Úrslitin í Melodifestivalen

Svíjar hafa löngum verið taldir ein mesta áhugaþjóðin um Eurovision. Það er sjálf sagt ekki ofsögum sagt þegar litlið er til undankeppninar þar í landi sem ber heitið Melodifestivalen.

Eftir fjögur undarúrslitakvöld og eitt kvöld þar sem nokkrir keppendur fengu annað tækifæri til að komast í úrslitin var loksins komið að úrslitunum sjálfum laugardagskvöldið 13. mars. Alls voru tíu lög sem kepptu um að komast til Oslóar fyrir hönd Svíja. Mikið var lagt í kvöldið sem heppnaðist með ágætum, allt í senn hvað varðar frammistöðu keppenda, framkomu kynna og skemmtiatriða.

Mikið var lagt upp úr því að velja sigurvegarann en valið fór þannig fram að dómnefndir frá sex löndum gáfu stig, fimm svæðisbundnar dómnefndir í Svíþjóð einnig og loks atkvæði áhorfenda sem gátu kosið í gegnum síma.  Áður en stig voru tilkynnt var sett á svið heljarinnar sýning þar sem Noregur og Svíþjóð börðust í frábærri Eurovision keppni. Margir frægir keppendur komu þar fram meðal annars Bobbysocks og Wig Wam. Til að gera langa sögu stutta tilkynnt Måns, annar kynnirinn, að Noregur hefði sigra þessa lotu.

Atkvæðagreiðslan var athyglisverð.  Alþjóðlegu dómefndinar sex voru ekki einhuga í vali sínu en flestar voru þær hrifnastar af lagi Salems Al Fakir, Keep on walking. Lögin This is my life, Unstoppable og You are out of my life fengu öll tólf stig.  Það var þó lag Salems sem leiddi keppnina þegar kom að sænsku dómnefndunum. Þar kom í ljós annað munstur. Lagið This is my life í flutningi Önnu Bergendahl fékk hver stigin á fætur öðru en náði þó ekki að skjótast endanlega upp fyrir lag Salesm, Keep on walking. Það var því ekki fyrr en í stigin komu úr símakosningunni að ljóst var að Anna Bergendahl og lagið This is my life hafi sigrað.

Allt um Júróvísjon hafði samband við Söru Ulfheim, eurovision sérfærðing í Svíþjóð til að fá hennar álit á úrslitunum og báðu hana að spá fyrir um gengi Önnu Bergendahl í Osló í vor. Sara taldi, eins og margir aðirir, að lagið Keep on walking hefði verið best lagið í keppninni og hafði hún giskað á að það ynni en Anna yrði í öðru sæti. Sagði hún að sú aðferð Svíja í ár við að fá til keppninnar ólíka listamenn hafi gengið eftir og það hafi gert keppnina skemmtileri fyrir vikið.  Spurðu um möguleika Önnur Bergendahl í Osló sagði hún að líkur væri á að einlægni hennar og heiðarleiki gæti fleitt henni langt frekar en lagið sjálft enda væri það í þeim dúr að það þyrfti meira en eina hlustun til að grípa fólk.

Undirrituð hafði veðjað á lagið Manboy í flutning Eric Saade sem ekki hafði erindi sem erfiði þó hann hafi verið langt frá því að vera neðstur í keppninni. Ég hreyfst þó að lagi Önnu nokkuð fljótt og eftir að hafa heyrt það oftar er það orðið eitt af mínum uppáhalds lögum í þessari keppni. Líkur Önnu tel ég þó ekki vera sérlega góðar ef marka má dóma alþjóðlegu dómnefndanna en það eru líkur á að falleg bros hennar og einlægni nái til kjósenda í síma.

Hér getið þið hlustað á sigurlagið en einnig séð framlag Salims og Eric Saade.

– Hildur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s