Myndir af Rockfish!

Undirritaðar skelltu sér á Rockfish-kvöldið á Sódómu í gærkvöldi. Þar var mikið um dýrðir og tónlistin ómaði.

Ekki síst þegar Haffi Haff (DJ Haha) þeytti skífum…

… þá var mikið dansað!

Á svið steig hinn ungi Friðrik Dór og flutti tvö lög af sinni alkunnu rapp/hipp hopp-snilld!

Allt ætlaði um koll að keyra þegar Haffi Haff kynnti á svið „the Queen of Iceland“ og viðstaddir klöppuðu Heru Björk lof í lófa.

Hún flutti danska „sigur“lagið frá því í fyrra, Someday – eða það sem hefði átt að vinna 🙂
Einnig lagið Knock on Wood í hressri dansútgáfu.
Hún lauk svo flutningi sínum á Je ne sai quoi í dansútgáfunni – sem var sko vel hægt að dansa við og skemmtistaðirnir og plötusnúðarnir eiga ekki eftir að eiga í neinum vandræðum með að ná upp stemmingu með því í sumar!!

Hera kvaddi svo með virktum og hélt á braut út í nóttina því að tökur stóðu yfir í Sundhöllinni á Eurovision-myndbandinu. Það verður svo frumsýnt í næstu viku og Allt um Júróvisjón verður að sjálfsögðu með ítarlega umfjöllun!

Fylgist með! 🙂

Eyrún Ellý og Hildur T. Flóvenz

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s