Sumir koma aftur: Dima Bilan

Annar listamaðurinn sem fjallað verður um hér í þættinum Sumir koma aftur er enginn annar en Dima Bilan frá Rússlandi. Dima hefur tvisvar sinnum tekið þátt í Eurovision. Fyrra skiptið  var árið 2006 og flutti hann þá lagið Never let you go og varð í öðru sæti. Seinna skiptið sem Dima keppti var árið 2008 og kom hann þá, sá og sigraði með laginu Believe en þar var öllu tjaldað til.

Dima Bilan heitir raunar Viktor Nikolaevich Belan en notast við nafnið Dima Bilan þegar hann kemur fram. Dima er jólabarn ef miðað er við okkar íslensku jól því hann er fæddur 24. desember árið 1981.  Dima ólst upp í Suðvestur-Rússlandi en flutti til Moskvu til að nema klassískan söng við Gnesins Musical College. Það var árið 2002 að Dima steig sín fyrstu spor í poppinu en þá tók hann þátt í einhverskonar söngkeppni sem ýmist er sögð vera rússnensk latínsk eða þekkt keppni í Austur-Evrópur sem kallast Jurmala. Í kjölfarið af þessari byrjaði ferill hans að rúlla og hann gaf út sína fyrstu plötu árið 2003.

Dima vildi snemma taka þátt í Eurovision og reyndi fyrir sér í undankeppninni í Rússlandi árið 2005 en lenti þá í öðru sæti. Árið 2006 tók hann aftur þátt í undankeppninni heima fyrir og náði 2. sætinu í Eurovision í Grikklandi með laginu Never let you go. Framistaða hans þar þótti góð en atriðið var umdeilt, þó sérstaklega dauða ballerínan í píanóinu. Rússar höfðu á þessum tíma nokkrum sinnum lent í öðru sæti í Eurovision og voru nú staðráðnir í að vinna. Árið 2008 sendu þeir því Dima aftur í Eurovision. Nú var ekkert til sparað. Timberland var fenginn til að útsetja lagið og heimsfrægur skautadansari fenginn til að skauta á sviðinu meðan Dima söng af krafti í fráhnepptri skyrtu.  Allt þetta small og Dima sigraði eftirminnilega árið 2008.

Dima er alveg gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu og í öllum fyrrverandi Sovétríkjunum og í kjölfar Eurovision hefur frægð hans náð víðar í Evrópu. Það má þó ekki gleyma því að þrátt fyrir að Dima hafi verið nánast óþekktur í Vestur-Evrópu er menningarheimurinn í Rússlandi jafn stór ef ekki stærri en Vestur-Evrópu- og Ameríkumarkaður.

Hér má sjá framistöðu Dima bæði árin 2006 og 2008. Dæmi nú hver fyrir sig hvort er betra lag og betri frammistaða!

Never let you go – 2006

Believe – 2008

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Sumir koma aftur: Dima Bilan

 1. Hlíf skrifar:

  Gaman að fá að vita meira um hann Dima. Já, sko, hann var einn af þeim sem ég hélt svolítið með árið 2006, en hins vegar fannst mér ekkert varið í lagið 2008. Núna, hinsvegar, held ég að ég sé búin að skipta um skoðun, mér er bara farið að finnast seinna lagið betra. Kannski hefur það eitthvað með hárið og klæðnaðinn á honum 2006 að gera, en þetta var ekki aaalveg að gera sig:)

  Maður verður nú að viðurkenna að dauð ballerína í flygli er mjög frumlegt!! Og líka skautadansarinn. Og svo er þetta náttúrulega voða þjóðlegt:)

 2. Hlíf skrifar:

  Verð líka að segja að mér finnst þetta mjög skemmtilegur „þáttur“ (þ.e. sumir koma aftur). Af ýmsu að taka! Hlakka til að sjá hver verður í næstu umfjöllun:)

 3. jurovision skrifar:

  Gaman að heyra Hlíf að þér þykir þátturinn skemmtilegur :o) Við höfum marga sem væri gaman að taka fyrir í þættinum. Það verður aldrei að vita nema við fjöllum um Jonny Logan, Siggu Beinteins og Carolu og marga fleiri!

  Varðand Dima þá er ég allgjörlega sammála þér. Ég hélt með honum 2006 fannst lagið gott en outfitið hans hræðilegt! ég hef hins vegar alltaf haldið svolítið upp á Belive. Það er smart lag og svo virðist líka vera að allt sem tröllið Timerland snertir í útsetingum verið að gulli!

  Varðndi sviðsframkomurnar tvær hjá Dima væri léttilega hægt að skrifa færslu um það sérstkalega, ég meina ballerínu og skautar (afskaplega þjóðlegt!) og auk þess ein ballerínan dauð er efni skemmtilega færslu :o)

  Kv. Hildur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s