Askan truflar Eurovision-undirbúninginn!

Samkvæmt eurovision.tv hefur eldgosið í Eyjafjallajökli bein áhrif á undirbúning Eurovision-keppninnar í Noregi. Um þessar mundir eru fulltrúar keppninnar að fljúga um alla Evrópu og taka upp efni fyrir póstkortin litlu sem sýnd eru á undan hverju lagi í keppninni. Þetta eru 35 sekúndna innslög sem við könnumst öll við og eru undirbúin fyrir fram. Kvikmyndagerðarmaðurinn Leif Hartland er einn þeirra sem sjá um þessa vinnu og samkvæmt upplýsingum frá NRK tókst naumlega að redda honum miðum í rútur og ferjur í Skandinavíu.

Við skulum nú vona að röskunin verði ekki meiri en orðin er! Það væri óbærilegt ef smá eldgos hér á Íslandi kæmi í veg fyrir að uppáhaldssjónvarpsviðburðurinn okkar yrði að veruleika! Gisp!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s