Lagakynning 2010: Portúgal, Belgía, Rússland og Þýskaland

Portúgal

Hún Filipa Azevedo flytur lagið Há dias assim fyrir Portúgali í ár og greinileg áhrifin frá Jóhönnu Guðrúnu í fyrra, eins og í mörgum ballöðum í keppninni í ár. Þetta lag er mjög fallegt og e.t.v. gengur Portúgal betur í ár en áður…

Belgía

Belgíska X-factor-stjarnan Tom Dice syngur og spilar lagið Me and My Guitar sem er nákvæmlega þannig – hann og gítarinn. Lagið er nokkuð Damien Rice-legt og gæti verið líklegt til vinsælda 🙂

Rússland

Rússar senda söngvarann Peter Nalitch og hljómsveit hans með lagið Lost and Forgotten. Lagið er ballaða á þjóðlegu nótunum og hefði þess vegna getað verið send í keppnina fyrir þrjátíu árum síðan. Kannski það segi eitthvað um gæði þess…

Þýskaland

http://www.youtube.com/watch?v=esTVVjpTzIY   (því miður er ekki hægt að setja 0fficial-myndbandið inn)

Þjóðverjar hafa lagt heilmikið á sig fyrir keppnina í ár og hafa haft fimm kvölda undankeppni í keppninni Unser Star für Oslo og völdu loks síðasta föstudaginn Lene Meyer-Landrut með lagið Satellite. Lagið er hresst popp og verður að segjast að miðað við önnur lög í keppninni er þetta ansi vel heppnað og verður að teljast með þeim betri!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s