Úrslitin í Melodifestivalen eru í kvöld!

Svíjar eru mikil Júróvísjon þjóð og kemur því ekki á óvart að mikið sé lagt í keppni þeirra sem sker úr um hver verður fulltrúi í Júróvísjon. Keppnin kallast á sænsku Melodifestivalen. Í ár voru 32 lög sem kepptu á 4 kvöldum um sæti í úrslitunum. Í hverjum þætti komust tvo lög áfram og tvö sem fengu tækifæri á að öðru tækifæri til að komast í úrslitin á einskonar Wild card þætti. Það eru því 10 lög sem keppa um sætið í Osló nú í kvöld.

Hér er örlítil yfirferð á lögunum tíu sem keppa í kvöld og linnkar á nánari upplýsingar um keppendurnar og lögin sjálf.

Andreas Johansson með lagið We can work it out.
Hér er á ferðinni svolítil rokkballaða sem Andreas syngur með sinni rámu röddu og í grænum leðurjakka!

Anna Bergendahl með lagið This is my life
Titillinn er að sjálfsögðu stolin frá Páli Óskari! En lagið er ekkert líkt íslenska framlaginu frá 2008. Hér er á ferðinni falleg ballað sem Anna syngur afskaplega vel.

Darin með lagið You are out of my life
Þetta var greinilega ekki skemmtilegt lag því ég var búin að steingleyma því þegar ég svo fletti því upp! Ballað hér á ferð og alls ekki skemmtileg að mínu mati!

Eric Saade með lagið Manboy
Eric syngur hér hresst popplag sem maður fær algjörlega á heilan! Held með honum í keppninni í kvöld.

Jessica Anderson með lagið I did it for love.
Hér er enn ein ballaðan á ferðinni. Hún er ágæt en svolítið lík einhverju öðru lagi. Alls ekki sterkasta ballaðan keppninni en ágæt.

Ola með lagið Unstoppable
Ola var einn af þeim sem komst alla leið áfram í fyrstu tilraun. Ég skildi það ekki allveg enda finnst mér þetta popplag alls ekki skemmtilegt.

Pernilla Wahlgren með lagið Jeg vill om du vågar
Pernilla komst áfram í annari tilraun. Hún hefur keppt mörgum sinnum í Melodifestivalen aldrei tekist að vinna. Hún syngur ansi sænskt popplag með fullt svið af karldönsurum og í stuttum glitkjól!

Peter Jöback með lagið Hollow.
Það er ljóst að árangur Jóhönnu Guðrúnar í fyrra hefur haft áhrif á undankeppnir í fleiri löndum en á Íslandi því hér tefla Svíjar fram enn einni ballöðunni. Finnst hún ein slakast í þessari keppni.

Salem með lagið Keep on walking.
Salem syngjur hér eþnískt popplag sem mér finnst ekki sérlega skemmtilegt.

Timoteij með lagið Kom.
Timotej er stelpurband sem kemur fram í hvítum kjólum og spila á ýmis hljóðfæri. Lagið er einnig popplag með örlitlum þjóðlagakeim. Finnst það betra en lag Salems!

Umfjöllun um sigurvegarann mun birtast hér á síðunni eftir helgi!

-Hildur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s