Lagakynning 2010: Eistland, Bretland, Grikkland, Serbía og Bosnía-Hersegóvína

Lagakynningarnar halda áfram:

Eistland

Eistlendingar senda Malcolm Lincoln og bakraddasöngvarana fjóra, Manpower 4, með undarlega poppballöðu sem kallast Siren. Spurning hvort svona falli í kramið í Osló…?

Bretland

Úff já, Bretar VERÐA að taka þátt í Eurovision. Þetta erum við minnt á á hverju ári. Í fyrra stóð Jade Ewen sig nú ágætlega en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Jóhönnu Guðrúnu okkar. Í ár var flytjandi valinn með því að nokkrir kepptu og sungu þekkt lög. Síðan þurfti Pete Waterman, höfundur lagsins sem senda á út, að velja einn. Josh var valinn og hann syngur sykursætan poppslagara That Sounds Good to Me. Almáttugur…

Grikkland

Það er nú yfirleitt hægt að treysta á Grikkina til að halda stuðinu uppi. Í ár verður örugglega engin undantekning þar á því að Giorgos Alkaios og vinir mæta með lagið Opa. Eins og flestir vita er „opa/hoopa“ oft kallað upp í grískum dansi og lagið því greinilega mikið danslag! 🙂

Serbía

Milan Stankovic flytur lagið Ove je Balkan eða „Svona eru Balkanarnir“. Ég held þó ekki að það megi alhæfa fjórar frístældansandi þjóðbúningadúkkur og einhvers konar stífmálaðan karlmann í lúðrasveitarbúning á alla Balkani! Ótrúlegt en satt þá samdi balkangoðsögnin Goran Bregovic lagið!

Bosnía-Hersegóvína

Vukašin Brajić flytur framlag Bosníu-Hersegóvínu í ár, Munja I Grom eða Þrumur og eldingar. Þessi rokkaða ballaða er flutt á þjóðtungunni en bara rokkuð á júróvisjónskan mælikvarða (hehe).

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s