Jæja, hvað fannst ykkur um þáttinn í gær?

Endilega kommentið með ykkar álit!!

Palli, Reynir, Guðrún og dr. Gunni fóru yfir fyrstu átta lögin í fyrri undankeppninni í gær.

Svona kusu þau (eftir því sem ég kemst næst, var reyndar ekki með blað og blýant 🙂 )

Moldavía – Áfram
Rússland – Ekki áfram
Eistland – Áfram
Slóvakía – Áfram
Finnland – Áfram
Lettland – Áfram
Serbía – Ekki áfram

Hvað finnst ykkur nú um þetta? Ég verð nú að segja að mér finnst þau lög sem þau töldu „out“ vera sterkustu kandídatana inn í aðalkeppnina.

Í tilfelli Rússlands ALLS ekki vegna lagsins heldur vegna stöðu Rússlands í keppninni. Líkurnar á því að það komist  áfram eru afskaplega miklar, sérstaklega með klappliðinu í Lettlandi og Eistlandi í riðli. Eystrasaltslöndin eru þau sem hafa gefið Rússlandi flest stig:

(af wikipediu)

Serbneska lagið gæti vissulega verið betra þar sem Goran Bregovic samdi það. Vinsældir hans og Milans (sem er talsverð poppstjarna þarna úti) eiga hins vegar eftir að ná langt í að koma þeim í aðalkeppnina, það er ég viss um.

Af lögunum sem þau vildu koma áfram held ég að það sé nokkuð útséð með að Finnar komast ekki áfram. Þeir eiga ekki marga vini í keppninni og ég sé Íslendinga ekki kjósa þetta lag í umvörpum! Eistar eru líka óræð stærð. Þeir gætu algjörlega floppað!

Svo vona ég bara að Slóvakía komist áfram á sjarmanum, því að þetta er virkilega fínt lag – Slóvakar eiga hins vegar fáa vini í keppninni sem hefur verið þeim fjötur um fót. Í fyrra tóku þeir í fyrsta sinn þátt síðan 1998 – og komust ekki upp úr undankeppninni! :S

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s