Lagakynning 2010: Georgía, Tyrkland, Litháen og Írland

– og við höldum áfram að kíkja á framlögin í ár!

Georgía

Georgía sem keppti fyrst árið 2007 sendir nú Celine Dion-lega ballöðu Shine sem Sofia Nizharadze syngur. Svo sem allt í lagi, en kannski ekkert stórkostlegt. Georgíumenn þurftu að halda sig heima í keppninni í fyrra því að framlag þeirra þótti óviðeigandi og helst til mikill áróður gegn Vladimír Pútín, núverandi forsætisráðherra Rússlands. Lagið hét We Don’t Wanna Put In og er hér. Framlagið í ár er mun mýkra og viðráðanlegra!

Tyrkland

Rokkhljómsveitin maNga keppir fyrir hönd Tyrklands með lagið We Could Be the Same. Mikil eftirvænting er búin að vera í heimalandinu þar sem hljómsveitin er mjög vinsæl og þeir gáfu sér góðan tíma til að semja lagið og tilkynntu það svo í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Lagið er svona tja – áhrif frá Muse, einhver?

Litháen

Alltaf getur maður treyst á Litháen að vera með pínulítið sérstakt framlag! Alveg frá því að We Are the Winners lenti í 6. sæti árið 2006 hafa þeir verið svona aðeins á ská við önnur framlög, sum metnaðarfyllri en önnur. Þetta er hressilegt lag með fimm gaurum í köflóttum buxum og í hvítum skyrtum með bindi sem byrja a capella en svo breytist lagið í hressilegt diskó. Aldrei að vita nema þetta verði bara uppáhaldslagið mitt, er alltaf svag fyrir skrítnu lögunum 😉

Írland

Ætli árið í ár verði ár írsku ballöðunnar – eða eru allir búnir að fá nóg eftir 10. áratuginn í Eurovision? Írar halda ekki og senda söngkonuna Niamh Kavanagh með ballöðuna It’s For You, en Niamh keppti einmitt fyrir þetta sigursælasta land Evrópu í Eurovision árið 1993 og sigraði með lagið In Your Eyes. Sem er nú betra lag en í ár, ég verð að segja það:

-Eyrún Ellý

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Lagakynning 2010: Georgía, Tyrkland, Litháen og Írland

 1. Hilla skrifar:

  mér finnst nú bæði írsku lögin frekar döpur eða allveganna man ég eftir hvorgu mínútu eftir að ég heyrði þau. Hvernig fór þetta lag eiginleg að því að vinna!

  Gerorgía er með lag sem hljóma ískyggilega kunnulega en fínt samt!

  Og jú það má greina nokkur muse áhrif í tyrkneskalaginu 🙂

 2. Hilla skrifar:

  Litháarnir eru með ó eftirminnilegt lag en líta svolítið út eins og fáguð útgáfa af Hvanndalsbræðrum!

 3. Eyrún Ellý skrifar:

  Ég þurfti einmitt að rifja eldra írska lagið upp, en finnst samt e-ð pínu heillandi við það.
  Ég held að Litháen eigi eftir að gera góða hluti, eru skemmtilega öðruvísi!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s