Hera á leið út í heim!

Nú er Eurovision-hópurinn kominn á fullt í undirbúning enda styttist óðum í keppnina í maí! Í
dag eru aðeins 42 dagar í að Hera stigi á svið á fyrra undankeppniskvöldinu og 47 dagar í
aðalkvöldið 🙂

Þá er bara að spýta í lófana og kynna lagið.

Hópurinn er nú á leið til Brussel þar sem lagið verður spilað fyrir Eurovision-þyrsta
meginlandsdiskótekara.
2. maí verður svo mikið partý í London, UKeurovision Preview Party á staðnum Shadow
Lounge. Hér má finna meiri upplýsingar um atburðinn en Hera stígur á svið með írska
keppandanum Niamh Kavanah sem nýtur mikilla vinsælda á Bretlandseyjum!

Spennan er farin að magnast um keppnina og þarf ekki að lesa lengi á eurovision.tv og
esctoday.com til að hrífast með! Stórt partý verður haldið í Hollandi 24. apríl nk. og þar stíga
ýmsir á svið, t.d. hinn ísraelski Harel Skaat, hljómsveitin maNga frá Tyrklandi og finnsku
þjóðlagasysturnar í Kuunkuiskaajat!

Spennó spennó!

Það styttist líka í útgáfu myndbandsins við Je ne sai quoi og að sjálfsögðu mun Allt um
Júróvisjón fjalla um það og birta hér á síðunni!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s