Viðtal við Heru Björk: „Við förum bara með Norrænu ef flugið liggur niðri!“

Allt um Júróvisjón hitti í síðustu viku Heru Björk, keppanda Íslands í Eurovision og spjallaði aðeins við hana.

Aðdáendur þekkja Heru að sjálfsögðu en svona til að rifja aðeins upp Euro-ferilinn:

2007 –   söng Mig dreymir í Söngvakeppni Sjónvarpsins, en laut í lægra haldi fyrir Eika Hauks
2008 –   lenti í öðru sæti dönsku undankeppninnar, Melodi Grand Prix, með megaslagarann Someday. Söng bakraddir í framlagi Íslands 2008, This is my life.
2009 –    söng bakraddir og leiðbeindi með söng í framlagi Íslands 2009, Is it true?

Þú hlýtur að vera á fullu í undirbúningi fyrir stóra daginn?
Jú, ég er búin að vera á fullu í undirbúningi og promo-stöffi. Við erum að fara út til Brussel 30. apríl og ég syng líka ásamt írsku söngkonunni Niamh Kavanagh í London 2. maí. Við verðum þarna tvær dívurnar.  Svo er ég að vinna að sólóplötu sem kemur út í kringum 8. maí. Hún verður seld hérna heima aðallega en kannski við kippum nokkrum eintökum með til Oslóar. Svo er verið að uppfæra síðuna mína, www.herabjork.com og hún verður stútfull af upplýsingum.

Hvernig gengur með myndbandið?
Mjög vel, tökurnar voru í Sundhöllinni í Reykjavík um síðustu helgi.  Það var mikið fjör og myndbandið verður frumsýnt í byrjun næstu viku.

Við sáum Volcanic Version af Je ne sais quoi, það hefur ekki bara verið fínt myndband fyrir okkur?
Já, það var algjör snilld. Ég rakst bara á það á netinu og það er að fá fullt af heimsóknum líka. Það er náttúrulega spurning með þetta flugvesen. Mig langaði nú bara mest að fara þarna út með Norrænu. Það hefði verið æðisleg innkoma, öll hersingin bara siglandi yfir pollinn til Noregs! Kannski við gerum það ef fer í hart.

Hvernig leggst svo í þig að fara út í maí?

Ég hlakka mikið til að fara út og hitta alla, aðdáendur og fleiri. Ég er að fara út í þriðja sinn og þetta er auðvitað mikið sama fólkið sem maður hefur hitt og unnið með. Ég fæ örugglega harðsperrur af knúsi en það verður bara dásamlegt!

Hefur Eurovision beinlínis hjálpað þér áfram?

Ég er alltaf að fá pósta og tilboð um að syngja á ýmsum stöðum. Lagahöfundar hafa haft samband við mig alls staðar að úr heiminum, t.d. var ég beðin að syngja í úkraínsku og grísku keppninni. Skandinavarnir hafa líka verið að biðja mig að syngja fyrir sig. Ég er bara svo mikill þjóðernissinni í mér að ég er ekki viss um að ég gæti keppt fyrir aðra – ég rétt svo meikaði það fyrir Danmörku!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s