður hins vegar að yfirferð okkar nr. II! Fylgist endilega með!

-Eyrún Ellý

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s