„Is it true?“ hlýtur Esctoday-verðlaun

Aðdáendasíðan Esctoday.com veitti í fjórða sinn verðlaunin Esctoday Awards fyrir árið 2009. Á bak við þá atkvæðagreiðslu standa atkvæði aðdáenda og spekúlanta í Eurovision-fræðum.

Íslenska atriðið með Jóhönnu Guðrúnu í fararbroddi hlýtur hvorki meira né minna en fern verðlaun og þar á meðal fyrir besta lagið (Song of the Year). Önnur verðlaun eru fyrir bestu bakraddir (Best Backing Performers), bestu kvenröddina (Best Woman Vocal Performance) og fyrir besta enska texta ársins (Lyricist of the Year) sem Óskar Páll Sveinsson, Tinatin Japaridze og Chris Neil sömdu.

Árið 2008 hlaut Eurobandið tvenn verðlaun frá aðdáendum keppninnar; fyrir bestu framkomu pars/hóps (Best duo/group performance) og besta flutning pars/hóps (Best duo/group vocal performance).

Is it true? hlaut 23.1% atkvæða en næst á eftir kom Fairytale Alexanders Rybaks með 19% atkvæða. Röð efstu laga var á þessa leið:

  1. Is it true? (Iceland) – 23.1%
  2. Fairytale (Norway) – 19.0%
  3. Rändajad (Estonia) – 14.9%
  4. Et s’il fallait le faire (France) – 13.9%
  5. Düm tek tek (Turkey) – 12.0%
  6. It’s my time (United Kingdom) – 6.6%
  7. La voix (Sweden) – 6.2%
  8. Always (Azerbaijan) – 4.3%
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s