Úkraínska lagið afturkallað og nýjar reglur!

Aðdáendasíðan Eurovision.tv greindi frá því í gærkvöldi að úkraínska framlagið I love you í flutningi Vasyls Lazarovych, sem við höfum fjallað um hérna á síðunni, verði afturkallað úr keppninni og nýtt lag og flytjandi verði valin!

Ástæðan ku vera stjórnarskipti í stjórn ríkissjónvarpsins NTU. Úkraínumenn þurfa þó að spýta í lófana ef þeir ætla að ná frestinum til að senda lagið inn í keppnina, en hann rennur út þann 22. mars nk., þ.e. á mánudaginn kemur!

Í dag geta því allir sem orðnir eru 16 ára og hafa samið eigið lag sent það inn, og frestur til að skila inn lögum verður til 18:00 (17:00 CET). Í kvöld verða svo 20 bestu lögin valin úr og verða um leið kynnt í þættinum Shuster Life í ríkissjónvarpinu.

Um helgina, 19. og 20. mars verða svo 20 sek klippur úr lögunum 20 spiluð fram og til baka í dagskrá NTU og að kvöldi 20. mars verður símakosning meðal þjóðarinnar. Húff, maður verður bara uppgefinn að skrifa þetta!

– Nú er bara spurning hvort þetta ofur-skipulag Úkraínumanna skili sér í góðu lagi eða hvort að þeir missi af frestinum!

Eyrún Ellý

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Úkraínska lagið afturkallað og nýjar reglur!

  1. Hilla skrifar:

    Ja hérna, það er verður greinilega nóg um að vera í Úraínska sjonvarpinu helgina!

    En vá hvað það er skrítið að stjórn sjónvarpsins geti bara ákveðið að afturkalla valið lag og sent inn nýtt!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s