Sannspáir höfundar Alls um Júróvísjon / All about Eurovision accourate choice

(english below)

Höfundar Alls um Júróvísjon hafa undanfarin ár fjallað um framlög til  júróvísjon-keppninar  og spáð fyrir um gengi þeirra. Í tilefni að opnun þessarar síðu er ekki úr vegi að kanna hversu sannspáir þeir voru árið 2009:

Spá EEV
Eyrún spáði fyrir um hvaða 20 lög kæmust áfram upp úr undankeppnunum og í aðalkeppnina. Af 20 lögum spáði hún 15 rétt eða framlögum, Albaníu, Armeníu, Azerbaidjan, Bosníu, Danmörku , Eistlands, Grikklands, Íslands, Króatíur, Litháen, Noregs, Möltu Rúmeníu og Tyrklands.

Auk þess spáði Eyrún framlögum Búlgaríu, Hvíta Rússlands, Hollands og Tékklands áfram.

Eyrún spáði auk þess fyrir um hvaða 20 framlög yrðu í efstu sætunum í aðalkeppninni. Þar spáði hún framlögum 17 landa rétt, en þó ekki í hvaða röð þau yrðu.

Spá HTF
Hildur spáði ekkert í framgang laga í aðalkeppninni en velti fyrir sér hvaða lög ættu tækifæri að ná upp úr forkeppnunum. Hildur setti fram spána á þann hátt að hún flokkaði lög í þrjá flokka, áfram, ekki áfram og óviss. 13 lögum spáði Hildur áfram og komust 11 lög af þeim í úrslitin. Þetta voru framlög, Armeníu, Albaníu, Finnlands, Grikklands, Íslands, Króatíu, Möltu, Noregs, Rúmeníu, Tyrklands og Úkraínu.

Hildur spáði 12  lögum ekki áfram í úrslitakeppnina. Þar af voru fimm framlög, frá Portúgal, Ísrael, Danmörku, Adzerbajsan og Litháen sem komust áfram. Loks setti Hildur 11 lög í flokkin um óvisst gengi. Þar af voru fjögur framlög sem komust áfram í úrslitin, frá Eistlandi, Moldavíu, Bosníu og Svíþjóð.

Af þessu má draga að þær Hildur og Eyrún hafi verið nokkuð nærra lagi í spám sínum. Báðar spáðu þær fyrir rétt í 75% tilvika um gengi laga í undankeppnunum; Eyrún spáði 15 lögum áfram og Hildur spáði 11 lögum áfram og var óviss um gengi  fjögurra laga. Auk þess spáði Eyrún rétt fyrir um gengi 85% laga í 20 efstu sætin á úrslitakvöldinu.

Í ár munum höfundar síðunnar fara eftir sama ferli við spár sínar og verður því hægt að bera þær betur saman við lok keppninnar í ár.

The fansite bloggers HTF og EEV chose the songs that would win the Semi-Finals and compeet in the Finals last year. Their choices was quite accurate! EEV chose 15 out of 20 right, the songs from Albania, Armenia, Azerbaidjan, Bosnia-Herzigovina, Denmark, Estonia, Greece, Iceland, Croatia, Lithuaina, Norway, Malta, Romania and Turkey.

HTF chose 13 songs to win the semi finals. 11 songs out of her 13 made it to the final, the songs from Albania, Armenia, Finland, Greece, Iceland, Croatia, Malta, Norway, Romania, Turkey and Ukraine. HTF was unsure about 11 songs and four of them made it to the final, the songs from Estonia, Moldavia, Bosnia – Herzegovina and Sweden.
The accuracy was therefore about 75% – which is pretty good!

This year HTF and EEV will  choose the songs to win their seat in the Finals also so stay tuned and check their accuracy!

Ein athugasemd við “Sannspáir höfundar Alls um Júróvísjon / All about Eurovision accourate choice

 1. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

  Já sæll Búlgarski söngvarinn í fyrra var með þeim fölskustu frá upphafi keppninnar og ekki bara í keppninni heldur líka í öll þau skipti sem það var flutt í undankeppninni í Búlgaríu. Skrítið að spá svoleiðis flytjanda áfram.

  síðan kemur hérna mín spá um undanúrslitakvöldin.

  Fyrra kvöldið komast þessi lönd áfram

  Moldóva
  Slóvakía
  Finnland
  Lettland
  Serbía(Kjánalegt lag en landið landfræðilega vel staðsett)
  Belgía
  Albanía
  Grikkland(ömurlegt lag)
  Makkedónía(gæti farið fyrir því eins og undanfarin 2 ár að dómnefndin hendi því út enda eitt lélegasta lagið í ár)
  Ísland

  Seinna kvöldið komast þessi lög áfram

  Armenía(vonandi syngur hún þokkalega enda mjög gott lag)
  Ísrael(svo gamaldags að ég á ekki til orð)
  Danmörk(Tinu Turner lagið Simply the best gengið í endurfæðingu lífdaga)
  Svíþjóð(MEEEEEEE og meira MEEEEEEE leiðingjarnt)
  Azerbaijan(Annað lélegt lag sem nýtur þess að vera landfræðilega rétt staðsett og í riðli með Tyrklandi)
  Rúmenía(la la)
  Írland(Besti söngvarinn í ár og fær mörg stig frá dómnefndunum mitt uppáhald í ár)
  Króatía(þeirra flottasta lag síða Neka mi ne svane=gæsahúð)
  Georgía(Landfræðilega vel staðsett og bara nokkuð gott lag)
  Tyrkland(Hresst lag og sú staðreynd að Tyrkir eru út um alla Evrópu fleytir því áfram)

  Ég er ekki bara að velja mín uppáhalds heldur að taka kalt mat á þetta inn í þennan lista vantar af mínum uppáhalds lögum:

  Holland
  Portúgal
  Malta
  Sviss
  Búlgaría

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s