Áttu uppáhald nú þegar? Láttu okkur vita!

Ég veit að fjölmargir aðdáendur keppninnar eiga sín uppáhaldslög nú þegar 🙂

Ég er núna að verða að búin með aðra yfirferð yfir lögin, og sum eru farin að síast inn – önnur alls ekki…

Áberandi hvað keppnin í ár er slök, miðað við sterku keppnina í fyrra og hitteðfyrra.

Topp 5 listinn minn núna er þessi (fyrir utan Heru!):

1. Þýskaland (Lena – Satellite)
2. Serbía (Milan – Ovo Je Balkan)
3. Svíþjóð (Anna Bergendahl – This is My Life)
4. Litháen (InCulto – East European Funk)
5. Pólland (Marcin – Legenda)


Have you already found your favorite song this year? Please comment and let us know!

My favorites are listed above 🙂

Eyrún Ellý

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Áttu uppáhald nú þegar? Láttu okkur vita!

 1. Stefán Þór skrifar:

  Því miður sem æstur áðdáandi verð ég að segja að þessi topplisti sukkar feitt. Jú þýska lagið er æði(límist á heila mans og situr þar sem fastast) en afgangurinn er bara bull og nær ekki hærra en sæti 29 hjá mér. Sérstaklega fer jarmandi söngur Önnu frá Svíþjóð í stíl Shakiru alveg óendanlega í taugarnar á mér. Á aðeins að mig minnir eina hliðstæðu í Eurovision og það er hin hræðilegi söngvari Dima Bilan.

  Minn listi lítur svona út.

  1. Írland(Niamh Kavanagh – It’s for you) Að mínu mati betra en In your eyes frá 93 og þroskaðri söngur

  2. Þýskaland(Lena Meyer Landrut-Satellite) Mest grípandi í þessu lélega ári

  3. Bosnía(Feminnem-Lako je sve) Dramatíkin ætlar allt að keyra um koll og geðveikt sexý dans.

  4. Holland(Sieneke-Ik ben verliefd(Sha-la-lie) Best framlag Hollands í yfir 10 ár svona La det swinge dagsins í dag.

  5. Slóvakía(Kristina-Horehronie) Lang besta framlag Slóvakíu Eitt stórt ævintýri og gæti vel unnið í Osló.

 2. jurovision skrifar:

  Takk fyrir athugasemdina Stefán!
  Ég get alveg verið sammála þér með Írland og Slóvakíu, þær voru næstar inn á listann hjá mér! 🙂
  Hins vegar veit ég ekki með Holland, það er annað hvort snilld eða skelfing! 😉 Vonandi kemur það vel út á sviðinu í maí.
  Kv. Eyrún Ellý

 3. Margrét Snæfríður skrifar:

  Þessi keppni er slök miðað við í fyrra, því er ég sammála, og þegar ég hlustaði á lögin í fyrsta skipti hélt ég að þetta yrði gjörsamlega hræðilegt. En merkilegt nokk, eftir nokkrar hlustanir fara lögin að venjast og mér finnst mörg lög ágæt núna. Ég ætla ekkert að segja um uppáhald, það breytist í hverri viku, en það sem ég hlusta oftast á núna er Eistneska lagið, Siren. Mér finnst það alveg frábært.
  Og frábær síða hjá ykkur líka 🙂

 4. jurovision skrifar:

  Takk fyrir það, Margrét! 🙂
  Það er alveg rétt að lögin batna við hverja hlustun, og ef maður ætlar að fá e-ð út úr Eurovision þá hlustar maður á þau nokkrum sinnum fyrir!
  Eistneska lagið er svona óræð stærð finnst mér, ég held að það fari líka eftir sviðsframkomunni!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s