Undarlegasta atriði í Júróvísjon

Það er mikil júróvísjongleði ríkjandi í Noregi þessa daganna. Í ár halda þeir ekki eingöngu keppnina sjálfa heldur halda þeir einnig upp á 50 ára þátttöku sína í keppninni. Í tilefni af því hefur NRK sýnt þætti sem fjalla um keppnina á ýmsan hátt. Einn þessara þátta er eins konar topp 10 þáttur þar sem farið er yfir 10 mismunandi lög úr Júróvísjon eftir ákveðnum þemum.

Í síðustu viku var farið yfir 10 undarlegustu atirðn sem byrst hafa í keppninni frá upphafi. Mörg undarleg atirði litu dagsins ljós og  voru viðmælendur í þættinum oftast í hláturskasti yfir því sem fram fór. Hér ber að líta efstu sætin þrjú yfir undarlegust lögin samkvæmt þátttarstjórnendum á NRK.

3. sæti

Hér má sjá Marty Brem frá Austurríki flytja hugljúfa ballöðu árið 1981. Það sem þótti undarlegt var klæðnaður og hreyfingar bakraddana. Ég hvet ykkur til að fylgjast vel með þeim!

2. sæti

Í öðru sæti var nokkuð nýrra lag en það var enginn önnur en Verka Serduchka frá Úkraínu sem lenti einmitt í 2. sæti árið 2007.

1. sæti

Undarlegast atriðið þóttu þáttarstjórnendum NRK vera Datner & Kushnir með lagið Shir Habatianim  eða Hobba hulle eins og lagið er einnig þekkt fyrir. Hér eru á ferðinni tveir karlar í jakkafötum sem gerðu ýmsilegt undarlegt! 

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Undarlegasta atriði í Júróvísjon

 1. Hlíf skrifar:

  Ahh, hver man ekki eftir húbba húlle húlle.

  Komst kalkúnninn á blað? Eða Silvía okkar?

  Er hægt að horfa á þessa þætti á netinu? Guð mig langar að sjá þá:)

 2. Hilla skrifar:

  Ég sá ekki þáttinn í heiild sinni svo ég veit ekki hvort kalkúnninn eða Silvía komust á blað. En þau hafa þá verið í 5-10 sæti!

  Hins vegar voru inn á milli í þættinum klippur úr ýmsum atirðium sem þóttu undarleg og þar var kalkúnninni, atriði Páls Óskar og vinningsatirði Dima Bilans! Fyrir mína parta v ar nú fyrra atirði herra Bilans undarlegra en það seinna, mér finnst nefninlega dauða ballerínur í píanói undarlegri en skautasvell og heimsfræðugr skautari!

 3. Hilla skrifar:

  Ég man því miður ekki hvað þessir þættir heita og hef leitað mikið að þeim á nrk.no en ekki orðið ágent í leit minni. EF ég finn frekari upplýsingar um þættina og hvar er mögulega hægt að sjá þá pósta ég því hér á síðuna :o)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s