Sumir koma aftur: Fabrizio Faniello

Fabrizio Faniello er afar frægur söngvari í heimalandi sínu Möltu. Faniello er einn þeirra sem hefur tvisvar komið fram í Eurovision.

Í fyrra skiptið sem Faniello kom fram var árið 2001 í hinni glæsilegu keppni sem haldin var í Parken í Kaupmannahöfn. Áður en hann fékk það tækifæri hafði hann unnið nokkuð lengi sem söngvari í heimalandi sínu með ágætum árangri hafði þó aldrei náð gríðarlegum vinsældum.  Faniello var spilaði einnig fótbolta veltist um tíma í vafa hvort hann ætti að leggja fyrir sögninn eða fótboltann.  Í kjölfar keppninnar þar sem hann lenti í 9. sæti með laginu Another summer night jukust vinsældir hans til muna. Lagið varð nokkuð vinsælt víða um Evrópu og smám saman varð stjarna Faniello skærar.

Árið 2006 hafði Faniello unnið til fjölda verðlauna og átt söluháar plötur í heimalandi sínu sem og að nokkur lög hans höfðu verið spiluð mikið í Evrópu og urðu sérstakelga vinsæl í Svíþjóð. Þegar Faniello vann undankeppni Eurovision á Möltu þetta ár var því annar og vinsælli Faneillo sem tók þátt í Eurovision fyrir hönd möltu. Lagið sem hann flutti heitir I do og var sannarlega eitt af mínum uppáhalds lögum í keppninni. Þrátt fyrir miklar vonir og gott lag var Faniello nokkuð falskur á sviðinu í Aþenu og hlaut eingöngu eitt stig og lenti í neðsta sæti.  Þrátt fyrir þetta náði lagið nokkrum vinsældum í Evrópu um sumarið 2006 og hefur þetta haft lítil áhrif á feril Faniello hingað til.

Hér má sjá lagið Another summer night. Þess ber að geta að bakraddirnar og dansararnir eru danskar en það hefur  verið eitt af einkennum Maltverja að fá til sín bakraddir í því landi sem keppnin er haldin.

Hér má svo heyra lagið I do. Ég set inn bæði framkomun í keppninni 2006 en eins myndbandið enda grundvallar munur þar á í flutningi!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s