Lagakynning 2010: Frakkland, Azerbaídjan, Ísrael og Úkraína (!)

Biðst afsökunar á því hvað það hefur dregist aðeins að klára fyrstu yfirferð á lögunum (fyrstu kynningu) en hérna koma lögin fjögur sem ekki hefur verið fjallað um hérna á síðunni áður:

Frakkland

Frakkar sem kjósa á fyrra undankvöldinu (þ.e. okkar kvöldi) senda danssmell með hinum hressa Jessy Matador, Allez Olla Olé. Eins og góð klúbbalög er þetta ekkert nema viðlag og getur því verið nokkuð grípandi.

Azerbaídjan

Safura syngur Drip Drop fyrir Azerbaídjan og er spáð mjög góðu gengi nú þegar. Þá er bara að sjá hvernig hún plumar sig í Osló!

Ísrael

Gleðipinninn Harel Skaat syngur Milim, angurværa ballöðu, fyrir Ísraels hönd. Kemur á óvart. Nei 🙂

Úkraína

Úkraínumenn eru með vesen í ár. Eins og sagt hefur verið frá hér áður hentu þeir út allri stjórn úkraínska sjónvarpsins, skiptu um alla yfirmenn og drógu ástarjátningu Vasyls Lazarovych til baka. Þeir náðu svo ekki að koma með nýtt lag fyrir tilsettan tíma og fengu sekt fyrir það en hérna er lagið þeirra komið – og bannað að breyta héðan í frá! 🙂
Alyosha syngur dálítið rokkaða ballöðu Sweet People og gæti gert góða hluti.

———–
Við ætlum svo að kynna hvern og einn keppanda betur þegar nær dregur og förum yfir riðlana eins og þeir leggja sig, sum sé hverja Hera keppir við og hverjir eru í hinum riðlinum og spár og spekúlasjónir í kringum það!
Stay tuned! 🙂
———-

– Eyrún Ellý

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s