NÝTT MYNDBAND VIÐ JE NE SAIS QUOI!!!

Æðislegt nýtt myndband Heru Bjarkar var sett á vef Olis núna í kvöld!

Kvikmyndaskóli Íslands á sannarlega heiður skilinn fyrir flotta vinnu 🙂

– eigum við ekki langflottasta myndbandið by far???

Myndbandið verður svo frumsýnt í Kastljósi Sjónvarpsins annað kvöld!! 🙂

Yfirferð framlaga 2010 I

Nú þegar rúmur mánuður er þar til Júróvísjon hefst er komið að því að líta yfir framlögin í keppninni í ár og setja fram okkar álit á þeim. Í ár verður hægt að kjósa eftir hvert og eitt lag og það gæti haft nokkur áhrif en við gerum okkar besta 🙂

Þetta mun ganga þannig fyrir sig að fjallað verður um fimm framlög í einu. Við hvert  framlag verða gefin tvö álit, annað frá Hildi og hitt frá Eyrúnu. Fjallað verður um framlögin í þeirr röð sem þau stíga svið.

Í þessari fyrstu yfirferð verður því fjallað um framlög Moldavíu, Rússlands, Eistlands, Slóvakíu og Finnlands.

MoldavíaRun away í flutningi Sunstroke Project & Olia Tira

Hildur segir:
Moldavia teflir fram hressu og skemmtilegu Europopplagi af góðri tegund. Lagið er á einhvern hátt bæði nýtískulegt og gamaldags. Ég held það helgist af dæmigerðum europopp-stíl í bland við saxafónleik sem minnir mig óneitanlega mikið á 9. áratuginn. Myndbandið er líka í þessum anda, 9. áratugurinn mætir 21. öldinni. Lagið er eitt af mínum uppáhalds í keppninni og tel það algjörlega öruggt áfram.

Eyrún segir:
Moldóvar stíga allra fyrstir á svið með hresst unglingapopp. Það skemmtilega við það er 90‘s-saxófónninn og neon-fiðlan. Flutningur lagsins gæti orðið nokkuð brokkgengur á sviðinu, af frammistöðu söngkonunnar Oliu Tiru að dæma á youtube. Nokkuð góðar líkur á því að þessu lagi gangi vel og fari áfram.

Rússland – Lost and forgotten í flutningi Peter Nalitch & Friends

Hildur segir:
Rússar tefla fram þjóðlagaskotinni ballöðu eins og algengar eru í Eurovision. Hún minir mig meira að segja smávegis á balkanballöðu en er þó engan veginn nægilega sterk til að falla í þann hóp. Lagið byrjar ágætlega en versnar eiginlega þegar líður á það. Rödd Peters er örlítið undarleg. Það er eins og hann sér að reyna að vera óperusöngvari en hafi aldrei lært neitt. Millikaflinn með spurningunum er alveg til að deyja fyrir, það er svo hallærislegt! Þetta er ekki í uppáhaldi hjá mér nema kannski til að hlæja að. Ég er ansi hrædd um að rússar séu búnir að ná toppnum í bili í Eurovision og það líði nokkur tími þar til við fáum framlag frá þeim sem mun hoppa inn í aðalkeppnina.

Eyrún segir:
Í fyrra lentu Rússar sem voru gestgjafar í 11. sæti með ballöðuna Mamo. Í ár senda þeir nýstirnið Peter Nalitch og hljómsveit. Hann hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn í hinum rússneskumælandi heimi eftir að hann var stjarna á Youtube með lagið Gitar. Hann er ekki síst vinsæll vegna þess að hann gerir alla sína tónlist aðgengilega á netinu. Hann verður þó að teljast vægast sagt „indie“-tónlistarmaður og lagið Lost and Forgotten er akkúrat þannig og minnir nokkuð á ballöður áttunda áratugarins í Eurovision. Einhverjar getgátur eru um að þetta sé grín en það skilar sér þá afskaplega takmarkað! Í myndbandinu kemur hann fram í einhvers konar náttbuxum og syngur á nánast óskiljanlegri ensku. Þetta er eitt þeirra laga sem við á Allt um Júróvisjón kjósum að kalla SS-lag; Skelfing eða Snilld!! Telja verður nokkuð líklegt að Rússar komist áfram upp úr undankeppninni vegna menningaráhrifa þó að lagið eigi það sannarlega ekki skilið!

Eistland – Siren í flutningi Malcolm Lincoln

Hildur segir:
Eistar bjóða upp á svolítið framúrstefnulegt lag í ár. Það er á engan hátt Eurovisionlegt og líkist ekki neinu sérstöku. Lagið er þó klárlega popplag enda harður trommutaktur undir þessu undarlega lagi. Myndbandið er enn undarlegra, maður með stóran og brotinn haus…. maður segir ekki meira! Mér finnst lagið það leiðinlegt að ég nenni varla að hlusta á það til enda og fer alveg örugglega að poppa þegar það kemur. Ég spái því að Eistar komist ekki í úrslitin í ár.

Eyrún segir:
Urban Symphony komu Eistlandi sannarlega á kortið í fyrra og ballaðan Rändajad skilaði þeim 6. sæti. Í ár fara þeir óhefðbundnari leiðir með laginu Siren með Malcolm Lilncoln. Lagið er indie-rokk lag og minnir á Coldplay árið 1985 🙂 Þetta er atriði sem byggir algjörlega á flutningi á kvöldinu sjálfu, gæti alveg floppað eða gengið upp og er því nokkuð óræð stærð og erfitt að spá því áfram.

Slóvakía – Horehronie í flutningi Kristina Pelakova

Hildur segir:
Slóvakar eru með á nótunum í ár! Þeir senda frá sér lag með hægri laglínu en europopp-undirspili en þó með örlitlum þjóðlegum brag. Sungið er á móðurmálinu og nýtur tungumálið sín einstaklega vel í laginu. Það er eitthvað heilt við lagið sem gefur því brag sem fær mann til að muna eftir því. Ég get þó ekki sagt að ég fái það á heilann. Það sem stingur mig helst eru hræðilegir búningar á sviðinu bæði á Kristinu og dönsurunum hennar, sem eru annars mjög skemmtilegir. Undir lok lagsins bregða dansaranir á leik með gömlu banda-trixi sem Armenar og Tyrkir hafa meðal annars notað áður með ágætum árangri. Undir lok myndbandsins er skipt yfir á mynd þar sem ber að líta flytjendur í öllu einfaldari búningum. Það finnst mér eiga mun betur við. Ég tel að árangurinn yrðir bestur ef einblínt er á dansinn og söngkonuna í einföldum klæðum fremur en bönd og undarlega búninga. Ég spái Slóvökum áfram í úrslitin.

Eyrún segir:
Slóvakía hefur ekki verið til stórræðanna í Eurovision og tóku sér hlé frá keppninni 1999–2009 en komust ekki áfram úr undankeppninni í fyrra. Í ár leita Slóvakar ekki langt yfir skammt og leita til taktfastrar poppballöðu í anda Ruslönu hinnar úkraínsku. Lagið heitir Horohronie og er óður til samnefnds landsvæðis í Slóvakíu sem afmarkast af Hron-ánni og Tatra-fjallgarðinum. Í myndbandinu er þetta undirstrikað með skógarmyndum, grænni lýsingu og Ruslönu-búningum. Lagið er þó mjög grípandi og fallegt tungumálið fær að njóta sín. Slóvakía ætti því tvímælalaust að komast áfram!

Finnland – Työlki Ellää í flutningi Kuunkuiskaajat

Hildur segir:
Ég er hálf orðlaus yfir þessu atriði Finnanna. Þó að þetta sé háalvarlegir og virtir þjóðlagatónlistarmenn í Finnlandi þá finnst mér þetta líta út eins og grín. Satt best að segja finnst mér þetta ofur hallærislegt og engan veginn til þess fallið að gera góða hluti. Ég held að Finnar sitji eftir og komist ekki í úrslitin.

Eyrún segir:
Finnar sendu í fyrra danssmellinn Lose Control, komust áfram á dómaraatkvæði og lentu í 25. sæti. Í ár senda þeir mun „finnskara“ atriði, harmónikkupolka sunginn á finnsku af tveimur ljóshærðu þjóðlagasöngkonum.  Ekki finnst mér mikið varið í lagið og ef eitthvað er að marka myndbandið þarf mikið til að atriðið á sviðinu hjálpi til. Þetta er svona ræ-ræ-ræ-lag kvöldsins, tími til kominn að poppa!

Sannspáir höfundar Alls um Júróvísjon / All about Eurovision accourate choice

(english below)

Höfundar Alls um Júróvísjon hafa undanfarin ár fjallað um framlög til  júróvísjon-keppninar  og spáð fyrir um gengi þeirra. Í tilefni að opnun þessarar síðu er ekki úr vegi að kanna hversu sannspáir þeir voru árið 2009:

Spá EEV
Eyrún spáði fyrir um hvaða 20 lög kæmust áfram upp úr undankeppnunum og í aðalkeppnina. Af 20 lögum spáði hún 15 rétt eða framlögum, Albaníu, Armeníu, Azerbaidjan, Bosníu, Danmörku , Eistlands, Grikklands, Íslands, Króatíur, Litháen, Noregs, Möltu Rúmeníu og Tyrklands.

Auk þess spáði Eyrún framlögum Búlgaríu, Hvíta Rússlands, Hollands og Tékklands áfram.

Eyrún spáði auk þess fyrir um hvaða 20 framlög yrðu í efstu sætunum í aðalkeppninni. Þar spáði hún framlögum 17 landa rétt, en þó ekki í hvaða röð þau yrðu.

Spá HTF
Hildur spáði ekkert í framgang laga í aðalkeppninni en velti fyrir sér hvaða lög ættu tækifæri að ná upp úr forkeppnunum. Hildur setti fram spána á þann hátt að hún flokkaði lög í þrjá flokka, áfram, ekki áfram og óviss. 13 lögum spáði Hildur áfram og komust 11 lög af þeim í úrslitin. Þetta voru framlög, Armeníu, Albaníu, Finnlands, Grikklands, Íslands, Króatíu, Möltu, Noregs, Rúmeníu, Tyrklands og Úkraínu.

Hildur spáði 12  lögum ekki áfram í úrslitakeppnina. Þar af voru fimm framlög, frá Portúgal, Ísrael, Danmörku, Adzerbajsan og Litháen sem komust áfram. Loks setti Hildur 11 lög í flokkin um óvisst gengi. Þar af voru fjögur framlög sem komust áfram í úrslitin, frá Eistlandi, Moldavíu, Bosníu og Svíþjóð.

Af þessu má draga að þær Hildur og Eyrún hafi verið nokkuð nærra lagi í spám sínum. Báðar spáðu þær fyrir rétt í 75% tilvika um gengi laga í undankeppnunum; Eyrún spáði 15 lögum áfram og Hildur spáði 11 lögum áfram og var óviss um gengi  fjögurra laga. Auk þess spáði Eyrún rétt fyrir um gengi 85% laga í 20 efstu sætin á úrslitakvöldinu.

Í ár munum höfundar síðunnar fara eftir sama ferli við spár sínar og verður því hægt að bera þær betur saman við lok keppninnar í ár.

The fansite bloggers HTF og EEV chose the songs that would win the Semi-Finals and compeet in the Finals last year. Their choices was quite accurate! EEV chose 15 out of 20 right, the songs from Albania, Armenia, Azerbaidjan, Bosnia-Herzigovina, Denmark, Estonia, Greece, Iceland, Croatia, Lithuaina, Norway, Malta, Romania and Turkey.

HTF chose 13 songs to win the semi finals. 11 songs out of her 13 made it to the final, the songs from Albania, Armenia, Finland, Greece, Iceland, Croatia, Malta, Norway, Romania, Turkey and Ukraine. HTF was unsure about 11 songs and four of them made it to the final, the songs from Estonia, Moldavia, Bosnia – Herzegovina and Sweden.
The accuracy was therefore about 75% – which is pretty good!

This year HTF and EEV will  choose the songs to win their seat in the Finals also so stay tuned and check their accuracy!

Viðtal við Heru Björk: „Við förum bara með Norrænu ef flugið liggur niðri!“

Allt um Júróvisjón hitti í síðustu viku Heru Björk, keppanda Íslands í Eurovision og spjallaði aðeins við hana.

Aðdáendur þekkja Heru að sjálfsögðu en svona til að rifja aðeins upp Euro-ferilinn:

2007 –   söng Mig dreymir í Söngvakeppni Sjónvarpsins, en laut í lægra haldi fyrir Eika Hauks
2008 –   lenti í öðru sæti dönsku undankeppninnar, Melodi Grand Prix, með megaslagarann Someday. Söng bakraddir í framlagi Íslands 2008, This is my life.
2009 –    söng bakraddir og leiðbeindi með söng í framlagi Íslands 2009, Is it true?

Þú hlýtur að vera á fullu í undirbúningi fyrir stóra daginn?
Jú, ég er búin að vera á fullu í undirbúningi og promo-stöffi. Við erum að fara út til Brussel 30. apríl og ég syng líka ásamt írsku söngkonunni Niamh Kavanagh í London 2. maí. Við verðum þarna tvær dívurnar.  Svo er ég að vinna að sólóplötu sem kemur út í kringum 8. maí. Hún verður seld hérna heima aðallega en kannski við kippum nokkrum eintökum með til Oslóar. Svo er verið að uppfæra síðuna mína, www.herabjork.com og hún verður stútfull af upplýsingum.

Hvernig gengur með myndbandið?
Mjög vel, tökurnar voru í Sundhöllinni í Reykjavík um síðustu helgi.  Það var mikið fjör og myndbandið verður frumsýnt í byrjun næstu viku.

Við sáum Volcanic Version af Je ne sais quoi, það hefur ekki bara verið fínt myndband fyrir okkur?
Já, það var algjör snilld. Ég rakst bara á það á netinu og það er að fá fullt af heimsóknum líka. Það er náttúrulega spurning með þetta flugvesen. Mig langaði nú bara mest að fara þarna út með Norrænu. Það hefði verið æðisleg innkoma, öll hersingin bara siglandi yfir pollinn til Noregs! Kannski við gerum það ef fer í hart.

Hvernig leggst svo í þig að fara út í maí?

Ég hlakka mikið til að fara út og hitta alla, aðdáendur og fleiri. Ég er að fara út í þriðja sinn og þetta er auðvitað mikið sama fólkið sem maður hefur hitt og unnið með. Ég fæ örugglega harðsperrur af knúsi en það verður bara dásamlegt!

Hefur Eurovision beinlínis hjálpað þér áfram?

Ég er alltaf að fá pósta og tilboð um að syngja á ýmsum stöðum. Lagahöfundar hafa haft samband við mig alls staðar að úr heiminum, t.d. var ég beðin að syngja í úkraínsku og grísku keppninni. Skandinavarnir hafa líka verið að biðja mig að syngja fyrir sig. Ég er bara svo mikill þjóðernissinni í mér að ég er ekki viss um að ég gæti keppt fyrir aðra – ég rétt svo meikaði það fyrir Danmörku!

Jæja, hvað fannst ykkur um þáttinn í gær?

Endilega kommentið með ykkar álit!!

Palli, Reynir, Guðrún og dr. Gunni fóru yfir fyrstu átta lögin í fyrri undankeppninni í gær.

Svona kusu þau (eftir því sem ég kemst næst, var reyndar ekki með blað og blýant 🙂 )

Moldavía – Áfram
Rússland – Ekki áfram
Eistland – Áfram
Slóvakía – Áfram
Finnland – Áfram
Lettland – Áfram
Serbía – Ekki áfram

Hvað finnst ykkur nú um þetta? Ég verð nú að segja að mér finnst þau lög sem þau töldu „out“ vera sterkustu kandídatana inn í aðalkeppnina.

Í tilfelli Rússlands ALLS ekki vegna lagsins heldur vegna stöðu Rússlands í keppninni. Líkurnar á því að það komist  áfram eru afskaplega miklar, sérstaklega með klappliðinu í Lettlandi og Eistlandi í riðli. Eystrasaltslöndin eru þau sem hafa gefið Rússlandi flest stig:

(af wikipediu)

Serbneska lagið gæti vissulega verið betra þar sem Goran Bregovic samdi það. Vinsældir hans og Milans (sem er talsverð poppstjarna þarna úti) eiga hins vegar eftir að ná langt í að koma þeim í aðalkeppnina, það er ég viss um.

Af lögunum sem þau vildu koma áfram held ég að það sé nokkuð útséð með að Finnar komast ekki áfram. Þeir eiga ekki marga vini í keppninni og ég sé Íslendinga ekki kjósa þetta lag í umvörpum! Eistar eru líka óræð stærð. Þeir gætu algjörlega floppað!

Svo vona ég bara að Slóvakía komist áfram á sjarmanum, því að þetta er virkilega fínt lag – Slóvakar eiga hins vegar fáa vini í keppninni sem hefur verið þeim fjötur um fót. Í fyrra tóku þeir í fyrsta sinn þátt síðan 1998 – og komust ekki upp úr undankeppninni! :S

Eurovision-dagur í dag!

ALLA LEIÐ RUV 2008 PROMO

Allir vita hvaða dagur er í dag! Eurovision-dagur!!!

Þátturinn hans Palla, Alla leið, verður sýndur í kvöld á RÚV kl. 19:40.

EKKI MISSA AF HONUM!

Fyrsti þátturinn (í kvöld)

Sýnt: laugardagur 24. apríl 2010 kl. 19.40.
Endursýnt: 25. apríl 2010 kl. 10.20; 27. apríl 2010 kl. 15.45

Annar þátturinn (næsti laugardagur)

Sýnt: laugardagur 1. maí 2010 kl. 19.40.
Endursýnt: 2. maí 2010 kl. 10.20; 4. maí 2010 kl. 15.45

Munið svo að fylgjast með hérna – umfjöllun Alls um Júróvisjón fer að hefjast!

Þangað til, kíkið á flipann Lönd/Participants 2010!

For us in Iceland these next two Saturdays will be true Eurovision-days! Tonight and next Saturday the one and only Paul Oscar (remember, 1997) will review the songs for Eurovision 2010 with three Euro-experts!
If you want to see them check out http://www.ruv.is  – the show is called
Alla leið!!

Soon we will start our review of the songs – please follow us!


Eurobandið og Bobbysocks á 10 ára afmæli ESCtoday

Ein stærsta aðdáendasíðan í Júróvísjon heiminum, ESCtoday, verður tíu ára á þessu ári. Að því tilefni ætlar síðan að standa fyrir viltu og trylltu Eurovision afmælipartý föstudaginn 28. maí n.k. í Osló.  Í dag tilkynnti vefsíðan að Eurobandið með þeim Regínu Ósk og Friðriki Ómari í farabroddi myndi troða upp í partýinu ásamt stórsöngkonum norsku í Bobbysocks. Samkvæmt frétt ESCtoday eru Friðrik Ómar og Eurobandið himinlifandi yfir að fá að troða upp með Bobbysock.

ESCtoday celebrates its 10th anniversary this year. The website is planing a pig Eurovision party on the 28th of May in Oslo. Today they announce that the headliners for the party will be Bobbysock form Norway and our very own Euroband form Iceland! According to the ESCtoday Friðrik Ómar, one of the lead singer in Euroband is trhilled about performing with Bobbysocks.


Norski Aftenposten spáir sænskum sigri!

Blaðamaður norska Aftenposten fór nýlega yfir stöðu þeirra 34 laga sem keppast um að komast í aðalkeppnina.
Þar fær Anna Bergendahl flest stig eða 5. Næst á eftir koma Danmörk, Malta, Noregur, Pólland og Sviss með 4 stig.
(Norðurlöndin standa með sínum, ekki satt?)

Hera fær ekki nema 1 stig í umfjölluninni. Talað er um að Íslendingar hafi snúið sér að fjöldaframleiddu euro-diskói í ár eftir sterka ballöðu í fyrra og blaðamanni finnst það helst til gamaldags. Í lokin er  sama gamla tuggan um Björk viðhöfð:

Island

Hera Björk: Je Ne Sais Quoi

Fra knallsterk ballade og annenplass i fjor, til pur anmassende eurodisko i år. Et lite vellykket valg, dette er kun gammeldags fyllstoff. Ingen ny Björk, nei.

Umfjöllunina má finna hér!

Norvegian newspaper Aftenposten has granted Sweden a safe place in the Final on May 29th. Norway, Poland, Denmark, Malta and Switzerland will follow. I guess the Scandinavian block sticks together 😉

Hera Björk only gets one point and is critiziced for singing an old-fashion eurodisco. And of course the phrase „She’s no Björk“ follows, as usual when icelandic artists are involved!

You can find this here!

Áttu uppáhald nú þegar? Láttu okkur vita!

Ég veit að fjölmargir aðdáendur keppninnar eiga sín uppáhaldslög nú þegar 🙂

Ég er núna að verða að búin með aðra yfirferð yfir lögin, og sum eru farin að síast inn – önnur alls ekki…

Áberandi hvað keppnin í ár er slök, miðað við sterku keppnina í fyrra og hitteðfyrra.

Topp 5 listinn minn núna er þessi (fyrir utan Heru!):

1. Þýskaland (Lena – Satellite)
2. Serbía (Milan – Ovo Je Balkan)
3. Svíþjóð (Anna Bergendahl – This is My Life)
4. Litháen (InCulto – East European Funk)
5. Pólland (Marcin – Legenda)


Have you already found your favorite song this year? Please comment and let us know!

My favorites are listed above 🙂

Eyrún Ellý