Að loknu Eurovision 2010!

Úrslitin eru ljós:

1 Germany Lena Satellite 246
2 Turkey maNga We Could Be The Same 170
3 Romania Paula Seling & Ovi Playing With Fire 162
4 Denmark Chanée & N’evergreen In A Moment Like This 149
5 Azerbaijan Safura Drip Drop 145
6 Belgium Tom Dice Me And My Guitar 143
7 Armenia Eva Rivas Apricot Stone 141
8 Greece Giorgos Alkaios & Friends OPA 140
9 Georgia Sofia Nizharadze Shine 136
10 Ukraine Alyosha Sweet People 108
11 Russia Peter Nalitch & Friends Lost And Forgotten 90
12 France Jessy Matador Allez Olla Olé 82
13 Serbia Milan Stanković Ovo Je Balkan 72
14 Israel Harel Skaat Milim 71
15 Spain Daniel Diges Algo Pequeñito (Something Tiny) 68
16 Albania Juliana Pasha It’s All About You 62
17 Bosnia & Herzegovina Vukašin Brajić Thunder And Lightning 51
18 Portugal Filipa Azevedo Há Dias Assim 43
19 Iceland Hera Björk Je Ne Sais Quoi 41
20 Norway Didrik Solli-Tangen My Heart Is Yours 35
21 Cyprus Jon Lilygreen & The Islanders Life Looks Better In Spring 27
22 Moldova Sunstroke Project & Olia Tira Run Away 27
23 Ireland Niamh Kavanagh It’s For You 25
24 Belarus 3+2 Butterflies 18
25 United Kingdom Josh That Sounds Good To Me 10

Kom mest á óvart: Að aðdáandi skuli hafa sloppið upp á svið í miðju spænska atriðinu svo að þeir þurftu að flytja það aftur! Og jú, að Hvíta-Rússland skyldi fá fullt hús yfir höfuð!!

Kom minnst á óvart: Að Ísland gæfi Danmörku 12 stig…

Gleðiefni kvöldsins: Eldfjallið á borðinu fyrir framan íslenska hópinn! Jú og setningin frá breska þulinum: „empty as an icelandic wallet“. Þetta verður fleyg setning!

Vonbrigði kvöldsins: Að sjálfsögðu eru mikil vonbrigði að hafa ekki náð hærra en íslensku flytjendurnir voru engu að síður frábærir: flutningurinn var óaðfinnanlegur og stemmingin í salnum ólýsanleg!

Við viljum að loknu Eurovision þakka alveg dásamlegar viðtökur við síðunni. Þið hafið verið að skoða síðuna yfir 1000-1500 sinnum á dag að undanförnu.

Hafið ekki áhyggjur, við höldum áfram að fylgja þessu eftir á næstu dögum.

Svo er það Berlín/Hannover/Hamborg á næsta ári! 🙂

SPÁ OKKAR FYRIR ÚRSLITAKVÖLDIÐ

Jæja það er komið að því sjálft úrslitakvöldið í júróvísjon 2010 er í kvöld! Við sitjum spenntar hér í press room og fylgjumst með síðustu búningaæfingunni fyrir kvöldið milli þess sem við spáum í spilin. Við veltum mikið fyrir okkur hvernig við ættum að setja spánna fram og niðurstaðan er sú að við munum setja fram tíu lönd sem við teljum munu verða í topp 10 en setjum ekki fram neina sérstaka röð. Svo munum setja fram þau fimm lönd sem við teljum verða í neðasta sæti. Þið getið því fundið út hvaða lönd við teljum verða í sætum 11-20 🙂

Topp 10 Alls um Júróvísjon.
Ísrael, Ísland, Grikkland, Azerbaidjan, Tyrkland, Serbía, Þýskland, Belgía, Moldavía og Írland.

Neðstu fimm sætin
Bosnía, Bretland, Hvíta-Rússland, Spánn og Portúgal.

Djöfladýrkandi Lena giftir sig en er ekki guð!

Þjóðverjar eru kannski minnst þekktir fyrir góðan húmor. Lena hin þýska afsannaði það þó á blaðamannafundi sem hún hélt í gærdag að lokinni fyrstu búningaæfingu fyrir úrslitakeppnina. Þar bullaði Lena í blaðamönnum eins og enginn væri morgundagurinn. Þættu henni spurningar leiðinlegar sagði hún það óspart og snéri því upp í brandara.

Lena hefur verið orðuð við tvo norska fola, þá Alexander Rybak og Didrik Solli-Tangen. Lena var spurð um samband sitt við Alexander á fundinum og sagði hún að þau væru par, hefði verið saman í þrjú og hálft ár og þau væru að fara gifta sig í sumar! Greinilegt er að Lena má ekki segja hvað sem er á blaðamannafundum því hún lét það út úr sér að hún elskaði hinn ísraelska Harel Skaat og meinti þá lagið hans og sagði svo ,,jæja þá veit ég hvað þið skrifið í blöðin á morgun!“

Það var einnig greinlegt að Lena fær oft sömu spurningarnar á blaðamannafundum. Ein þeirra snýr að enska hreimi hennar.  Á fundinum sagði hún að nú ætlaði hún að svara þessu í síðasta skipti og svo vildi hún ekki verða spurð framar þessarar spurningar. Svarið var í formi lags sem hinn þýski Stefan Rabb tóku saman. Lagið var No matter what með írsku hljómsveitinni Boyzone. Sungu þau lagið með sérlega ýktum þýskum hreim og með hressilegum texta sem fjallaði um hvort væri eitthvað betra að þau töluðu ensku með þýskum hreim!

Mikið var spurt um atriði Lenu og hvort hún ætlaði að breyta einhverju eða lýsa upp atriðið. Hún tók alveg fyrir að lýsa upp sviðið meira, atriðið yrði að sjálfsögðu eins, dimmt eins og sál hennar! Að lokum var Lena spurð um vinningslíkur sínar enda teldi þýska pressan að ef hún ynni ekki myndi Þýskaland aldrei vinna. Lena svarði stutt og laggott: ,,ég er ekki guð“.

Margir blaðamenn sóttu fundinn og var góð stemmning á fundinum öfugt við aðra blaðamannafundi sem haldnir voru í gær.

Slúðurhornið!

Langar ykkur ekki í smávegis Eurovision-slúður? 😉

Við höfum verið með fjögur eyru opin fyrir öllu slúðri og skemmtilegum staðreyndum og ætlum að láta nokkra punkta flakka hérna:

  • Maltneska söngkonan Thea tók því ákaflega illa að komast ekki áfram úr undankeppninni og hefur verið óhuggandi síðan. Hugulsamir aðdáendur hafa þó tekið utan um hana og hughreyst á förnum vegi!
  • Slúðrið hér í Noregi er að Didrik hinn norski hafi fengið taugaáfall fyrr í vetur og þurft að loka sig inn í hytte uppi í sveit til að jafna sig. Ástæðan ku vera sú að hann stóð í öllu fjölmiðlastússinu sjálfur og réði bara ekki við það!
  • Við höfum heyrt því fleygt að Hera hafi fengið 80% þeirra atkvæða sem bárust í fyrri undankeppnina!
  • Glowsticks múvið hennar Önnu Bergendahl hefur verið kennt um það að hún hafi ekki komist áfram á fimmtudaginn var. Þetta kann að hafa virkað hrokafullt og hin löndin spurt sig hvers vegna þau hafi ekki fengið svona sérmeðferð líka!
  • Sá kvittur kom upp að Lena hin þýska talaði enga ensku sem er þó ekkert einsdæmi hérna. Þegar hún tróð upp á Euroklúbbnum talaði hún nefnilega bara þýsku. Hún kom hins vegar á óvart á blaðamannafundi í gær og talaði þessa líka fínu ensku!
  • Eldfjallagrínið heldur áfram hér í Osló þrátt fyrir að hætt hafi að gjósa fyrir tæpri viku. Án þess að segja of mikið bendum við ykkur á að fylgjast vel með skotum úr græna herberginu í kvöld!
  • Allar stelpurnar eru að missa sig yfir hinum ísraelska Harel og sæta moldavíska saxófónleikaranum. Við erum að hugsa um að kippa þeim með í poka! 🙂

Myndablogg í Osló 9

Hér ber að líta söngflokkinn sem sér um að hita salinn í Telenor höllinni upp fyrir útsendingar. Við héldum fyrst að þau yrðu aðeins fyrir fyrst undanúrslitakvöldið en svo er ekki. Þau koma fram fyrir öll kvöldin og æfa á öllum æfingum. Það er ekki laust við að við höfum fengið nett ógeð af þeim enda syrpurnar tvær sem þær syngja syrpa af leiðinlegum júróvísjonlögum (eða þeim tekst að minnsta kosti að gera þau leiðinleg í flutningi sínum) og svo syrpu ABBA-laga sem er eitt það þreyttasta sem hægt er að gera. Raunin hefur líka verið sú að þeim tekst illa að peppa upp stemminguna í salnum og bíða menn frekar eftir að hafa lokið sér af.  Búningarnir þeirra eru líka kapítuli út af fyrir sig! 

Júrónörd dagsins/ Euro-nerd of the day!

Síðasti júró-nörd dagsins á sjálfan úrslitadaginn í Eurovision 2010 er engin önnur en drottningin Sigríður Beinteinsdóttir, sem keppt hefur þrisvar fyrir Íslands hönd árin 1990, 1992 og 1994. Það er okkur mikill heiður að fá hana sem Júró-nörd 🙂
1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? Erfitt að velja besta Eurovision-lagið, en það vinsælasta er örugglega Waterloo með Abba.
2. Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár? Hef því miður ekki heyrt þau öll, en mér finnst norska og danska lagið vera mjög flott.
3. Hver er uppáhalds Júróvísjon-flytjandinn þinn? Get ekki svarað því, það hafa verið svo margir flottir í gegnum tíðina.
4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon-hefðir? Ja… ef ég er ekki sjálf í Eurovision þá er ég að sjálfsögðu með Eurovision-partý.
5. Hvenær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? Ég hef horft á þessa keppni með mikilli aðdáun frá því ég var svona 6 – 7 ára og óskaði þess alltaf að ég myndi fara í keppnina sjálf sem ég að lokum svo gerði, og ekki bara einu sinni heldur þrisvar sem aðalsöngvari!
6. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum. Besti tími ársins !
__________________________________________________________________________
 
Our last Euro-nerd of the day is no other than Iceland’s Queen of Eurovision, Sigríður Beinteinsdóttir  or Sigga Beinteins as she is known. She went for Iceland in Eurovision in 1990, 1992 and 1994 and it is an honour for us to have her as the Euro-nerd of the day.
 
1. What is your all time favorite Eurovision song? It’s a little bit hard to chose the best song, but ABBA’s Waterloo is definitely the the most popular.
2. What is your favorite song this year? I haven’t heard all the songs, but I like the Norwegian song and the Danish.
3. Who is your all time favorite performer? I really can’t answer this, they have been so many through the years. 
4. Do you have any special Eurovision traditions? Well… if I am not compeeting in Eurovision I throw a Eurovision party.
5. When did you watch ESC for the first time? I have watch Eurovision with admiration since I was about 6-7 years old and I always wished that I could go and perform there myself which I eventually did, and not only once but three times as a lead singer!
6. Describe Eurovision in three words! Best time of the year!  
 
 

Eurobandið rokkaði á Latter

Í gærkvöldi hélt vefsíðan esctoday.com upp á 10 ára afmæli sitt hér í Oslóborg. Afmælið var haldið á klúbbnum Latter sem við höfum áður fjallað um hér og er klúbbur sem tileinkaður er Eurovision og er opinn almenningi. Í tilefni afmælisins höfðu forsvarsmenn ESCtoday fengið ýmsa júróvísjonflytjendur til að troða upp. Stærstu nöfn kvöldsins voru hið íslenska Euroband auk hinna norsku Bobbysocks sem unnu keppnina í fyrsta skipti fyrir Norðmenn árið 1985.

Klúbburinn var gersamlega stappaður og var mikill hiti þar inni enda var ákveðið að loka öllum hurðum út en stemmingin var samt sem áður gríðarleg. Afmælið hófst á því að Eurobandið steig á stokk og sungu nokkur velþekkt og skemmtileg Eurovisionlög af sinni alkunnu snilld. Það var greinlegt að Eurobandið er velþekkt enda var því klappað lof í lofa að loknum flutningi sínum. Á eftir Eurobandinu steig á stokk hin norska Christine Guldbrandsen sem söng Álfadans fyrir Norðmenn í keppninni 2006.

Norðmennirnir voru mjög hrifnir af henni en restin af klúbbnum virtist ekki vera í eins miklu stuði. Eurobandið steig svo aftur á stokk og flutti lagið sitt This is my life við gríðarlegar undirtektir salarins. Þau fluttu einnig þrjú lög frá því í keppninni í fyrra, Always frá Azerbaijdan, Dum tek tek frá Tyrklandi og loks Fairytale Alexanders Rybak við gríðarlegan fögnuð áheyranda.

Mikill spenningur var fyrir Bobbysocks og öllum að óvöru steig hinn sænski Christer Björkman á svið áður en þær stigu á stokk. Christer er líklega þekktastur á Íslandi fyrir að vera þáttastjórnandi þáttanna Inför Eurovision Song Contest sem um tíma voru samnorrænir þættir um júróvísjon. Færri vita kannski að hann söng framlag Svía árið 1992 sem hét I morgon är en annan dag. Það var einmitt lagið sem hann söng í gær.

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Bobbysocks stigu loks á svið. Við Íslendingarnir sem voru saman komnir urðum hins vegar fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Þær sungu ekkert, heldur voru með allt á playbacki bæði spil og söng. Þrátt fyrir þetta var mikil stemmning í húsinu og allir sungu að sjálfsögðu með þegar þær mæmuðu vinningslagið sitt frá 1985 La det swinge.

Í heildinna var þetta fínasta afmælisveisla og við vonum sannarlega að esctoday.com  haldi áfram næstu tíu ár.