Myndbandasögur af Heru!

Fréttablaðið segir í gær og í dag frá dramatík í kringum gerð opinbers myndbands fyrir Íslands hönd. Það eru sumsé ekki til fjármunir í slíkan óþarfa á krepputímum hjá RÚV – eins og sagt var frá í gær:

En í morgun blasti svo við gleðifregn á menningarsíðu Fréttablaðsins – mjög í anda Nýja-Íslands:

Röð landa og laga á undankeppnirnar tvær 25. og 27. maí!

Í dag var dregið um röð landanna á undankvöldin tvö, á þriðjudeginum og fimmtudeginum fyrir aðalkeppnina.
Við Íslendingar erum vægast sagt heppnir því að í ár stígur Hera síðust á svið á þriðjudeginum!
Röðin er annars svona:

First Semi-Final

  1. Moldavía
  2. Rússland
  3. Eistland
  4. Slóvakía
  5. Finnland
  6. Lettland
  7. Serbía
  8. Bosnía-Herzegóvína
  9. Pólland
  10. Belgía
  11. Malta
  12. Albanía
  13. Grikkland
  14. Portúgal
  15. Makedónía
  16. Hvíta-Rússland
  17. Ísland

Seinna kvöldið lítur þá svona út:

Second Semi-Final

  1. Litháen
  2. Armenía
  3. Ísrael
  4. Danmörk
  5. Sviss
  6. Svíþjóð
  7. Azerbaídjan
  8. Úkraína
  9. Holland
  10. Rúmenía
  11. Slóvenía
  12. Írland
  13. Búlgaría
  14. Kýpur
  15. Króatía
  16. Georgía
  17. Tyrkland

Einnig var dregið um röðina á lokakvöldinu: Spánn verður 2. lagið á svið og Noregur þriðja lag, Bretland 12. lagið, Frakkland 18. lagið og Þýskaland 22. lagið af 25 sem keppa í aðalkeppninni laugardaginn 29. maí!

Hvað finnst ykkur! 🙂

-Eyrún Ellý

Sumir koma aftur: Fabrizio Faniello

Fabrizio Faniello er afar frægur söngvari í heimalandi sínu Möltu. Faniello er einn þeirra sem hefur tvisvar komið fram í Eurovision.

Í fyrra skiptið sem Faniello kom fram var árið 2001 í hinni glæsilegu keppni sem haldin var í Parken í Kaupmannahöfn. Áður en hann fékk það tækifæri hafði hann unnið nokkuð lengi sem söngvari í heimalandi sínu með ágætum árangri hafði þó aldrei náð gríðarlegum vinsældum.  Faniello var spilaði einnig fótbolta veltist um tíma í vafa hvort hann ætti að leggja fyrir sögninn eða fótboltann.  Í kjölfar keppninnar þar sem hann lenti í 9. sæti með laginu Another summer night jukust vinsældir hans til muna. Lagið varð nokkuð vinsælt víða um Evrópu og smám saman varð stjarna Faniello skærar.

Árið 2006 hafði Faniello unnið til fjölda verðlauna og átt söluháar plötur í heimalandi sínu sem og að nokkur lög hans höfðu verið spiluð mikið í Evrópu og urðu sérstakelga vinsæl í Svíþjóð. Þegar Faniello vann undankeppni Eurovision á Möltu þetta ár var því annar og vinsælli Faneillo sem tók þátt í Eurovision fyrir hönd möltu. Lagið sem hann flutti heitir I do og var sannarlega eitt af mínum uppáhalds lögum í keppninni. Þrátt fyrir miklar vonir og gott lag var Faniello nokkuð falskur á sviðinu í Aþenu og hlaut eingöngu eitt stig og lenti í neðsta sæti.  Þrátt fyrir þetta náði lagið nokkrum vinsældum í Evrópu um sumarið 2006 og hefur þetta haft lítil áhrif á feril Faniello hingað til.

Hér má sjá lagið Another summer night. Þess ber að geta að bakraddirnar og dansararnir eru danskar en það hefur  verið eitt af einkennum Maltverja að fá til sín bakraddir í því landi sem keppnin er haldin.

Hér má svo heyra lagið I do. Ég set inn bæði framkomun í keppninni 2006 en eins myndbandið enda grundvallar munur þar á í flutningi!

Úkraínska lagið afturkallað og nýjar reglur!

Aðdáendasíðan Eurovision.tv greindi frá því í gærkvöldi að úkraínska framlagið I love you í flutningi Vasyls Lazarovych, sem við höfum fjallað um hérna á síðunni, verði afturkallað úr keppninni og nýtt lag og flytjandi verði valin!

Ástæðan ku vera stjórnarskipti í stjórn ríkissjónvarpsins NTU. Úkraínumenn þurfa þó að spýta í lófana ef þeir ætla að ná frestinum til að senda lagið inn í keppnina, en hann rennur út þann 22. mars nk., þ.e. á mánudaginn kemur!

Í dag geta því allir sem orðnir eru 16 ára og hafa samið eigið lag sent það inn, og frestur til að skila inn lögum verður til 18:00 (17:00 CET). Í kvöld verða svo 20 bestu lögin valin úr og verða um leið kynnt í þættinum Shuster Life í ríkissjónvarpinu.

Um helgina, 19. og 20. mars verða svo 20 sek klippur úr lögunum 20 spiluð fram og til baka í dagskrá NTU og að kvöldi 20. mars verður símakosning meðal þjóðarinnar. Húff, maður verður bara uppgefinn að skrifa þetta!

– Nú er bara spurning hvort þetta ofur-skipulag Úkraínumanna skili sér í góðu lagi eða hvort að þeir missi af frestinum!

Eyrún Ellý

Úrslitin í Melodifestivalen

Svíjar hafa löngum verið taldir ein mesta áhugaþjóðin um Eurovision. Það er sjálf sagt ekki ofsögum sagt þegar litlið er til undankeppninar þar í landi sem ber heitið Melodifestivalen.

Eftir fjögur undarúrslitakvöld og eitt kvöld þar sem nokkrir keppendur fengu annað tækifæri til að komast í úrslitin var loksins komið að úrslitunum sjálfum laugardagskvöldið 13. mars. Alls voru tíu lög sem kepptu um að komast til Oslóar fyrir hönd Svíja. Mikið var lagt í kvöldið sem heppnaðist með ágætum, allt í senn hvað varðar frammistöðu keppenda, framkomu kynna og skemmtiatriða.

Mikið var lagt upp úr því að velja sigurvegarann en valið fór þannig fram að dómnefndir frá sex löndum gáfu stig, fimm svæðisbundnar dómnefndir í Svíþjóð einnig og loks atkvæði áhorfenda sem gátu kosið í gegnum síma.  Áður en stig voru tilkynnt var sett á svið heljarinnar sýning þar sem Noregur og Svíþjóð börðust í frábærri Eurovision keppni. Margir frægir keppendur komu þar fram meðal annars Bobbysocks og Wig Wam. Til að gera langa sögu stutta tilkynnt Måns, annar kynnirinn, að Noregur hefði sigra þessa lotu.

Atkvæðagreiðslan var athyglisverð.  Alþjóðlegu dómefndinar sex voru ekki einhuga í vali sínu en flestar voru þær hrifnastar af lagi Salems Al Fakir, Keep on walking. Lögin This is my life, Unstoppable og You are out of my life fengu öll tólf stig.  Það var þó lag Salems sem leiddi keppnina þegar kom að sænsku dómnefndunum. Þar kom í ljós annað munstur. Lagið This is my life í flutningi Önnu Bergendahl fékk hver stigin á fætur öðru en náði þó ekki að skjótast endanlega upp fyrir lag Salesm, Keep on walking. Það var því ekki fyrr en í stigin komu úr símakosningunni að ljóst var að Anna Bergendahl og lagið This is my life hafi sigrað.

Allt um Júróvísjon hafði samband við Söru Ulfheim, eurovision sérfærðing í Svíþjóð til að fá hennar álit á úrslitunum og báðu hana að spá fyrir um gengi Önnu Bergendahl í Osló í vor. Sara taldi, eins og margir aðirir, að lagið Keep on walking hefði verið best lagið í keppninni og hafði hún giskað á að það ynni en Anna yrði í öðru sæti. Sagði hún að sú aðferð Svíja í ár við að fá til keppninnar ólíka listamenn hafi gengið eftir og það hafi gert keppnina skemmtileri fyrir vikið.  Spurðu um möguleika Önnur Bergendahl í Osló sagði hún að líkur væri á að einlægni hennar og heiðarleiki gæti fleitt henni langt frekar en lagið sjálft enda væri það í þeim dúr að það þyrfti meira en eina hlustun til að grípa fólk.

Undirrituð hafði veðjað á lagið Manboy í flutning Eric Saade sem ekki hafði erindi sem erfiði þó hann hafi verið langt frá því að vera neðstur í keppninni. Ég hreyfst þó að lagi Önnu nokkuð fljótt og eftir að hafa heyrt það oftar er það orðið eitt af mínum uppáhalds lögum í þessari keppni. Líkur Önnu tel ég þó ekki vera sérlega góðar ef marka má dóma alþjóðlegu dómnefndanna en það eru líkur á að falleg bros hennar og einlægni nái til kjósenda í síma.

Hér getið þið hlustað á sigurlagið en einnig séð framlag Salims og Eric Saade.

– Hildur

Lagakynning 2010: Eistland, Bretland, Grikkland, Serbía og Bosnía-Hersegóvína

Lagakynningarnar halda áfram:

Eistland

Eistlendingar senda Malcolm Lincoln og bakraddasöngvarana fjóra, Manpower 4, með undarlega poppballöðu sem kallast Siren. Spurning hvort svona falli í kramið í Osló…?

Bretland

Úff já, Bretar VERÐA að taka þátt í Eurovision. Þetta erum við minnt á á hverju ári. Í fyrra stóð Jade Ewen sig nú ágætlega en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Jóhönnu Guðrúnu okkar. Í ár var flytjandi valinn með því að nokkrir kepptu og sungu þekkt lög. Síðan þurfti Pete Waterman, höfundur lagsins sem senda á út, að velja einn. Josh var valinn og hann syngur sykursætan poppslagara That Sounds Good to Me. Almáttugur…

Grikkland

Það er nú yfirleitt hægt að treysta á Grikkina til að halda stuðinu uppi. Í ár verður örugglega engin undantekning þar á því að Giorgos Alkaios og vinir mæta með lagið Opa. Eins og flestir vita er „opa/hoopa“ oft kallað upp í grískum dansi og lagið því greinilega mikið danslag! 🙂

Serbía

Milan Stankovic flytur lagið Ove je Balkan eða „Svona eru Balkanarnir“. Ég held þó ekki að það megi alhæfa fjórar frístældansandi þjóðbúningadúkkur og einhvers konar stífmálaðan karlmann í lúðrasveitarbúning á alla Balkani! Ótrúlegt en satt þá samdi balkangoðsögnin Goran Bregovic lagið!

Bosnía-Hersegóvína

Vukašin Brajić flytur framlag Bosníu-Hersegóvínu í ár, Munja I Grom eða Þrumur og eldingar. Þessi rokkaða ballaða er flutt á þjóðtungunni en bara rokkuð á júróvisjónskan mælikvarða (hehe).

Lagakynning 2010: Portúgal, Belgía, Rússland og Þýskaland

Portúgal

Hún Filipa Azevedo flytur lagið Há dias assim fyrir Portúgali í ár og greinileg áhrifin frá Jóhönnu Guðrúnu í fyrra, eins og í mörgum ballöðum í keppninni í ár. Þetta lag er mjög fallegt og e.t.v. gengur Portúgal betur í ár en áður…

Belgía

Belgíska X-factor-stjarnan Tom Dice syngur og spilar lagið Me and My Guitar sem er nákvæmlega þannig – hann og gítarinn. Lagið er nokkuð Damien Rice-legt og gæti verið líklegt til vinsælda 🙂

Rússland

Rússar senda söngvarann Peter Nalitch og hljómsveit hans með lagið Lost and Forgotten. Lagið er ballaða á þjóðlegu nótunum og hefði þess vegna getað verið send í keppnina fyrir þrjátíu árum síðan. Kannski það segi eitthvað um gæði þess…

Þýskaland

http://www.youtube.com/watch?v=esTVVjpTzIY   (því miður er ekki hægt að setja 0fficial-myndbandið inn)

Þjóðverjar hafa lagt heilmikið á sig fyrir keppnina í ár og hafa haft fimm kvölda undankeppni í keppninni Unser Star für Oslo og völdu loks síðasta föstudaginn Lene Meyer-Landrut með lagið Satellite. Lagið er hresst popp og verður að segjast að miðað við önnur lög í keppninni er þetta ansi vel heppnað og verður að teljast með þeim betri!

Úrslitin í Melodifestivalen eru í kvöld!

Svíjar eru mikil Júróvísjon þjóð og kemur því ekki á óvart að mikið sé lagt í keppni þeirra sem sker úr um hver verður fulltrúi í Júróvísjon. Keppnin kallast á sænsku Melodifestivalen. Í ár voru 32 lög sem kepptu á 4 kvöldum um sæti í úrslitunum. Í hverjum þætti komust tvo lög áfram og tvö sem fengu tækifæri á að öðru tækifæri til að komast í úrslitin á einskonar Wild card þætti. Það eru því 10 lög sem keppa um sætið í Osló nú í kvöld.

Hér er örlítil yfirferð á lögunum tíu sem keppa í kvöld og linnkar á nánari upplýsingar um keppendurnar og lögin sjálf.

Andreas Johansson með lagið We can work it out.
Hér er á ferðinni svolítil rokkballaða sem Andreas syngur með sinni rámu röddu og í grænum leðurjakka!

Anna Bergendahl með lagið This is my life
Titillinn er að sjálfsögðu stolin frá Páli Óskari! En lagið er ekkert líkt íslenska framlaginu frá 2008. Hér er á ferðinni falleg ballað sem Anna syngur afskaplega vel.

Darin með lagið You are out of my life
Þetta var greinilega ekki skemmtilegt lag því ég var búin að steingleyma því þegar ég svo fletti því upp! Ballað hér á ferð og alls ekki skemmtileg að mínu mati!

Eric Saade með lagið Manboy
Eric syngur hér hresst popplag sem maður fær algjörlega á heilan! Held með honum í keppninni í kvöld.

Jessica Anderson með lagið I did it for love.
Hér er enn ein ballaðan á ferðinni. Hún er ágæt en svolítið lík einhverju öðru lagi. Alls ekki sterkasta ballaðan keppninni en ágæt.

Ola með lagið Unstoppable
Ola var einn af þeim sem komst alla leið áfram í fyrstu tilraun. Ég skildi það ekki allveg enda finnst mér þetta popplag alls ekki skemmtilegt.

Pernilla Wahlgren með lagið Jeg vill om du vågar
Pernilla komst áfram í annari tilraun. Hún hefur keppt mörgum sinnum í Melodifestivalen aldrei tekist að vinna. Hún syngur ansi sænskt popplag með fullt svið af karldönsurum og í stuttum glitkjól!

Peter Jöback með lagið Hollow.
Það er ljóst að árangur Jóhönnu Guðrúnar í fyrra hefur haft áhrif á undankeppnir í fleiri löndum en á Íslandi því hér tefla Svíjar fram enn einni ballöðunni. Finnst hún ein slakast í þessari keppni.

Salem með lagið Keep on walking.
Salem syngjur hér eþnískt popplag sem mér finnst ekki sérlega skemmtilegt.

Timoteij með lagið Kom.
Timotej er stelpurband sem kemur fram í hvítum kjólum og spila á ýmis hljóðfæri. Lagið er einnig popplag með örlitlum þjóðlagakeim. Finnst það betra en lag Salems!

Umfjöllun um sigurvegarann mun birtast hér á síðunni eftir helgi!

-Hildur

Uppáhalds: Rock Bottom

Bretar voru framan af í Eurovision ákaflega sigursælir; þeir hafa fimm sinnum unnið í keppninni og 4. sinnum lent í þriðja sæti. Hins vegar stenst enginn þeim snúning þegar kemur að öðru sætinu, því að Bretland hefur 16 SINNUM lent í 2. sæti.
Þar á meðal var árið 1977 þegar Lynsey de Paul og Mike Moran fluttu skemmtilega smellinn Rock Bottom og léku á tvo flygla!
– þetta ætti kannski betur við framlag frá Íslandi í ár, ættum við að stela þessum gamla titli? 😉

Eyrún Ellý